Jón Halldórsson fyrstur í framboð til formanns HSÍ Ágúst Orri Arnarson skrifar 9. febrúar 2025 10:47 Jón Halldórsson er formaður handknattleiksdeildar Vals og eigandi KVAN. Jón Halldórsson, formaður handknattleiksdeildar Vals, hefur ákveðið að gefa kost á sér sem næsti formaður Handknattleikssambands Íslands. Hann er sá fyrsti sem lýsir yfir framboði. Kosið verður um formann á þingi HSÍ þann 5. apríl næstkomandi. Guðmundur B. Ólafsson hefur gegnt starfinu undanfarin tólf ár en tilkynnti á fimmtudag að hann myndi ekki gefa kost á sér til endurkjörs. Formaður er kosinn til tveggja ára í senn. Jón er sá fyrsti sem lýsir formlega yfir framboði. Það gerði hann á Facebook síðu sinni í morgun en handbolti.is greindi fyrst frá. Jón býr yfir mikilli reynslu úr heimi handboltans, hefur setið í stjórn deildarinnar hjá Val um langt árabil og er í dag starfandi formaður. „Þessi störf hafa sýnt mér hvað hægt er að gera með samhentu átaki og hvernig er hægt að vinna saman að því að ná metnaðarfullum markmiðum, markmiðum sem áður höfðu talist ólíkleg að nást. Það er allt hægt.” „Í gegnum árin hefur verið unnið mikið og gott starf hjá Handknattleikssambandinu og því fólki sem þar hefur staðið í stafni og lagt góðan grunn sem hægt er að byggja ofan á. Það er eitthvað sem við eigum að vera þakklát fyrir. Það eru allskyns tækifæri til þess að gera enn betur og við verðum að nýta öll þau tækifæri. Grunnurinn að því er öflugt handknattleikssamband sem leitt er áfram af einstaklingum með ástríðu og faglegan metnað sem vilja gera vel. Þetta er hópur sem ég vil leiða. Samvinna milli allra félagsliða, HSÍ og þessara einstaklinga er lykilatriði í þeirri vegferð. Ég ætla mér að stefna þessum aðilum saman þar sem að við setjum okkur sameiginleg markmið sem ein heild. Þar munum við tengjast betur, hlusta á hugmyndir hvors annars og nýta allt það afl, hugvit, reynslu og allar þær hugmyndir sem einstaklingar og hópar innan hreyfingarinnar hafa fram að færa.“ Skrifar Jón meðal annars á Facebook og telur einnig upp tíu áhersluatriði framboðsins. Jón og kona hans Anna Steinsen, stjórnarformaður UN Women, eru í eigendahópi mennta- og þjálfunarfyrirtækisins KVAN. Vanda Sigurgeirsdóttir, fyrrum formaður KSÍ, og Dr. Jakob Frímann Þorsteinsson eru einnig eigendur. Á heimasíðu fyrirtækisins segir að Jón sé menntaður íþróttakennari, lögreglumaður og vottaður ACC markþjálfi. Þjálfari á námskeiðum, stjórnendamarkþjálfi ásamt því að halda fyrirlestra. Fréttin hefur verið uppfærð. HSÍ Handbolti Valur Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Fleiri fréttir Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Sjá meira
Kosið verður um formann á þingi HSÍ þann 5. apríl næstkomandi. Guðmundur B. Ólafsson hefur gegnt starfinu undanfarin tólf ár en tilkynnti á fimmtudag að hann myndi ekki gefa kost á sér til endurkjörs. Formaður er kosinn til tveggja ára í senn. Jón er sá fyrsti sem lýsir formlega yfir framboði. Það gerði hann á Facebook síðu sinni í morgun en handbolti.is greindi fyrst frá. Jón býr yfir mikilli reynslu úr heimi handboltans, hefur setið í stjórn deildarinnar hjá Val um langt árabil og er í dag starfandi formaður. „Þessi störf hafa sýnt mér hvað hægt er að gera með samhentu átaki og hvernig er hægt að vinna saman að því að ná metnaðarfullum markmiðum, markmiðum sem áður höfðu talist ólíkleg að nást. Það er allt hægt.” „Í gegnum árin hefur verið unnið mikið og gott starf hjá Handknattleikssambandinu og því fólki sem þar hefur staðið í stafni og lagt góðan grunn sem hægt er að byggja ofan á. Það er eitthvað sem við eigum að vera þakklát fyrir. Það eru allskyns tækifæri til þess að gera enn betur og við verðum að nýta öll þau tækifæri. Grunnurinn að því er öflugt handknattleikssamband sem leitt er áfram af einstaklingum með ástríðu og faglegan metnað sem vilja gera vel. Þetta er hópur sem ég vil leiða. Samvinna milli allra félagsliða, HSÍ og þessara einstaklinga er lykilatriði í þeirri vegferð. Ég ætla mér að stefna þessum aðilum saman þar sem að við setjum okkur sameiginleg markmið sem ein heild. Þar munum við tengjast betur, hlusta á hugmyndir hvors annars og nýta allt það afl, hugvit, reynslu og allar þær hugmyndir sem einstaklingar og hópar innan hreyfingarinnar hafa fram að færa.“ Skrifar Jón meðal annars á Facebook og telur einnig upp tíu áhersluatriði framboðsins. Jón og kona hans Anna Steinsen, stjórnarformaður UN Women, eru í eigendahópi mennta- og þjálfunarfyrirtækisins KVAN. Vanda Sigurgeirsdóttir, fyrrum formaður KSÍ, og Dr. Jakob Frímann Þorsteinsson eru einnig eigendur. Á heimasíðu fyrirtækisins segir að Jón sé menntaður íþróttakennari, lögreglumaður og vottaður ACC markþjálfi. Þjálfari á námskeiðum, stjórnendamarkþjálfi ásamt því að halda fyrirlestra. Fréttin hefur verið uppfærð.
HSÍ Handbolti Valur Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Fleiri fréttir Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Sjá meira