Eureka! Auðvitað Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar 8. febrúar 2025 15:03 Allt í einu þar sem ég sit hér ein og er að hugsa um blessaðan flugvöllinn, þið vitið þennan þarna í Reykjavíkinni, sá ég lausnina á þessu öllu og vá þetta á sko eftir að spara þjóðina hellings af peningum. Staðreyndir í málinu (mýtur) og "lausnir og eða Ávinningur" 1. Ef flugvöllurinn verður færður þá hættir fólk að nota hann því það er ekki hagkvæmt og gengur ekki upp Lausn/ávinningur: nú ef það er málið þá lokum við honum bara og þurfum ekkert að byggja annan, sparar fullt af pening. 2. Veikt fólk utan að landi sem notar flugið til að sækja læknisþjónustu, flýgur fram og til baka sama dag, getur það ekki lengur. Lausn/ávinningur: það verður þá bara að flytja til Reykjavíkur enda nóg af íbúðum þar, og við spörum helling því við þurfum ekki lengur að borga niður ferðakostnað fyrir þau, 3. Þeir sem eru svo vitlausir að veikjast alvarlega eða slasa sig út á landi fá bara líknandi meðferð, enda tækist ekki að koma því á spítala í tæka tíð því það væri búið að loka flugvellinum. Lausn/ávinningur: Við spörum talsvert þar sem við þurfum ekki að lækna fólkið og það þarf ekki að leggjast inn á spítala, þá höfum við nóg pláss á spítalanum og það sparast allur sá peningur sem færi í læknisaðstoð og umönnun. 4. Það er mikið álag á aðstandendum að fylgja veikum eða slösuðum ástvin á spítala, þeir hafa áhyggjur af hvort hann lifi af, muni ná sér og hvernig framtíðin verði. Lausn/ávinningur: Ef ástvinurinn fær bara að deyja strax þá spörum við aðstandendum allt álagið og þeir geta bara byrjað að syrgja strax. 5. Það væri svo gott fyrir umhverfið og loftlagsmarkmiðin að loka þessum mengandi flugvelli. Lausn/ávinningur: Í stað þess að fljúga þarf fólk nú að keyra á stóru Bensín/Dísil bílunum sínum 400 til 650 km aðra leið og eru svo að menga á götum Reykjavíkur þegar þangað er komið. Einn persónulegur bara fyrir mig, fyrirgefið mér sjálfhverfnina. Ég hefði misst son minn ef ekki væri flugvöllur alveg við spítalann þegar hann slasaðist þegar hann var unglingur, ef ég hefði mist hann þá ætti ég ekki ömmustelpu né langömmu stráka. Hugsið ykkur hvað ég hefði sparað mikinn pening og væri alveg frjáls alein í heiminum. Já eins og þið sjáið þá er hellings sparnaður í þessu og fórnarkostnaðurinn lítill, hverjum er ekki sama um þetta landsbyggðar pakk hvort eð er. Hvers vegna vill það búa þar sem engin þjónusta er, eltandi rolluskjátur sem menga helling og slasa sig svo bara við það, miklu betra að búa í Reykjavík þar sem öll þjónusta er og hægt að kaupa matinn í Bónus og ef fólk vill endilega fara út á land nú þá er flugvöllur þar líka, HA! nei hann verður farin enda þarf ekki innanlandsflug ef engin býr lengur út á landi. Sniðugt ekki satt. OG við gætum gróðursett tré í Öskjuhlíðinni til minningar um alla þá sem var fórnað fyrir nokkur tré og fyrirhugað byggingarland, enda veitir ekki af að byggja meira ef allir af landsbyggðinni sem þurfa læknismeðferð þurfa að flytja til Reykjavíkur því flugvellinum var lokað.. Höfundur er kaldhæðin flugvallar og mannvinur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Guðmunda G. Guðmundsdóttir Mest lesið Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Allt í einu þar sem ég sit hér ein og er að hugsa um blessaðan flugvöllinn, þið vitið þennan þarna í Reykjavíkinni, sá ég lausnina á þessu öllu og vá þetta á sko eftir að spara þjóðina hellings af peningum. Staðreyndir í málinu (mýtur) og "lausnir og eða Ávinningur" 1. Ef flugvöllurinn verður færður þá hættir fólk að nota hann því það er ekki hagkvæmt og gengur ekki upp Lausn/ávinningur: nú ef það er málið þá lokum við honum bara og þurfum ekkert að byggja annan, sparar fullt af pening. 2. Veikt fólk utan að landi sem notar flugið til að sækja læknisþjónustu, flýgur fram og til baka sama dag, getur það ekki lengur. Lausn/ávinningur: það verður þá bara að flytja til Reykjavíkur enda nóg af íbúðum þar, og við spörum helling því við þurfum ekki lengur að borga niður ferðakostnað fyrir þau, 3. Þeir sem eru svo vitlausir að veikjast alvarlega eða slasa sig út á landi fá bara líknandi meðferð, enda tækist ekki að koma því á spítala í tæka tíð því það væri búið að loka flugvellinum. Lausn/ávinningur: Við spörum talsvert þar sem við þurfum ekki að lækna fólkið og það þarf ekki að leggjast inn á spítala, þá höfum við nóg pláss á spítalanum og það sparast allur sá peningur sem færi í læknisaðstoð og umönnun. 4. Það er mikið álag á aðstandendum að fylgja veikum eða slösuðum ástvin á spítala, þeir hafa áhyggjur af hvort hann lifi af, muni ná sér og hvernig framtíðin verði. Lausn/ávinningur: Ef ástvinurinn fær bara að deyja strax þá spörum við aðstandendum allt álagið og þeir geta bara byrjað að syrgja strax. 5. Það væri svo gott fyrir umhverfið og loftlagsmarkmiðin að loka þessum mengandi flugvelli. Lausn/ávinningur: Í stað þess að fljúga þarf fólk nú að keyra á stóru Bensín/Dísil bílunum sínum 400 til 650 km aðra leið og eru svo að menga á götum Reykjavíkur þegar þangað er komið. Einn persónulegur bara fyrir mig, fyrirgefið mér sjálfhverfnina. Ég hefði misst son minn ef ekki væri flugvöllur alveg við spítalann þegar hann slasaðist þegar hann var unglingur, ef ég hefði mist hann þá ætti ég ekki ömmustelpu né langömmu stráka. Hugsið ykkur hvað ég hefði sparað mikinn pening og væri alveg frjáls alein í heiminum. Já eins og þið sjáið þá er hellings sparnaður í þessu og fórnarkostnaðurinn lítill, hverjum er ekki sama um þetta landsbyggðar pakk hvort eð er. Hvers vegna vill það búa þar sem engin þjónusta er, eltandi rolluskjátur sem menga helling og slasa sig svo bara við það, miklu betra að búa í Reykjavík þar sem öll þjónusta er og hægt að kaupa matinn í Bónus og ef fólk vill endilega fara út á land nú þá er flugvöllur þar líka, HA! nei hann verður farin enda þarf ekki innanlandsflug ef engin býr lengur út á landi. Sniðugt ekki satt. OG við gætum gróðursett tré í Öskjuhlíðinni til minningar um alla þá sem var fórnað fyrir nokkur tré og fyrirhugað byggingarland, enda veitir ekki af að byggja meira ef allir af landsbyggðinni sem þurfa læknismeðferð þurfa að flytja til Reykjavíkur því flugvellinum var lokað.. Höfundur er kaldhæðin flugvallar og mannvinur.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar