„Þeir þekkja hann ekki og það er aðalvesenið“ Sindri Sverrisson skrifar 10. febrúar 2025 15:32 Sigurðar Ingimundarson á ærið verk fyrir höndum við að rétta af gengi Keflavíkur áður en það verður um seinan. vísir/Diego Strákarnir í GAZinu ræða í nýjasta þætti sínum um endurkomu Sigurðar Ingimundarsonar og áhrif hans á lið Keflavíkur sem valdið hefur svo miklum vonbrigðum í Bónus-deild karla í körfubolta í vetur. Þá velta þeir fyrir sér hvort að hinn magnaði Remy Martin gæti snúið aftur með Keflavík á næstunni. Pavel Ermolinskij og Helgi Már Magnússon fóru að vanda yfir víðan völl en beindu sjónum sínum sérstaklega að Keflavík sem er aðeins í 10. sæti Bónus-deildarinnar, eftir tap gegn ÍR í síðasta leik. Magnús Þór Gunnarsson stýrði Keflavík í þeim leik, eftir að Pétur Ingvarsson hætti fyrir viku, en nú hefur Sigurður, sem unnið hefur fjölda Íslandsmeistaratitla þó að nokkuð sé liðið síðan síðast, tekið við stjórnartaumunum. Vesenið á Keflvíkingum er orðið það mikið að KR-ingurinn Helgi vonast til þess að þeim takist einhvern veginn að rétta úr kútnum en Sigurður þarf þá að vinna hratt því aðeins fimm umferðir eru eftir fram að úrslitakeppni. „Okkar Siggi Ingimundar, sem við þekkjum, gamli landsliðs Siggi Ingimundar, það er maður sem einmitt labbar inn, sparkar upp hurðinni og keyrir menn í gang. Heldurðu að það sé að fara að ganga? Er of mikill tími liðinn frá því að Siggi Ingimundar var Siggi Ingimundar, til að hann geti núna labbað inn og gert þetta?“ spurði Pavel í GAZinu. Hægt er að hlusta á þáttinn hér að neðan en umræðan um Keflavík hefst eftir rúmar 14 mínútur. „Þú ert ekki að ganga inn í klefa með sterkan, íslenskan kjarna sem þekkir til Sigga. Þeir þekkja hann ekki og það er aðalvesenið,“ benti Helgi á og bætti við: „Ég ímynda mér að stjórn Keflavíkur hafi bara fengið nóg af því hvernig menn bera sig inni á vellinum. Keflvíkingar eiga ekki að vera litlir inni á vellinum, ég tala nú ekki um í Keflavík og gegn liði sem þeir „ættu“ að vinna. Menn voru ragir, kraftlitlir og að vorkenna sér. Stjórn Keflavíkur hefur bara sagt „stopp hér“. Menn gera sér grein fyrir því að þeir eru ekki að fara að verða Íslandsmeistarar en fjandinn hafi það, það þarf að berja eitthvað Keflavíkurlegt í þetta lið. „Svona eigið þið að spila sem Keflvíkingar.“ Ég held að Siggi Ingimundar sé tilvalinn í það.“ Gæti Remy Martin snúið aftur? Um leið og Sigurður kemur nú inn sem nýr þjálfari Keflavíkur þá hefur félagið losað sig við Jarell Reischel og Marek Dolezaj. GAZ-bræður veltu svo vöngum yfir því hvort að Keflavík myndi mögulega geta teflt hinum magnaða Remy Martin fram áður en þessi leiktíð er á enda. Hann hefur verið frá keppni síðan hann sleit hásin með því að renna til á auglýsingu á gólfinu í Smáranum í lok apríl á síðasta ári. „Þetta eru 9-12 mánaða meiðsli og hann er skráður í Keflavík. Ég ímynda mér að þeir þurfi bara að borga eitthvað gjald og þá megi hann spila. Myndir þú [taka Remy inn í liðið]?“ spurði Helgi og Pavel var fljótur til svars: „Ég myndi skoða það mjög alvarlega já. Þó það séu ekki nema 15 mínútur af Remy á annarri löpp. Geturðu hlaupið upp og niður í korter til tuttugu mínútur í leik? Komdu!“ Hér að ofan má hlusta á þáttinn í heild sinni. Þátturinn er aðgengilegur á helstu hlaðvarpsveitum. Bónus-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira
Pavel Ermolinskij og Helgi Már Magnússon fóru að vanda yfir víðan völl en beindu sjónum sínum sérstaklega að Keflavík sem er aðeins í 10. sæti Bónus-deildarinnar, eftir tap gegn ÍR í síðasta leik. Magnús Þór Gunnarsson stýrði Keflavík í þeim leik, eftir að Pétur Ingvarsson hætti fyrir viku, en nú hefur Sigurður, sem unnið hefur fjölda Íslandsmeistaratitla þó að nokkuð sé liðið síðan síðast, tekið við stjórnartaumunum. Vesenið á Keflvíkingum er orðið það mikið að KR-ingurinn Helgi vonast til þess að þeim takist einhvern veginn að rétta úr kútnum en Sigurður þarf þá að vinna hratt því aðeins fimm umferðir eru eftir fram að úrslitakeppni. „Okkar Siggi Ingimundar, sem við þekkjum, gamli landsliðs Siggi Ingimundar, það er maður sem einmitt labbar inn, sparkar upp hurðinni og keyrir menn í gang. Heldurðu að það sé að fara að ganga? Er of mikill tími liðinn frá því að Siggi Ingimundar var Siggi Ingimundar, til að hann geti núna labbað inn og gert þetta?“ spurði Pavel í GAZinu. Hægt er að hlusta á þáttinn hér að neðan en umræðan um Keflavík hefst eftir rúmar 14 mínútur. „Þú ert ekki að ganga inn í klefa með sterkan, íslenskan kjarna sem þekkir til Sigga. Þeir þekkja hann ekki og það er aðalvesenið,“ benti Helgi á og bætti við: „Ég ímynda mér að stjórn Keflavíkur hafi bara fengið nóg af því hvernig menn bera sig inni á vellinum. Keflvíkingar eiga ekki að vera litlir inni á vellinum, ég tala nú ekki um í Keflavík og gegn liði sem þeir „ættu“ að vinna. Menn voru ragir, kraftlitlir og að vorkenna sér. Stjórn Keflavíkur hefur bara sagt „stopp hér“. Menn gera sér grein fyrir því að þeir eru ekki að fara að verða Íslandsmeistarar en fjandinn hafi það, það þarf að berja eitthvað Keflavíkurlegt í þetta lið. „Svona eigið þið að spila sem Keflvíkingar.“ Ég held að Siggi Ingimundar sé tilvalinn í það.“ Gæti Remy Martin snúið aftur? Um leið og Sigurður kemur nú inn sem nýr þjálfari Keflavíkur þá hefur félagið losað sig við Jarell Reischel og Marek Dolezaj. GAZ-bræður veltu svo vöngum yfir því hvort að Keflavík myndi mögulega geta teflt hinum magnaða Remy Martin fram áður en þessi leiktíð er á enda. Hann hefur verið frá keppni síðan hann sleit hásin með því að renna til á auglýsingu á gólfinu í Smáranum í lok apríl á síðasta ári. „Þetta eru 9-12 mánaða meiðsli og hann er skráður í Keflavík. Ég ímynda mér að þeir þurfi bara að borga eitthvað gjald og þá megi hann spila. Myndir þú [taka Remy inn í liðið]?“ spurði Helgi og Pavel var fljótur til svars: „Ég myndi skoða það mjög alvarlega já. Þó það séu ekki nema 15 mínútur af Remy á annarri löpp. Geturðu hlaupið upp og niður í korter til tuttugu mínútur í leik? Komdu!“ Hér að ofan má hlusta á þáttinn í heild sinni. Þátturinn er aðgengilegur á helstu hlaðvarpsveitum.
Bónus-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira