Barnavernd í brennidepli! Merki um öryggi – Signs of Safety Gyða Hjartardóttir skrifar 14. febrúar 2025 13:30 Merki um öryggi (e. Signs of safety) er viðurkennt verklag í barnavernd sem miðar að því að valdefla börn og foreldra og draga úr þörf á íþyngjandi inngripum. Um er að ræða gagnreynda hugmyndafræði, verkfæri og samræmt verklag sem fagaðilar um allan heim nota með góðum árangri í þjónustu við börn og fjölskyldur. Á Íslandi starfa um það bil 140 fagaðilar í barnaverndarþjónustu í þágu barna og fjölskyldna. Þessi hópur leggur sig daglega fram við að aðstoða börn og fjölskyldur við að tryggja öryggi og vellíðan barna á heimilum. Öll börn eiga rétt á að lifa áhyggjulausu lífi og alast upp við þroskavænar aðstæður. Hlutverk barnaverndarfagfólks og annarra aðila sem tengjast fjölskyldunni er að leiða fjölskylduna áfram í átt að þessu markmiði. Áherslan er á fyrirbyggjandi stuðning og inngrip og þannig reyna að koma í veg fyrir að þörf verði á meira íþyngjandi inngripi og úrræðum. Í framkvæmdaáætlun stjórnvalda á sviði barnaverndar fyrir árin 2023-2027 eru fjölmörg atriði sem stjórnvöld hafa sett á oddinn í málefnum barna en allar þær aðgerðir miða að því að börn séu sett í öndvegi í allri nálgun og að tryggja réttindi þeirra. Meðal verkefna er að efla og bæta verklag í barnaverndarþjónustu, með því að innleiða Merki um öryggi í verklag í allri barnavernd á Íslandi. Undirbúningur hjá Barna- og fjölskyldustofu er hafinn og mun heildræn innleiðing í barnavernd og félagsþjónustu á hugmyndafræði Merkis um öryggi hefjast á árinu 2025. Gert er ráð fyrir þriggja ára innleiðingarferli og að á tímabilinu verði verklag og áhættumat um viðbrögð á sviði barnaverndar samræmt og innleitt á landsvísu. Með nálgun Merkis um öryggi er sérstök áhersla á að efla stuðningsnet fjölskyldna, sem og að efla foreldra í uppeldishlutverki sínu og þannig draga úr þörf á langtímavistunum utan heimilis. Nálgunin er tengsla- og öryggismiðuð barnavernd þróuð og skipulögð til þess að aðstoða fjölskyldur við að tryggja raunverulegt öryggi barna til langframa. Það er ávallt gert án þess að slá af kröfum um vellíðan og öryggi barna, með því að leggja áherslu á og upphefja styrkleika sem fyrir liggja í hverri og einni fjölskyldu og með því að virkja tengslanet fjölskyldna með markvissari hætti. Meginhugsunin í hugmyndafræði Merkis um öryggi er valdefling, virðing fyrir fólki og að fjölskyldan sjálf og stuðningsnetið í samvinnu við fagfólk, sé best til þess fallin að vinna að breytingum sem skapar öryggi fyrir börn í viðkomandi fjölskyldum. Þannig er lagt upp með að byggja á fyrirliggjandi styrkleikum fjölskyldunnar, með því að efla það sem vel er gert. Sérstök áhersla er á að foreldrar og börn viti nákvæmlega hvað þarf að gerast og hver á að gera hvað til þess að öryggi sé tryggt í fjölskyldunni, svo hægt sé að ljúka afskiptum hins opinbera af málefnum fjölskyldunnar. Fagfólk nýtir skýrt samræmt verklag til að vinna eftir, ásamt hagnýtum verkfærum til að nota í daglegu starfi með börnum og foreldrum. Væntingar standa til að hugmyndafræði Merkis um öryggi, verklag og verkfæri muni leiða til samræmis í allri barnaverndarvinnslu óháð búsetu barna og fjölskyldna. Hugmyndafræði og verklag Merki um öryggi fellur vel að íslenskum lögum, sér í lagi að lögum um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna og er nálgun sem eflir fjölskyldur í flóknu nútímasamfélagi. Til þess að vel takist til þarf að eiga sér stað almenn vitundarvakning og viðhorfsbreyting gagnvart barnavernd í samfélaginu, bæði hjá fagfólki, börnum, foreldrum og ekki síst almenningi. Nú er kominn tími til að „barnaverndargrýlan“ víki fyrir nútímalegri og manneskjulegri sýn á barnavernd. Oft var þörf en nú er nauðsyn. Höfundur starfar sem sérfræðingur hjá Barna og fjölskyldustofu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Barnavernd Mest lesið Halldór 24.05.2025 Halldór #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Merki um öryggi (e. Signs of safety) er viðurkennt verklag í barnavernd sem miðar að því að valdefla börn og foreldra og draga úr þörf á íþyngjandi inngripum. Um er að ræða gagnreynda hugmyndafræði, verkfæri og samræmt verklag sem fagaðilar um allan heim nota með góðum árangri í þjónustu við börn og fjölskyldur. Á Íslandi starfa um það bil 140 fagaðilar í barnaverndarþjónustu í þágu barna og fjölskyldna. Þessi hópur leggur sig daglega fram við að aðstoða börn og fjölskyldur við að tryggja öryggi og vellíðan barna á heimilum. Öll börn eiga rétt á að lifa áhyggjulausu lífi og alast upp við þroskavænar aðstæður. Hlutverk barnaverndarfagfólks og annarra aðila sem tengjast fjölskyldunni er að leiða fjölskylduna áfram í átt að þessu markmiði. Áherslan er á fyrirbyggjandi stuðning og inngrip og þannig reyna að koma í veg fyrir að þörf verði á meira íþyngjandi inngripi og úrræðum. Í framkvæmdaáætlun stjórnvalda á sviði barnaverndar fyrir árin 2023-2027 eru fjölmörg atriði sem stjórnvöld hafa sett á oddinn í málefnum barna en allar þær aðgerðir miða að því að börn séu sett í öndvegi í allri nálgun og að tryggja réttindi þeirra. Meðal verkefna er að efla og bæta verklag í barnaverndarþjónustu, með því að innleiða Merki um öryggi í verklag í allri barnavernd á Íslandi. Undirbúningur hjá Barna- og fjölskyldustofu er hafinn og mun heildræn innleiðing í barnavernd og félagsþjónustu á hugmyndafræði Merkis um öryggi hefjast á árinu 2025. Gert er ráð fyrir þriggja ára innleiðingarferli og að á tímabilinu verði verklag og áhættumat um viðbrögð á sviði barnaverndar samræmt og innleitt á landsvísu. Með nálgun Merkis um öryggi er sérstök áhersla á að efla stuðningsnet fjölskyldna, sem og að efla foreldra í uppeldishlutverki sínu og þannig draga úr þörf á langtímavistunum utan heimilis. Nálgunin er tengsla- og öryggismiðuð barnavernd þróuð og skipulögð til þess að aðstoða fjölskyldur við að tryggja raunverulegt öryggi barna til langframa. Það er ávallt gert án þess að slá af kröfum um vellíðan og öryggi barna, með því að leggja áherslu á og upphefja styrkleika sem fyrir liggja í hverri og einni fjölskyldu og með því að virkja tengslanet fjölskyldna með markvissari hætti. Meginhugsunin í hugmyndafræði Merkis um öryggi er valdefling, virðing fyrir fólki og að fjölskyldan sjálf og stuðningsnetið í samvinnu við fagfólk, sé best til þess fallin að vinna að breytingum sem skapar öryggi fyrir börn í viðkomandi fjölskyldum. Þannig er lagt upp með að byggja á fyrirliggjandi styrkleikum fjölskyldunnar, með því að efla það sem vel er gert. Sérstök áhersla er á að foreldrar og börn viti nákvæmlega hvað þarf að gerast og hver á að gera hvað til þess að öryggi sé tryggt í fjölskyldunni, svo hægt sé að ljúka afskiptum hins opinbera af málefnum fjölskyldunnar. Fagfólk nýtir skýrt samræmt verklag til að vinna eftir, ásamt hagnýtum verkfærum til að nota í daglegu starfi með börnum og foreldrum. Væntingar standa til að hugmyndafræði Merkis um öryggi, verklag og verkfæri muni leiða til samræmis í allri barnaverndarvinnslu óháð búsetu barna og fjölskyldna. Hugmyndafræði og verklag Merki um öryggi fellur vel að íslenskum lögum, sér í lagi að lögum um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna og er nálgun sem eflir fjölskyldur í flóknu nútímasamfélagi. Til þess að vel takist til þarf að eiga sér stað almenn vitundarvakning og viðhorfsbreyting gagnvart barnavernd í samfélaginu, bæði hjá fagfólki, börnum, foreldrum og ekki síst almenningi. Nú er kominn tími til að „barnaverndargrýlan“ víki fyrir nútímalegri og manneskjulegri sýn á barnavernd. Oft var þörf en nú er nauðsyn. Höfundur starfar sem sérfræðingur hjá Barna og fjölskyldustofu.
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun