Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar 6. febrúar 2025 15:03 Kíktu þá á atvinnuvef Hafnarfjarðar. Það vantar ungt fólk með hreint sakavottorð til þess að sjá um forfallakennslu og „aðrar“ afleysingar í skólum bæjarins, það vantar allskonar fólk í allskonar störf á sviði menntunar og /eða uppeldi barna. Tilvalið tækifæri fyrir þig. En hvað með mig? Ég er kennari, með nám og námslán eftir því. Ég valdi starf í leikskóla af því það er skemmtilegasta, flóknasta, erfiðasta og eina starfið sem ég get hugsað mér. GAT hugsað mér. Ég hef unnið með fólki sem tekur að sér liðveislu barna í leikskólanum, þau gera þetta af ánægju og til að styðja fjölskyldur sem þurfa á því að halda. Ég starfa með fólki sem sækir námskeið í frítíma sínum til þess að auka þekkingu sína á þroska og umönnun barna, ég er ein af þeim. Þetta fólk/ég á fjölskyldur, börn, metnaðurinn fyrir starfinu er mikill. Samskipti, ég er deildarstjóri, ég þarf að hafa umsjón með starfinu sem á sér stað á deildinni. Fræða starfsfólk um það sem skiptir máli OG hvers vegna það skiptir máli. Ég svara foreldrum sem eru ósátt, sátt, í vandræðum með hegðun barns eða veikindi, langvarandi eða ekki. Skerðingar á líkama eða þroska, ef ég hef ekki svörin þá leita ég til sérfæðinga eða rannsókna um efnið. Ég geri mitt besta til að finna lausnir eða útbúa efni sem nýtist heima, heima hjá barninu fyrir foreldrana, ekki mig, þig. Ég geri þetta af ánægju. Gerði/geri?/mun gera?. Eurodyce gaf út skýrslu nú á dögunum þar sem borin eru saman gæði leikskólastarfs í löndum Evrópu. Þar segir meðal annars: „Samkvæmt greiningu skýrslunnar stendur íslenska leikskólakerfið styrkum fótum í evrópskum samanburði. Þar ber hæst að Ísland er með heildstæða námskrá fyrir leikskólastigið, góða lagalega- og stjórnsýslulega umgjörð sem meðal annars kveður á um háskólamenntun leikskólakennara. Að auki er þátttökuhlutfall barna hér á landi hátt í evrópskum samanburði, sérstaklega í eldri aldurshópum, og aðgengi barna í viðkvæmri stöðu að leikskóla er tryggt“. Ísland er með heildstæða námskrá, sem var yfirfarin nú á síðasta ári. Þetta er ekki að finna allstaðar. Þáttökuhlutfall hátt og börn í viðkvæmri stöðu með tryggt aðgengi. Og ég endurtek: „góða lagalega- og stjórnsýslulega umgjörð sem meðal annars kveður á um háskólamenntun leikskólakennara“ við komum vel út miðað við mörg önnur lönd… á pappír. En við auglýsum eftir fólki með hreint sakavottorð. Ég veit að samband íslenskra sveitafélaga stendur ekki uppi af fólki sem vill mér illt. Ég veit að það er flókið að reka bæjarfélög, ekki langar mig að gera það. En ég veit líka að það sem ég tekst á við daglega byggir upp fólkið sem mun sinna þessum störfum og byggja landið. „Á sandi byggði heimskur maður hús“ söng ég sem barn, ég vil ekki byggja á sandi en stundum eru möguleikarnir sem ég hef fáir. Auglýsendur, stjórnendur sveitafélaga gera lítið úr starfinu sem ég hef valið mér og mínum metnaði og minni umhyggju með því að neita að standa við gefin loforð. Meðal annars með því að halda í þá staðreynd að fólk með álíka menntun og ég fái betur greitt fyrir störf sín OG eru metin sem sérfræðingar á sínu sviði. Við viljum öll vera metin að verðleikum fyrir okkar starf. Í dag er ég ekki stolt af mínu sveitafélagi eða landi. En ég er stolt af leikskólanum mínum og því starfi sem við vinnum. Til hamingju með dag leikskólans kæra þjóð. Vilt þú vinna með framtíðinni? Höfundur er leikskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024-25 Hafnarfjörður Mest lesið Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Á hlaupum undan ábyrgðinni Áslaug Friðriksdóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Sjá meira
Kíktu þá á atvinnuvef Hafnarfjarðar. Það vantar ungt fólk með hreint sakavottorð til þess að sjá um forfallakennslu og „aðrar“ afleysingar í skólum bæjarins, það vantar allskonar fólk í allskonar störf á sviði menntunar og /eða uppeldi barna. Tilvalið tækifæri fyrir þig. En hvað með mig? Ég er kennari, með nám og námslán eftir því. Ég valdi starf í leikskóla af því það er skemmtilegasta, flóknasta, erfiðasta og eina starfið sem ég get hugsað mér. GAT hugsað mér. Ég hef unnið með fólki sem tekur að sér liðveislu barna í leikskólanum, þau gera þetta af ánægju og til að styðja fjölskyldur sem þurfa á því að halda. Ég starfa með fólki sem sækir námskeið í frítíma sínum til þess að auka þekkingu sína á þroska og umönnun barna, ég er ein af þeim. Þetta fólk/ég á fjölskyldur, börn, metnaðurinn fyrir starfinu er mikill. Samskipti, ég er deildarstjóri, ég þarf að hafa umsjón með starfinu sem á sér stað á deildinni. Fræða starfsfólk um það sem skiptir máli OG hvers vegna það skiptir máli. Ég svara foreldrum sem eru ósátt, sátt, í vandræðum með hegðun barns eða veikindi, langvarandi eða ekki. Skerðingar á líkama eða þroska, ef ég hef ekki svörin þá leita ég til sérfæðinga eða rannsókna um efnið. Ég geri mitt besta til að finna lausnir eða útbúa efni sem nýtist heima, heima hjá barninu fyrir foreldrana, ekki mig, þig. Ég geri þetta af ánægju. Gerði/geri?/mun gera?. Eurodyce gaf út skýrslu nú á dögunum þar sem borin eru saman gæði leikskólastarfs í löndum Evrópu. Þar segir meðal annars: „Samkvæmt greiningu skýrslunnar stendur íslenska leikskólakerfið styrkum fótum í evrópskum samanburði. Þar ber hæst að Ísland er með heildstæða námskrá fyrir leikskólastigið, góða lagalega- og stjórnsýslulega umgjörð sem meðal annars kveður á um háskólamenntun leikskólakennara. Að auki er þátttökuhlutfall barna hér á landi hátt í evrópskum samanburði, sérstaklega í eldri aldurshópum, og aðgengi barna í viðkvæmri stöðu að leikskóla er tryggt“. Ísland er með heildstæða námskrá, sem var yfirfarin nú á síðasta ári. Þetta er ekki að finna allstaðar. Þáttökuhlutfall hátt og börn í viðkvæmri stöðu með tryggt aðgengi. Og ég endurtek: „góða lagalega- og stjórnsýslulega umgjörð sem meðal annars kveður á um háskólamenntun leikskólakennara“ við komum vel út miðað við mörg önnur lönd… á pappír. En við auglýsum eftir fólki með hreint sakavottorð. Ég veit að samband íslenskra sveitafélaga stendur ekki uppi af fólki sem vill mér illt. Ég veit að það er flókið að reka bæjarfélög, ekki langar mig að gera það. En ég veit líka að það sem ég tekst á við daglega byggir upp fólkið sem mun sinna þessum störfum og byggja landið. „Á sandi byggði heimskur maður hús“ söng ég sem barn, ég vil ekki byggja á sandi en stundum eru möguleikarnir sem ég hef fáir. Auglýsendur, stjórnendur sveitafélaga gera lítið úr starfinu sem ég hef valið mér og mínum metnaði og minni umhyggju með því að neita að standa við gefin loforð. Meðal annars með því að halda í þá staðreynd að fólk með álíka menntun og ég fái betur greitt fyrir störf sín OG eru metin sem sérfræðingar á sínu sviði. Við viljum öll vera metin að verðleikum fyrir okkar starf. Í dag er ég ekki stolt af mínu sveitafélagi eða landi. En ég er stolt af leikskólanum mínum og því starfi sem við vinnum. Til hamingju með dag leikskólans kæra þjóð. Vilt þú vinna með framtíðinni? Höfundur er leikskólakennari.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar