Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar 7. febrúar 2025 09:02 Stjórn Rithöfundasambands Íslands lýsir yfir stuðningi við leikara og dansara hjá Leikfélagi Reykjavíkur, og þá kröfu að störf þeirra verði metin að verðleikum. Allt frá því að Leikfélag Reykjavíkur sýndi í fyrsta sinn íslenskt leikverk árið 1903, Skipið sekkur eftir Indriða Einarsson, hafa listsköpun, velferð og hagsmunir íslenskra rithöfunda og sviðslistafólks farið saman. Leiklist og dans eru mikilvægar og verðmætar listgreinar sem krefjast menntunar, fórna og vinnu við að gæða sígild og ný listaverk lífi, vekja áhorfendur til umhugsunar, samkenndar og djúpra tilfinninga, sýna samfélag okkar og menningu stöðugt í nýju ljósi, og viðhalda siðmenningu í landinu. Stjórn RSÍ álítur með öllu ólíðandi að fagfólkið sem stendur bókstaflega í fremstu línu hins listræna starfs Borgarleikhússins skuli vera á lægri launum en sem nemur meðallaunum starfsfólks á skrifstofu Borgarleikhússins , enda er það í hróplegu ósamræmi við þann grundvöll sem starfsemi Leikfélags Reykjavíkur hefur byggst á frá upphafi. Fólk sem starfar við listir og skapandi greinar á sífellt erfiðara með að fá störf sín metin til launa. Mörg okkar hafa þurft að sjá á eftir stórum hluta tekjumöguleikanna í hendur milliliða og streymisveitna. Rithöfundar þekkja þetta af eigin raun, þar sem hljóðbækur hafa tekið yfir stóran hluta bókamarkaðarins. Höfundarréttargreiðslur af prentuðum bókum dragast saman á meðan streymisveitur á borð við Storytel eru reknar með stórgróða, en greiðslur til höfunda af hljóðbókahlustun eru skammarlega lágar. Stjórn RSÍ álítur að allar skapandi stéttir standi frammi fyrir sömu áskoruninni; að berjast fyrir tilvist sinni og afkomu gagnvart milliliðum, hvort sem þeir starfa hjá alþjóðlegum streymisveitum eða á skrifstofu Borgarleikhússins. Þjóðin fer ekki í leikhús til að sjá bókhaldið, hversu vel sem það kann að vera fært. Stjórn RSÍ hvetur stjórn Leikfélags Reykjavíkur til að rifja upp til hvers leikfélagið er starfrækt, og í hvaða tilgangi Borgarleikhúsið var byggt. Án listamanna væri þar lítið að sjá. Reykjavík 4. febrúar 2025 F.h. Stjórnar Rithöfundasambands Íslands Margrét Tryggvadóttir formaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason Skoðun Skoðun Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Sjá meira
Stjórn Rithöfundasambands Íslands lýsir yfir stuðningi við leikara og dansara hjá Leikfélagi Reykjavíkur, og þá kröfu að störf þeirra verði metin að verðleikum. Allt frá því að Leikfélag Reykjavíkur sýndi í fyrsta sinn íslenskt leikverk árið 1903, Skipið sekkur eftir Indriða Einarsson, hafa listsköpun, velferð og hagsmunir íslenskra rithöfunda og sviðslistafólks farið saman. Leiklist og dans eru mikilvægar og verðmætar listgreinar sem krefjast menntunar, fórna og vinnu við að gæða sígild og ný listaverk lífi, vekja áhorfendur til umhugsunar, samkenndar og djúpra tilfinninga, sýna samfélag okkar og menningu stöðugt í nýju ljósi, og viðhalda siðmenningu í landinu. Stjórn RSÍ álítur með öllu ólíðandi að fagfólkið sem stendur bókstaflega í fremstu línu hins listræna starfs Borgarleikhússins skuli vera á lægri launum en sem nemur meðallaunum starfsfólks á skrifstofu Borgarleikhússins , enda er það í hróplegu ósamræmi við þann grundvöll sem starfsemi Leikfélags Reykjavíkur hefur byggst á frá upphafi. Fólk sem starfar við listir og skapandi greinar á sífellt erfiðara með að fá störf sín metin til launa. Mörg okkar hafa þurft að sjá á eftir stórum hluta tekjumöguleikanna í hendur milliliða og streymisveitna. Rithöfundar þekkja þetta af eigin raun, þar sem hljóðbækur hafa tekið yfir stóran hluta bókamarkaðarins. Höfundarréttargreiðslur af prentuðum bókum dragast saman á meðan streymisveitur á borð við Storytel eru reknar með stórgróða, en greiðslur til höfunda af hljóðbókahlustun eru skammarlega lágar. Stjórn RSÍ álítur að allar skapandi stéttir standi frammi fyrir sömu áskoruninni; að berjast fyrir tilvist sinni og afkomu gagnvart milliliðum, hvort sem þeir starfa hjá alþjóðlegum streymisveitum eða á skrifstofu Borgarleikhússins. Þjóðin fer ekki í leikhús til að sjá bókhaldið, hversu vel sem það kann að vera fært. Stjórn RSÍ hvetur stjórn Leikfélags Reykjavíkur til að rifja upp til hvers leikfélagið er starfrækt, og í hvaða tilgangi Borgarleikhúsið var byggt. Án listamanna væri þar lítið að sjá. Reykjavík 4. febrúar 2025 F.h. Stjórnar Rithöfundasambands Íslands Margrét Tryggvadóttir formaður
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun