Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar 7. febrúar 2025 09:02 Stjórn Rithöfundasambands Íslands lýsir yfir stuðningi við leikara og dansara hjá Leikfélagi Reykjavíkur, og þá kröfu að störf þeirra verði metin að verðleikum. Allt frá því að Leikfélag Reykjavíkur sýndi í fyrsta sinn íslenskt leikverk árið 1903, Skipið sekkur eftir Indriða Einarsson, hafa listsköpun, velferð og hagsmunir íslenskra rithöfunda og sviðslistafólks farið saman. Leiklist og dans eru mikilvægar og verðmætar listgreinar sem krefjast menntunar, fórna og vinnu við að gæða sígild og ný listaverk lífi, vekja áhorfendur til umhugsunar, samkenndar og djúpra tilfinninga, sýna samfélag okkar og menningu stöðugt í nýju ljósi, og viðhalda siðmenningu í landinu. Stjórn RSÍ álítur með öllu ólíðandi að fagfólkið sem stendur bókstaflega í fremstu línu hins listræna starfs Borgarleikhússins skuli vera á lægri launum en sem nemur meðallaunum starfsfólks á skrifstofu Borgarleikhússins , enda er það í hróplegu ósamræmi við þann grundvöll sem starfsemi Leikfélags Reykjavíkur hefur byggst á frá upphafi. Fólk sem starfar við listir og skapandi greinar á sífellt erfiðara með að fá störf sín metin til launa. Mörg okkar hafa þurft að sjá á eftir stórum hluta tekjumöguleikanna í hendur milliliða og streymisveitna. Rithöfundar þekkja þetta af eigin raun, þar sem hljóðbækur hafa tekið yfir stóran hluta bókamarkaðarins. Höfundarréttargreiðslur af prentuðum bókum dragast saman á meðan streymisveitur á borð við Storytel eru reknar með stórgróða, en greiðslur til höfunda af hljóðbókahlustun eru skammarlega lágar. Stjórn RSÍ álítur að allar skapandi stéttir standi frammi fyrir sömu áskoruninni; að berjast fyrir tilvist sinni og afkomu gagnvart milliliðum, hvort sem þeir starfa hjá alþjóðlegum streymisveitum eða á skrifstofu Borgarleikhússins. Þjóðin fer ekki í leikhús til að sjá bókhaldið, hversu vel sem það kann að vera fært. Stjórn RSÍ hvetur stjórn Leikfélags Reykjavíkur til að rifja upp til hvers leikfélagið er starfrækt, og í hvaða tilgangi Borgarleikhúsið var byggt. Án listamanna væri þar lítið að sjá. Reykjavík 4. febrúar 2025 F.h. Stjórnar Rithöfundasambands Íslands Margrét Tryggvadóttir formaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Margrét Tryggvadóttir Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Sáttmáli okkar við þjóðina Oddný G. Harðardóttir Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Stjórn Rithöfundasambands Íslands lýsir yfir stuðningi við leikara og dansara hjá Leikfélagi Reykjavíkur, og þá kröfu að störf þeirra verði metin að verðleikum. Allt frá því að Leikfélag Reykjavíkur sýndi í fyrsta sinn íslenskt leikverk árið 1903, Skipið sekkur eftir Indriða Einarsson, hafa listsköpun, velferð og hagsmunir íslenskra rithöfunda og sviðslistafólks farið saman. Leiklist og dans eru mikilvægar og verðmætar listgreinar sem krefjast menntunar, fórna og vinnu við að gæða sígild og ný listaverk lífi, vekja áhorfendur til umhugsunar, samkenndar og djúpra tilfinninga, sýna samfélag okkar og menningu stöðugt í nýju ljósi, og viðhalda siðmenningu í landinu. Stjórn RSÍ álítur með öllu ólíðandi að fagfólkið sem stendur bókstaflega í fremstu línu hins listræna starfs Borgarleikhússins skuli vera á lægri launum en sem nemur meðallaunum starfsfólks á skrifstofu Borgarleikhússins , enda er það í hróplegu ósamræmi við þann grundvöll sem starfsemi Leikfélags Reykjavíkur hefur byggst á frá upphafi. Fólk sem starfar við listir og skapandi greinar á sífellt erfiðara með að fá störf sín metin til launa. Mörg okkar hafa þurft að sjá á eftir stórum hluta tekjumöguleikanna í hendur milliliða og streymisveitna. Rithöfundar þekkja þetta af eigin raun, þar sem hljóðbækur hafa tekið yfir stóran hluta bókamarkaðarins. Höfundarréttargreiðslur af prentuðum bókum dragast saman á meðan streymisveitur á borð við Storytel eru reknar með stórgróða, en greiðslur til höfunda af hljóðbókahlustun eru skammarlega lágar. Stjórn RSÍ álítur að allar skapandi stéttir standi frammi fyrir sömu áskoruninni; að berjast fyrir tilvist sinni og afkomu gagnvart milliliðum, hvort sem þeir starfa hjá alþjóðlegum streymisveitum eða á skrifstofu Borgarleikhússins. Þjóðin fer ekki í leikhús til að sjá bókhaldið, hversu vel sem það kann að vera fært. Stjórn RSÍ hvetur stjórn Leikfélags Reykjavíkur til að rifja upp til hvers leikfélagið er starfrækt, og í hvaða tilgangi Borgarleikhúsið var byggt. Án listamanna væri þar lítið að sjá. Reykjavík 4. febrúar 2025 F.h. Stjórnar Rithöfundasambands Íslands Margrét Tryggvadóttir formaður
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar