Píratar til forystu Guðni Freyr Öfjörð skrifar 18. febrúar 2025 12:33 Framsóknarflokkurinn hefur lengi verið þekktur fyrir að sveiflast milli pólitískra stefna eins og vindhani í íslensku roki. Nýjasta uppátæki þeirra, að slíta meirihlutasamstarfinu í Reykjavík, er enn eitt dæmið um óstöðugleika og stefnuleysi sem hefur einkennt flokkinn í gegnum tíðina. Þann 8. febrúar 2025 ákvað Einar Þorsteinsson, borgarstjóri og oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík, að slíta samstarfinu við Samfylkinguna, Pírata og Viðreisn. Ástæðan? Ágreiningur um framtíð Reykjavíkurflugvallar. Það er næstum því fyndið að hugsa til þess að flugvöllurinn, sem hefur staðið eins og fasti í borgarlandslaginu, sé nú orðinn táknmynd fyrir flokk sem virðist ekki geta ákveðið sig um neitt nema að vera ósammála. Þessi ákvörðun kom eins og þruma úr heiðskíru lofti fyrir samstarfsflokkana. Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata, lýsti því yfir að "konurnar verða að koma og taka til þegar karlarnir eru með vesen og skella öllu í uppnám." Það er kaldhæðnislegt að sjá hvernig Framsóknarflokkurinn, sem einu sinni var talinn miðjumoðsflokkur, hefur nú þróast í pólitískan klaufabárð sem þarf stöðugt á hjálp að halda til að hreinsa upp eftir sig. Píratar hafa setið í borgarstjórn í tæp ellefu ár og hafa á þeim tíma tekið þátt í þremur mismunandi meirihlutum. Dóra Björt, oddviti Pírata, hefur setið í borgarstjórn í sjö ár og tekið virkan þátt í stjórn borgarinnar, fjárhagsáætlanagerð og skipulagsbreytingum, og verið óhrædd við að koma fram fyrir hönd meirihlutans í erfiðum málum og taka ábyrgð af auðmýkt og festu. Píratar eru öflugir umbótasinnar sem leitt hafa innleiðingu á auknu íbúalýðræði, skaðaminnkandi nálgun í vímuefnamálum, auknu gagnsæi í stjórnsýslu, og eflt stafræna innviði til að bæta þjónustu við íbúa - og í senn gera hana skilvirkari og ódýrari fyrir borgina. Píratar ganga ekki frá borðinu þótt á móti blási. Þau eru tilbúin að axla ábyrgð, miðla málum, og sjá til þess að borgarbúar fái þá þjónustu, það gagnsæi og þá skýru framtíðarsýn sem þau eiga skilið. Píratar hafa verið góður samstarfsflokkur, sveigjanleg þar sem það er nauðsynlegt, en staðföst í sínum kjarnaáherslum. Af þeim oddvitum sem nú eru í viðræðum hefur enginn verið jafn lengi oddviti í meirihluta en Dóra Björt. Hún hefur góða reynslu af flóknu samstarfi og að finna málamiðlanir milli ólíkra sjónarmiða. Það er nú einu sinni tilgangur Pírata að leiða saman ólík sjónarmið til þess að mynda farsæla lausn fyrir almenning. Í nýju samstarfi er mikilvægt að þessi verðmæta reynsla sé vel nýtt og að því sögðu tel ég farsælast að Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata, taki við embætti borgarstjóra út þetta kjörtímabil. Píratar leggja það svo í hendur kjósenda í næstu borgarstjórnarkosningum hvort að vel hafi tekist. Höfundur er áhugamaður um samfélagsmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Framsóknarflokkurinn Guðni Freyr Öfjörð Píratar Mest lesið Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Stafrænt kynferðisofbeldi – jafn alvarlegt og í raunheimum en viðbrögðin minni Drífa Snædal skrifar Skoðun Hröð húsnæðisuppbygging er forgangsatriði nýs meirihluta í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Fregnir af dauða gervigreindarinnar eru stórlega ýktar Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Framsóknarflokkurinn hefur lengi verið þekktur fyrir að sveiflast milli pólitískra stefna eins og vindhani í íslensku roki. Nýjasta uppátæki þeirra, að slíta meirihlutasamstarfinu í Reykjavík, er enn eitt dæmið um óstöðugleika og stefnuleysi sem hefur einkennt flokkinn í gegnum tíðina. Þann 8. febrúar 2025 ákvað Einar Þorsteinsson, borgarstjóri og oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík, að slíta samstarfinu við Samfylkinguna, Pírata og Viðreisn. Ástæðan? Ágreiningur um framtíð Reykjavíkurflugvallar. Það er næstum því fyndið að hugsa til þess að flugvöllurinn, sem hefur staðið eins og fasti í borgarlandslaginu, sé nú orðinn táknmynd fyrir flokk sem virðist ekki geta ákveðið sig um neitt nema að vera ósammála. Þessi ákvörðun kom eins og þruma úr heiðskíru lofti fyrir samstarfsflokkana. Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata, lýsti því yfir að "konurnar verða að koma og taka til þegar karlarnir eru með vesen og skella öllu í uppnám." Það er kaldhæðnislegt að sjá hvernig Framsóknarflokkurinn, sem einu sinni var talinn miðjumoðsflokkur, hefur nú þróast í pólitískan klaufabárð sem þarf stöðugt á hjálp að halda til að hreinsa upp eftir sig. Píratar hafa setið í borgarstjórn í tæp ellefu ár og hafa á þeim tíma tekið þátt í þremur mismunandi meirihlutum. Dóra Björt, oddviti Pírata, hefur setið í borgarstjórn í sjö ár og tekið virkan þátt í stjórn borgarinnar, fjárhagsáætlanagerð og skipulagsbreytingum, og verið óhrædd við að koma fram fyrir hönd meirihlutans í erfiðum málum og taka ábyrgð af auðmýkt og festu. Píratar eru öflugir umbótasinnar sem leitt hafa innleiðingu á auknu íbúalýðræði, skaðaminnkandi nálgun í vímuefnamálum, auknu gagnsæi í stjórnsýslu, og eflt stafræna innviði til að bæta þjónustu við íbúa - og í senn gera hana skilvirkari og ódýrari fyrir borgina. Píratar ganga ekki frá borðinu þótt á móti blási. Þau eru tilbúin að axla ábyrgð, miðla málum, og sjá til þess að borgarbúar fái þá þjónustu, það gagnsæi og þá skýru framtíðarsýn sem þau eiga skilið. Píratar hafa verið góður samstarfsflokkur, sveigjanleg þar sem það er nauðsynlegt, en staðföst í sínum kjarnaáherslum. Af þeim oddvitum sem nú eru í viðræðum hefur enginn verið jafn lengi oddviti í meirihluta en Dóra Björt. Hún hefur góða reynslu af flóknu samstarfi og að finna málamiðlanir milli ólíkra sjónarmiða. Það er nú einu sinni tilgangur Pírata að leiða saman ólík sjónarmið til þess að mynda farsæla lausn fyrir almenning. Í nýju samstarfi er mikilvægt að þessi verðmæta reynsla sé vel nýtt og að því sögðu tel ég farsælast að Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata, taki við embætti borgarstjóra út þetta kjörtímabil. Píratar leggja það svo í hendur kjósenda í næstu borgarstjórnarkosningum hvort að vel hafi tekist. Höfundur er áhugamaður um samfélagsmál.
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Stafrænt kynferðisofbeldi – jafn alvarlegt og í raunheimum en viðbrögðin minni Drífa Snædal skrifar
Skoðun Hröð húsnæðisuppbygging er forgangsatriði nýs meirihluta í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar