Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar 6. febrúar 2025 08:02 Um daginn leitaði til Húseigendafélagsins og mín íbúðareigandi sem var orðinn hundleiður á nágranna sínum, eins og gengur og gerist. Aðilarnir áttu saman tvíbýli, minn maður með 49% eignarhlut, en sá hundleiðinlegi 51%. Minnihlutaeigandinn var semsagt orðinn þreyttur á því að hinn, sem átti stærri eignarhlut, skákaði í því skjóli að „meirihlutinn ræður!“ þegar taka átti ákvarðanir í húsinu. Spurði hann mig hvort það gæti virkilega verið svo. Í lögum um fjöleignarhús er það meginregla að einfaldur meirihluti eigenda miðað við eignahlutföll hafi ákvörðunarvald í húsi. Þannig má nefna sem dæmi að nánast allt viðhald, viðgerðir og framkvæmdir sem teljast eðlilegar og nauðsynlegar krefjast samþykkis einfalds meirihluta. Ég þurfti því að tjá einstaklingnum að það væri einfaldlega svoleiðis að sá sem ætti meirihluta í húsinu hefði almennt séð yfirvald um hefðbundnar og venjulegar ákvarðanir. Í lögunum má hins vegar sjá undantekningar frá framangreindri meginreglu, til dæmis þegar gerð er krafa um aukinn meirihluta (2/3 hluta eigenda) eða krafa um samþykki allra. Í undantekningartilfellum getur það einnig átt við að ákvarðanir séu svoleiðis að ekki þurfi nema 25% samþykkishlutfall eigenda til þess að taka ákvörðun. Lögin taka til allra fjöleignarhúsa, hvort sem um er að ræða tvíbýli, þríbýli, raðhús eða stórhýsi. Það getur því komið upp einkennileg staða þegar um svokölluð fábýli ræðir, til dæmis tví- og þríbýli. Þannig getur einn eigandi ráðið yfir meira en 50% eignarhlut, og þar með haft í raun eindæmi um flestar ákvarðanir hússins. Mikilvæg úrræði eru í fjöleignarhúsalögum sem stemma stigu við slíkum einráðum. Þau endurspeglast einkum í þrenns konar tilliti: Aukinn meirihluta þarf til meiriháttar ákvarðana: Í lögunum eru tiltekin ýmis undantekningartilvik um hvenær krafist sé samþykkis umfram einfaldan meirihluta, ýmist 2/3 hluta eða samþykki allra. Í þessum tilfellum er ekki aðeins gerð krafa um samþykki 2/3 hluta miðað við eignarhlutföll, heldur einnig miðað við fjölda eigenda. Þannig er ljóst að í tvíbýli þar sem einn eigandi á 75% eignarhlut í húsi getur ekki tekið ákvarðanir að þessu leyti nema hinn eigandinn samþykki ákvörðunina fyrir sitt leyti einnig, því annars er skilyrði um 2/3 hluta miðað við fjölda eigenda ekki náð. Samþykki 2/3 hluta eigenda er til dæmis krafist þegar ákvörðun er tekin um: sölu eða leigu á óverulegum hluta sameignar, hunda- og kattahald, óverulegar breytingar á hagnýtingu sameignar, frávik frá reglum um skiptingu sameiginlegs kostnaðar, eða endurbætur, eða breytingar og nýjungar sem ganga verulega lengra og eru verulega dýrari og umfangsmeiri en venjulegt og nauðsynlegt viðhald. Samþykki allra eigenda þarf svo til dæmis til: breytinga á þinglýstri eignaskiptayfirlýsingu og hlutfallstölum, verulegra breytinga á hagnýtingu sameignar, eða byggingu, framkvæmda og endurbóta sem hafa í för með sér verulegar breytingar á sameign eða útliti húss. Ákvarðanir sem eru háðar samþykki einfalds meirihluta, bæði miðað við hlutfall og fjölda eigenda Í undantekningartilfellum þarf ekki aðeins samþykki einfalds meirihluta miðað við eignarhlutföll, heldur jafnframt miðað við fjölda eigenda. Þessar ákvarðanir eru til dæmis varðandi: samþykkt og setningu húsreglna, kjör til stjórnar húsfélags, eða framkvæmdir sem greiðast að jöfnu og rekstrar- og stjórnunarmálefni. Undantekningar að þessu leyti eru til þess fallnar að vernda eigendur minnihluta húss, til dæmis á þann hátt að eigandi sem á 70% eignarhlut í tvíbýli geti ekki einn síns liðs kosið sjálfan sig sem formann stjórnar í húsinu, samþykkt einn síns liðs húsreglur eða þröngvað sameiginlegum framkvæmdum upp á meðeiganda sinn, sem greiddar eru jöfnum kostnaði. Vegna reglunnar þyrfti hann ávallt samþykki hins eignarhlutans. Ákvarðanir sem eru háðar samþykki 25% eigenda Annað mikilvægt úrræði eigenda minnihluta í fjöleignarhúsum eru ákvarðanir sem gera ekki kröfu um einfaldan eða aukinn meirihluta. Minni hluti eigenda, sem þó nær að minnsta kosti 25% hluta, annaðhvort miðað við fjölda eða eignarhluta getur krafist þess: að hússjóður verði stofnaður til að standa straum af sameiginlegum útgjöldum (fjárhæð húsgjalda er hins vegar háð einföldum meirihluta). að endurskoðandi húsfélags sé löggiltur. að haldinn verði húsfundur um tiltekin málefni. Framangreindar reglur eru settar til þess að sporna við því að minni hluti eigenda verði kaffærður og að fjármál húsfélaga séu gagnsæ og í góðu horfi. Samandregið má telja að minnihlutaeigendur í fjöleignarhúsum séu ekki valdalausir með öllu, heldur eru þeir verndaðir í einhverju tilliti með framangreindum reglum. Fleiri reglur má finna í fjöleignarhúsalögum sem stuðla að aukinni vernd að þessu leyti. Dæmi um það eru reglur sem takmarka rétt (meirihluta)eiganda til að taka þátt í atkvæðagreiðslu um samninga eða málefni ef hann á sérstakra, persónulegra eða fjárhagslegra hagsmuna að gæta í málinu, svo og reglur sem takmarka vald húsfélags til þess að skerða ráðstöfunar- og umráðarétt íbúðareigenda umfram það sem leiðir af ákvæðum laganna eða eðli máls. Höfundur er framkvæmdastjóri Húseigendafélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fjölbýlishúsa Mest lesið Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Halldór 09.08.2025 Halldór Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Aukum faglegan stuðning í skólum borgarinnar Þorleifur Örn Gunnarsson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Næturstrætó um helgar í og úr Hafnarfirði Katrín Ósk Ásgeirsdóttir Skoðun Er nóg að starfsfólkið sé gott? Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Um daginn leitaði til Húseigendafélagsins og mín íbúðareigandi sem var orðinn hundleiður á nágranna sínum, eins og gengur og gerist. Aðilarnir áttu saman tvíbýli, minn maður með 49% eignarhlut, en sá hundleiðinlegi 51%. Minnihlutaeigandinn var semsagt orðinn þreyttur á því að hinn, sem átti stærri eignarhlut, skákaði í því skjóli að „meirihlutinn ræður!“ þegar taka átti ákvarðanir í húsinu. Spurði hann mig hvort það gæti virkilega verið svo. Í lögum um fjöleignarhús er það meginregla að einfaldur meirihluti eigenda miðað við eignahlutföll hafi ákvörðunarvald í húsi. Þannig má nefna sem dæmi að nánast allt viðhald, viðgerðir og framkvæmdir sem teljast eðlilegar og nauðsynlegar krefjast samþykkis einfalds meirihluta. Ég þurfti því að tjá einstaklingnum að það væri einfaldlega svoleiðis að sá sem ætti meirihluta í húsinu hefði almennt séð yfirvald um hefðbundnar og venjulegar ákvarðanir. Í lögunum má hins vegar sjá undantekningar frá framangreindri meginreglu, til dæmis þegar gerð er krafa um aukinn meirihluta (2/3 hluta eigenda) eða krafa um samþykki allra. Í undantekningartilfellum getur það einnig átt við að ákvarðanir séu svoleiðis að ekki þurfi nema 25% samþykkishlutfall eigenda til þess að taka ákvörðun. Lögin taka til allra fjöleignarhúsa, hvort sem um er að ræða tvíbýli, þríbýli, raðhús eða stórhýsi. Það getur því komið upp einkennileg staða þegar um svokölluð fábýli ræðir, til dæmis tví- og þríbýli. Þannig getur einn eigandi ráðið yfir meira en 50% eignarhlut, og þar með haft í raun eindæmi um flestar ákvarðanir hússins. Mikilvæg úrræði eru í fjöleignarhúsalögum sem stemma stigu við slíkum einráðum. Þau endurspeglast einkum í þrenns konar tilliti: Aukinn meirihluta þarf til meiriháttar ákvarðana: Í lögunum eru tiltekin ýmis undantekningartilvik um hvenær krafist sé samþykkis umfram einfaldan meirihluta, ýmist 2/3 hluta eða samþykki allra. Í þessum tilfellum er ekki aðeins gerð krafa um samþykki 2/3 hluta miðað við eignarhlutföll, heldur einnig miðað við fjölda eigenda. Þannig er ljóst að í tvíbýli þar sem einn eigandi á 75% eignarhlut í húsi getur ekki tekið ákvarðanir að þessu leyti nema hinn eigandinn samþykki ákvörðunina fyrir sitt leyti einnig, því annars er skilyrði um 2/3 hluta miðað við fjölda eigenda ekki náð. Samþykki 2/3 hluta eigenda er til dæmis krafist þegar ákvörðun er tekin um: sölu eða leigu á óverulegum hluta sameignar, hunda- og kattahald, óverulegar breytingar á hagnýtingu sameignar, frávik frá reglum um skiptingu sameiginlegs kostnaðar, eða endurbætur, eða breytingar og nýjungar sem ganga verulega lengra og eru verulega dýrari og umfangsmeiri en venjulegt og nauðsynlegt viðhald. Samþykki allra eigenda þarf svo til dæmis til: breytinga á þinglýstri eignaskiptayfirlýsingu og hlutfallstölum, verulegra breytinga á hagnýtingu sameignar, eða byggingu, framkvæmda og endurbóta sem hafa í för með sér verulegar breytingar á sameign eða útliti húss. Ákvarðanir sem eru háðar samþykki einfalds meirihluta, bæði miðað við hlutfall og fjölda eigenda Í undantekningartilfellum þarf ekki aðeins samþykki einfalds meirihluta miðað við eignarhlutföll, heldur jafnframt miðað við fjölda eigenda. Þessar ákvarðanir eru til dæmis varðandi: samþykkt og setningu húsreglna, kjör til stjórnar húsfélags, eða framkvæmdir sem greiðast að jöfnu og rekstrar- og stjórnunarmálefni. Undantekningar að þessu leyti eru til þess fallnar að vernda eigendur minnihluta húss, til dæmis á þann hátt að eigandi sem á 70% eignarhlut í tvíbýli geti ekki einn síns liðs kosið sjálfan sig sem formann stjórnar í húsinu, samþykkt einn síns liðs húsreglur eða þröngvað sameiginlegum framkvæmdum upp á meðeiganda sinn, sem greiddar eru jöfnum kostnaði. Vegna reglunnar þyrfti hann ávallt samþykki hins eignarhlutans. Ákvarðanir sem eru háðar samþykki 25% eigenda Annað mikilvægt úrræði eigenda minnihluta í fjöleignarhúsum eru ákvarðanir sem gera ekki kröfu um einfaldan eða aukinn meirihluta. Minni hluti eigenda, sem þó nær að minnsta kosti 25% hluta, annaðhvort miðað við fjölda eða eignarhluta getur krafist þess: að hússjóður verði stofnaður til að standa straum af sameiginlegum útgjöldum (fjárhæð húsgjalda er hins vegar háð einföldum meirihluta). að endurskoðandi húsfélags sé löggiltur. að haldinn verði húsfundur um tiltekin málefni. Framangreindar reglur eru settar til þess að sporna við því að minni hluti eigenda verði kaffærður og að fjármál húsfélaga séu gagnsæ og í góðu horfi. Samandregið má telja að minnihlutaeigendur í fjöleignarhúsum séu ekki valdalausir með öllu, heldur eru þeir verndaðir í einhverju tilliti með framangreindum reglum. Fleiri reglur má finna í fjöleignarhúsalögum sem stuðla að aukinni vernd að þessu leyti. Dæmi um það eru reglur sem takmarka rétt (meirihluta)eiganda til að taka þátt í atkvæðagreiðslu um samninga eða málefni ef hann á sérstakra, persónulegra eða fjárhagslegra hagsmuna að gæta í málinu, svo og reglur sem takmarka vald húsfélags til þess að skerða ráðstöfunar- og umráðarétt íbúðareigenda umfram það sem leiðir af ákvæðum laganna eða eðli máls. Höfundur er framkvæmdastjóri Húseigendafélagsins.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar