Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson skrifar 7. febrúar 2025 14:17 Kjarasamningar kennara við ríki og sveitarfélög eru vandasamir enda gegnir stéttin framlínustörfum í velferð barna. Sveitarstjórnarfólk um allt land hefur beina hagsmuni af því að kjarasamningar náist við kennara sem fyrst, þar sem eðlilegt skólahald er undirstaða öflugs menntakerfis og velferðar barna. Þegar samningaviðræður fara í strand er brýnt að vita af hverju. Margt er á huldu um það hvað varð til þess að upp úr slitnaði. Það sem við vitum fyrir víst er að á laugardaginn barst kennurum óvænt tillaga að viðbót við tilboð ríkissáttasemjara. Ekki er vitað hvaðan sú tillaga kom né hver lagði hana til. Í viðtölum hefur formaður Sambands Íslenskra sveitarfélga staðfest að þessi óvænta viðbót við tillögu ríkissáttasmejara hafi gefið kennurum „vissu um að hægt væri að ganga lengra varðandi launahækkanir en fram kom í innanhústillögu sem Ástráður Haraldsson ríkissátasemjari lagði fram í kjaradeilunni“. (Sögðust hafa vissu um að hægt væri að ganga lengra). Við vitum einnig að Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasamband Íslands segist ekki hafa upplifað „heilindi“ í viðræðunum. Hann hefur sagt að í gang hafi farið: „...pólitískur hráskinnaleikur“ um seinustu helgi og að þeim hafi orðið ljóst að „...hugur fylgdi ekki máli í þeim setningum sem að forsætisráðherra og formaður sambandsins höfðu komið fram með...“ („Pólitískur hráskinnaleikur“ kom í veg fyrir samning). Ekki verður betur séð an að tillaga sú sem lögð var fram sem viðbót við tillögu ríkissáttasemjara hafi sprengt viðræður milli kennara og ríkis og sveitarfélaga. Engin hefur hingað til viljað upplýsa um hver lagði slíka tillögu fram né í hvers umboði það var gert. Það er sjálfsögð og eðlileg krafa að við hjá sveitarfélögunum fáum svör hvað þetta varðar. Ljóst er að allir vilja ljúka viðræðunum sem fyrst, en þar til það liggur fyrir hvað raunverulega gerðist um síðustu helgi, þegar samningar sprungu, verður áfram erfitt að ná lendingu. Sveitarstjórnarfólk eiga skýlausa kröfu á þá vitneskju. Ég hvet því stjórn sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasamband Íslands til að upplýsa okkur um það hver lagði tilgreinda tillögu fram og hvað var í henni fólgið? Höfundur er formaður sveitarstjórnarráðs Sjálfstæðisflokksins og formaður bæjarráðs Fjarðabyggðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnar Sigurðsson Kennaraverkfall 2024-25 Kjaramál Mest lesið Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Vegferð menntunar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Kjarasamningar kennara við ríki og sveitarfélög eru vandasamir enda gegnir stéttin framlínustörfum í velferð barna. Sveitarstjórnarfólk um allt land hefur beina hagsmuni af því að kjarasamningar náist við kennara sem fyrst, þar sem eðlilegt skólahald er undirstaða öflugs menntakerfis og velferðar barna. Þegar samningaviðræður fara í strand er brýnt að vita af hverju. Margt er á huldu um það hvað varð til þess að upp úr slitnaði. Það sem við vitum fyrir víst er að á laugardaginn barst kennurum óvænt tillaga að viðbót við tilboð ríkissáttasemjara. Ekki er vitað hvaðan sú tillaga kom né hver lagði hana til. Í viðtölum hefur formaður Sambands Íslenskra sveitarfélga staðfest að þessi óvænta viðbót við tillögu ríkissáttasmejara hafi gefið kennurum „vissu um að hægt væri að ganga lengra varðandi launahækkanir en fram kom í innanhústillögu sem Ástráður Haraldsson ríkissátasemjari lagði fram í kjaradeilunni“. (Sögðust hafa vissu um að hægt væri að ganga lengra). Við vitum einnig að Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasamband Íslands segist ekki hafa upplifað „heilindi“ í viðræðunum. Hann hefur sagt að í gang hafi farið: „...pólitískur hráskinnaleikur“ um seinustu helgi og að þeim hafi orðið ljóst að „...hugur fylgdi ekki máli í þeim setningum sem að forsætisráðherra og formaður sambandsins höfðu komið fram með...“ („Pólitískur hráskinnaleikur“ kom í veg fyrir samning). Ekki verður betur séð an að tillaga sú sem lögð var fram sem viðbót við tillögu ríkissáttasemjara hafi sprengt viðræður milli kennara og ríkis og sveitarfélaga. Engin hefur hingað til viljað upplýsa um hver lagði slíka tillögu fram né í hvers umboði það var gert. Það er sjálfsögð og eðlileg krafa að við hjá sveitarfélögunum fáum svör hvað þetta varðar. Ljóst er að allir vilja ljúka viðræðunum sem fyrst, en þar til það liggur fyrir hvað raunverulega gerðist um síðustu helgi, þegar samningar sprungu, verður áfram erfitt að ná lendingu. Sveitarstjórnarfólk eiga skýlausa kröfu á þá vitneskju. Ég hvet því stjórn sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasamband Íslands til að upplýsa okkur um það hver lagði tilgreinda tillögu fram og hvað var í henni fólgið? Höfundur er formaður sveitarstjórnarráðs Sjálfstæðisflokksins og formaður bæjarráðs Fjarðabyggðar.
Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: Skoðun
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: Skoðun