Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar 6. febrúar 2025 15:03 Kíktu þá á atvinnuvef Hafnarfjarðar. Það vantar ungt fólk með hreint sakavottorð til þess að sjá um forfallakennslu og „aðrar“ afleysingar í skólum bæjarins, það vantar allskonar fólk í allskonar störf á sviði menntunar og /eða uppeldi barna. Tilvalið tækifæri fyrir þig. En hvað með mig? Ég er kennari, með nám og námslán eftir því. Ég valdi starf í leikskóla af því það er skemmtilegasta, flóknasta, erfiðasta og eina starfið sem ég get hugsað mér. GAT hugsað mér. Ég hef unnið með fólki sem tekur að sér liðveislu barna í leikskólanum, þau gera þetta af ánægju og til að styðja fjölskyldur sem þurfa á því að halda. Ég starfa með fólki sem sækir námskeið í frítíma sínum til þess að auka þekkingu sína á þroska og umönnun barna, ég er ein af þeim. Þetta fólk/ég á fjölskyldur, börn, metnaðurinn fyrir starfinu er mikill. Samskipti, ég er deildarstjóri, ég þarf að hafa umsjón með starfinu sem á sér stað á deildinni. Fræða starfsfólk um það sem skiptir máli OG hvers vegna það skiptir máli. Ég svara foreldrum sem eru ósátt, sátt, í vandræðum með hegðun barns eða veikindi, langvarandi eða ekki. Skerðingar á líkama eða þroska, ef ég hef ekki svörin þá leita ég til sérfæðinga eða rannsókna um efnið. Ég geri mitt besta til að finna lausnir eða útbúa efni sem nýtist heima, heima hjá barninu fyrir foreldrana, ekki mig, þig. Ég geri þetta af ánægju. Gerði/geri?/mun gera?. Eurodyce gaf út skýrslu nú á dögunum þar sem borin eru saman gæði leikskólastarfs í löndum Evrópu. Þar segir meðal annars: „Samkvæmt greiningu skýrslunnar stendur íslenska leikskólakerfið styrkum fótum í evrópskum samanburði. Þar ber hæst að Ísland er með heildstæða námskrá fyrir leikskólastigið, góða lagalega- og stjórnsýslulega umgjörð sem meðal annars kveður á um háskólamenntun leikskólakennara. Að auki er þátttökuhlutfall barna hér á landi hátt í evrópskum samanburði, sérstaklega í eldri aldurshópum, og aðgengi barna í viðkvæmri stöðu að leikskóla er tryggt“. Ísland er með heildstæða námskrá, sem var yfirfarin nú á síðasta ári. Þetta er ekki að finna allstaðar. Þáttökuhlutfall hátt og börn í viðkvæmri stöðu með tryggt aðgengi. Og ég endurtek: „góða lagalega- og stjórnsýslulega umgjörð sem meðal annars kveður á um háskólamenntun leikskólakennara“ við komum vel út miðað við mörg önnur lönd… á pappír. En við auglýsum eftir fólki með hreint sakavottorð. Ég veit að samband íslenskra sveitafélaga stendur ekki uppi af fólki sem vill mér illt. Ég veit að það er flókið að reka bæjarfélög, ekki langar mig að gera það. En ég veit líka að það sem ég tekst á við daglega byggir upp fólkið sem mun sinna þessum störfum og byggja landið. „Á sandi byggði heimskur maður hús“ söng ég sem barn, ég vil ekki byggja á sandi en stundum eru möguleikarnir sem ég hef fáir. Auglýsendur, stjórnendur sveitafélaga gera lítið úr starfinu sem ég hef valið mér og mínum metnaði og minni umhyggju með því að neita að standa við gefin loforð. Meðal annars með því að halda í þá staðreynd að fólk með álíka menntun og ég fái betur greitt fyrir störf sín OG eru metin sem sérfræðingar á sínu sviði. Við viljum öll vera metin að verðleikum fyrir okkar starf. Í dag er ég ekki stolt af mínu sveitafélagi eða landi. En ég er stolt af leikskólanum mínum og því starfi sem við vinnum. Til hamingju með dag leikskólans kæra þjóð. Vilt þú vinna með framtíðinni? Höfundur er leikskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024-25 Hafnarfjörður Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Sjá meira
Kíktu þá á atvinnuvef Hafnarfjarðar. Það vantar ungt fólk með hreint sakavottorð til þess að sjá um forfallakennslu og „aðrar“ afleysingar í skólum bæjarins, það vantar allskonar fólk í allskonar störf á sviði menntunar og /eða uppeldi barna. Tilvalið tækifæri fyrir þig. En hvað með mig? Ég er kennari, með nám og námslán eftir því. Ég valdi starf í leikskóla af því það er skemmtilegasta, flóknasta, erfiðasta og eina starfið sem ég get hugsað mér. GAT hugsað mér. Ég hef unnið með fólki sem tekur að sér liðveislu barna í leikskólanum, þau gera þetta af ánægju og til að styðja fjölskyldur sem þurfa á því að halda. Ég starfa með fólki sem sækir námskeið í frítíma sínum til þess að auka þekkingu sína á þroska og umönnun barna, ég er ein af þeim. Þetta fólk/ég á fjölskyldur, börn, metnaðurinn fyrir starfinu er mikill. Samskipti, ég er deildarstjóri, ég þarf að hafa umsjón með starfinu sem á sér stað á deildinni. Fræða starfsfólk um það sem skiptir máli OG hvers vegna það skiptir máli. Ég svara foreldrum sem eru ósátt, sátt, í vandræðum með hegðun barns eða veikindi, langvarandi eða ekki. Skerðingar á líkama eða þroska, ef ég hef ekki svörin þá leita ég til sérfæðinga eða rannsókna um efnið. Ég geri mitt besta til að finna lausnir eða útbúa efni sem nýtist heima, heima hjá barninu fyrir foreldrana, ekki mig, þig. Ég geri þetta af ánægju. Gerði/geri?/mun gera?. Eurodyce gaf út skýrslu nú á dögunum þar sem borin eru saman gæði leikskólastarfs í löndum Evrópu. Þar segir meðal annars: „Samkvæmt greiningu skýrslunnar stendur íslenska leikskólakerfið styrkum fótum í evrópskum samanburði. Þar ber hæst að Ísland er með heildstæða námskrá fyrir leikskólastigið, góða lagalega- og stjórnsýslulega umgjörð sem meðal annars kveður á um háskólamenntun leikskólakennara. Að auki er þátttökuhlutfall barna hér á landi hátt í evrópskum samanburði, sérstaklega í eldri aldurshópum, og aðgengi barna í viðkvæmri stöðu að leikskóla er tryggt“. Ísland er með heildstæða námskrá, sem var yfirfarin nú á síðasta ári. Þetta er ekki að finna allstaðar. Þáttökuhlutfall hátt og börn í viðkvæmri stöðu með tryggt aðgengi. Og ég endurtek: „góða lagalega- og stjórnsýslulega umgjörð sem meðal annars kveður á um háskólamenntun leikskólakennara“ við komum vel út miðað við mörg önnur lönd… á pappír. En við auglýsum eftir fólki með hreint sakavottorð. Ég veit að samband íslenskra sveitafélaga stendur ekki uppi af fólki sem vill mér illt. Ég veit að það er flókið að reka bæjarfélög, ekki langar mig að gera það. En ég veit líka að það sem ég tekst á við daglega byggir upp fólkið sem mun sinna þessum störfum og byggja landið. „Á sandi byggði heimskur maður hús“ söng ég sem barn, ég vil ekki byggja á sandi en stundum eru möguleikarnir sem ég hef fáir. Auglýsendur, stjórnendur sveitafélaga gera lítið úr starfinu sem ég hef valið mér og mínum metnaði og minni umhyggju með því að neita að standa við gefin loforð. Meðal annars með því að halda í þá staðreynd að fólk með álíka menntun og ég fái betur greitt fyrir störf sín OG eru metin sem sérfræðingar á sínu sviði. Við viljum öll vera metin að verðleikum fyrir okkar starf. Í dag er ég ekki stolt af mínu sveitafélagi eða landi. En ég er stolt af leikskólanum mínum og því starfi sem við vinnum. Til hamingju með dag leikskólans kæra þjóð. Vilt þú vinna með framtíðinni? Höfundur er leikskólakennari.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun