Barnavernd í brennidepli! Merki um öryggi – Signs of Safety Gyða Hjartardóttir skrifar 14. febrúar 2025 13:30 Merki um öryggi (e. Signs of safety) er viðurkennt verklag í barnavernd sem miðar að því að valdefla börn og foreldra og draga úr þörf á íþyngjandi inngripum. Um er að ræða gagnreynda hugmyndafræði, verkfæri og samræmt verklag sem fagaðilar um allan heim nota með góðum árangri í þjónustu við börn og fjölskyldur. Á Íslandi starfa um það bil 140 fagaðilar í barnaverndarþjónustu í þágu barna og fjölskyldna. Þessi hópur leggur sig daglega fram við að aðstoða börn og fjölskyldur við að tryggja öryggi og vellíðan barna á heimilum. Öll börn eiga rétt á að lifa áhyggjulausu lífi og alast upp við þroskavænar aðstæður. Hlutverk barnaverndarfagfólks og annarra aðila sem tengjast fjölskyldunni er að leiða fjölskylduna áfram í átt að þessu markmiði. Áherslan er á fyrirbyggjandi stuðning og inngrip og þannig reyna að koma í veg fyrir að þörf verði á meira íþyngjandi inngripi og úrræðum. Í framkvæmdaáætlun stjórnvalda á sviði barnaverndar fyrir árin 2023-2027 eru fjölmörg atriði sem stjórnvöld hafa sett á oddinn í málefnum barna en allar þær aðgerðir miða að því að börn séu sett í öndvegi í allri nálgun og að tryggja réttindi þeirra. Meðal verkefna er að efla og bæta verklag í barnaverndarþjónustu, með því að innleiða Merki um öryggi í verklag í allri barnavernd á Íslandi. Undirbúningur hjá Barna- og fjölskyldustofu er hafinn og mun heildræn innleiðing í barnavernd og félagsþjónustu á hugmyndafræði Merkis um öryggi hefjast á árinu 2025. Gert er ráð fyrir þriggja ára innleiðingarferli og að á tímabilinu verði verklag og áhættumat um viðbrögð á sviði barnaverndar samræmt og innleitt á landsvísu. Með nálgun Merkis um öryggi er sérstök áhersla á að efla stuðningsnet fjölskyldna, sem og að efla foreldra í uppeldishlutverki sínu og þannig draga úr þörf á langtímavistunum utan heimilis. Nálgunin er tengsla- og öryggismiðuð barnavernd þróuð og skipulögð til þess að aðstoða fjölskyldur við að tryggja raunverulegt öryggi barna til langframa. Það er ávallt gert án þess að slá af kröfum um vellíðan og öryggi barna, með því að leggja áherslu á og upphefja styrkleika sem fyrir liggja í hverri og einni fjölskyldu og með því að virkja tengslanet fjölskyldna með markvissari hætti. Meginhugsunin í hugmyndafræði Merkis um öryggi er valdefling, virðing fyrir fólki og að fjölskyldan sjálf og stuðningsnetið í samvinnu við fagfólk, sé best til þess fallin að vinna að breytingum sem skapar öryggi fyrir börn í viðkomandi fjölskyldum. Þannig er lagt upp með að byggja á fyrirliggjandi styrkleikum fjölskyldunnar, með því að efla það sem vel er gert. Sérstök áhersla er á að foreldrar og börn viti nákvæmlega hvað þarf að gerast og hver á að gera hvað til þess að öryggi sé tryggt í fjölskyldunni, svo hægt sé að ljúka afskiptum hins opinbera af málefnum fjölskyldunnar. Fagfólk nýtir skýrt samræmt verklag til að vinna eftir, ásamt hagnýtum verkfærum til að nota í daglegu starfi með börnum og foreldrum. Væntingar standa til að hugmyndafræði Merkis um öryggi, verklag og verkfæri muni leiða til samræmis í allri barnaverndarvinnslu óháð búsetu barna og fjölskyldna. Hugmyndafræði og verklag Merki um öryggi fellur vel að íslenskum lögum, sér í lagi að lögum um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna og er nálgun sem eflir fjölskyldur í flóknu nútímasamfélagi. Til þess að vel takist til þarf að eiga sér stað almenn vitundarvakning og viðhorfsbreyting gagnvart barnavernd í samfélaginu, bæði hjá fagfólki, börnum, foreldrum og ekki síst almenningi. Nú er kominn tími til að „barnaverndargrýlan“ víki fyrir nútímalegri og manneskjulegri sýn á barnavernd. Oft var þörf en nú er nauðsyn. Höfundur starfar sem sérfræðingur hjá Barna og fjölskyldustofu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Barnavernd Mest lesið Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Sjá meira
Merki um öryggi (e. Signs of safety) er viðurkennt verklag í barnavernd sem miðar að því að valdefla börn og foreldra og draga úr þörf á íþyngjandi inngripum. Um er að ræða gagnreynda hugmyndafræði, verkfæri og samræmt verklag sem fagaðilar um allan heim nota með góðum árangri í þjónustu við börn og fjölskyldur. Á Íslandi starfa um það bil 140 fagaðilar í barnaverndarþjónustu í þágu barna og fjölskyldna. Þessi hópur leggur sig daglega fram við að aðstoða börn og fjölskyldur við að tryggja öryggi og vellíðan barna á heimilum. Öll börn eiga rétt á að lifa áhyggjulausu lífi og alast upp við þroskavænar aðstæður. Hlutverk barnaverndarfagfólks og annarra aðila sem tengjast fjölskyldunni er að leiða fjölskylduna áfram í átt að þessu markmiði. Áherslan er á fyrirbyggjandi stuðning og inngrip og þannig reyna að koma í veg fyrir að þörf verði á meira íþyngjandi inngripi og úrræðum. Í framkvæmdaáætlun stjórnvalda á sviði barnaverndar fyrir árin 2023-2027 eru fjölmörg atriði sem stjórnvöld hafa sett á oddinn í málefnum barna en allar þær aðgerðir miða að því að börn séu sett í öndvegi í allri nálgun og að tryggja réttindi þeirra. Meðal verkefna er að efla og bæta verklag í barnaverndarþjónustu, með því að innleiða Merki um öryggi í verklag í allri barnavernd á Íslandi. Undirbúningur hjá Barna- og fjölskyldustofu er hafinn og mun heildræn innleiðing í barnavernd og félagsþjónustu á hugmyndafræði Merkis um öryggi hefjast á árinu 2025. Gert er ráð fyrir þriggja ára innleiðingarferli og að á tímabilinu verði verklag og áhættumat um viðbrögð á sviði barnaverndar samræmt og innleitt á landsvísu. Með nálgun Merkis um öryggi er sérstök áhersla á að efla stuðningsnet fjölskyldna, sem og að efla foreldra í uppeldishlutverki sínu og þannig draga úr þörf á langtímavistunum utan heimilis. Nálgunin er tengsla- og öryggismiðuð barnavernd þróuð og skipulögð til þess að aðstoða fjölskyldur við að tryggja raunverulegt öryggi barna til langframa. Það er ávallt gert án þess að slá af kröfum um vellíðan og öryggi barna, með því að leggja áherslu á og upphefja styrkleika sem fyrir liggja í hverri og einni fjölskyldu og með því að virkja tengslanet fjölskyldna með markvissari hætti. Meginhugsunin í hugmyndafræði Merkis um öryggi er valdefling, virðing fyrir fólki og að fjölskyldan sjálf og stuðningsnetið í samvinnu við fagfólk, sé best til þess fallin að vinna að breytingum sem skapar öryggi fyrir börn í viðkomandi fjölskyldum. Þannig er lagt upp með að byggja á fyrirliggjandi styrkleikum fjölskyldunnar, með því að efla það sem vel er gert. Sérstök áhersla er á að foreldrar og börn viti nákvæmlega hvað þarf að gerast og hver á að gera hvað til þess að öryggi sé tryggt í fjölskyldunni, svo hægt sé að ljúka afskiptum hins opinbera af málefnum fjölskyldunnar. Fagfólk nýtir skýrt samræmt verklag til að vinna eftir, ásamt hagnýtum verkfærum til að nota í daglegu starfi með börnum og foreldrum. Væntingar standa til að hugmyndafræði Merkis um öryggi, verklag og verkfæri muni leiða til samræmis í allri barnaverndarvinnslu óháð búsetu barna og fjölskyldna. Hugmyndafræði og verklag Merki um öryggi fellur vel að íslenskum lögum, sér í lagi að lögum um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna og er nálgun sem eflir fjölskyldur í flóknu nútímasamfélagi. Til þess að vel takist til þarf að eiga sér stað almenn vitundarvakning og viðhorfsbreyting gagnvart barnavernd í samfélaginu, bæði hjá fagfólki, börnum, foreldrum og ekki síst almenningi. Nú er kominn tími til að „barnaverndargrýlan“ víki fyrir nútímalegri og manneskjulegri sýn á barnavernd. Oft var þörf en nú er nauðsyn. Höfundur starfar sem sérfræðingur hjá Barna og fjölskyldustofu.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar