Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 31. janúar 2025 07:01 Víðir - sem hefur gefið út bókina Íslensk knattspyrnu um árabil - og Hreiðar Levý - sem varði á sínum tíma mark Íslands en selur nú fasteignir. Vísir/Vilhelm Hreiðar Levý Guðmundsson, fasteignasali og fyrrverandi landsliðsmaður Íslands í handbolta, gefur ekki mikið fyrir skrif Víðis Sigurðssonar hjá Morgunblaðinu þar sem hann ræðir aðkomu Gunnars Magnússonar að sigri Króatíu á Íslamdi á HM í handbolta. Eins og alþjóð veit nú vann Króatía sigur á Íslandi þegar þjóðirnar mættust í milliriðli á dögunum. Sigur Króatíu kostaði strákana okkar á endanum sæti í 8-liða úrslitum HM. Síðan hefur Króatía ekki litið um öxl og er nú komið alla leið í úrslit. Þá veit alþjóð einnig að Dagur Sigurðsson er þjálfari Króatíu og þá aðstoðaði Gunnar Magnússon, þjálfari í Olís-deild karla og fyrrverandi aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins, Dag í undirbúningnum. Það er aðkoma Gunnars sem Víðir skrifar um í Bakverðinum sem birtist að hluta til á vef mbl.is og í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins. Í pistli sínum fer Víðir yfir hvernig hann fékk símtal frá gömlum kunningja sem var ósáttur með þá staðreynd að Gunnar hafi aðstoðað Dag. Í pistlinum er ekkert sett út á Dag enda þjálfari Króatíu og hans starf að koma liðinu eins langt og mögulegt er. Gunnar líflegur á hliðarlínunni.Vísir/Anton Brink „Gunnar er hins vegar fyrrverandi aðstoðarþjálfari landsliðsins, er starfandi sem þjálfari Aftureldingar í dag og hefur þjálfað marga af landsliðsmönnunum,“ sagði kunninginn við Víði. Þorsteinn Leó Gunnarsson er svo nefndur til sögunnar sem einn af téðum mönnum sem Gunnar hefur þjálfað. Hann spilar í dag með Porto í Portúgal eftir að hafa spilað undir stjórn Gunnars hjá Aftureldingu. Kunninginn á svo að hafa sagt að Gunnar væri að svíkja land og þjóð með því að afhenda mótherjum Íslands innanhússupplýsingar um strákana okkar. Þetta tekur Víðir undir. „Eflaust er þarna um vinagreiða að ræða,“ segir Víðir en tekur fram að með tækni dagsins í dag hefði Dagur nú eflaust getað fengið sömu upplýsingar annarsstaðar frá. Víðir setur hins vegar „spurningu við siðferðið. Vissulega er handbolti bara leikur. En yrðum við sátt ef fyrrverandi aðstoðarmaður utanríkisráðherra myndi gera úttekt á varnarmálum Íslands fyrir óvinveitta þjóð?“ „Vissulega er handbolti bara leikur. En yrðum við sátt ef fyrrverandi aðstoðarmaður utanríkisráðherra myndi gera úttekt á varnarmálum Íslands fyrir óvinveitta þjóð?“ https://t.co/0YgFXkHNLY— mbl.is SPORT (@mblsport) January 30, 2025 Hreiðar Levý tjáði sig um pistilinn á Facebook-síðu sinni: „Einhver alversti pistill sem ég hef lesið og verið að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar. Bad looser tekinn í nýjar hæðir,“ skrifar Hreiðar Leví og hélt áfram. „Skora á Víði og mbl að eyða þessum pistli og biðja viðkomandi formlega afsökunar. Annars góður og mikið vona ég að þeir félagar geri Króatíu að heimsmeisturum.“ Fjöldi fólks tekur undir með Hreiðari Leví í kommentakarfinu. Þar á má til að mynda nefna Halldór Jóhann Sigfússon og Díönu Guðjónsdóttur, bæði handboltaþjálfarar, sem og Elliða Vignisson, bæjarstjóra Ölfuss. Handbolti HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Mest lesið Fulltrúi Íslands í áfalli eftir aðalfund sem fór í háaloft: „Eins og eldur í púðurtunnu“ Sport Þeir bestu (1. sæti): Afrekaði allt Íslenski boltinn Enginn labbaði meira en verðandi leikmaður Man United Enski boltinn Þeir bestu (2. sæti): Hæglæti en heljarinnar ferill Íslenski boltinn Kolli stígur aftur inn í hringinn: „Getur enginn verið ósigraður að eilífu“ Sport Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal Fótbolti Í beinni: Vestri - Víkingur | Toppslagur á Ísafirði Íslenski boltinn „Við sjáum okkur ekki sem körfuboltinn á móti fótboltanum“ Íslenski boltinn KR kaupir ungan og efnilegan leikmann Njarðvíkur Íslenski boltinn Tah til Bayern og sögulegt lið Leverkusen að sundrast Fótbolti Fleiri fréttir Magdeburg á toppinn eftir enn einn stórleikinn hjá Ómari og Gísla „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Anton og Jónas dæma á úrslitahelgi Meistaradeildarinnar Viktor Gísli og Wisla Plock með yfirhöndina í úrslitaeinvíginu Hannes fær Íslandsmeistara til Austurríkis Myndaveisla: Valskonur Íslandsmeistarar þriðja árið í röð „Erum búin að vera í fimm úrslitaleikjum“ „Þvílík vegferð sem þetta er búið að vera“ „Þær vinna þetta Íslandsmót sanngjarnt“ „Hefði ekki verið hægt að skrifa þennan endi“ Gerir ekki upp á milli Arons og Óla Stef: „Verður mikill söknuður af honum“ Uppgjörið: Valur - Haukar 30-25 | Íslandsmeistarar þriðja árið í röð Alltaf markmiðið að verða Íslandsmeistari Goðsagnir senda Aroni kveðjur: „Einn besti leikmaður allra tíma“ „Stórmannlegt“ af Aroni sem hafi tekið rétta ákvörðun Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Óðinn Þór skoraði ellefu og tryggði þriðja titilinn Átján mörk frá Ómari og Gísla í stórsigri Magdeburg Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Sjá meira
Eins og alþjóð veit nú vann Króatía sigur á Íslandi þegar þjóðirnar mættust í milliriðli á dögunum. Sigur Króatíu kostaði strákana okkar á endanum sæti í 8-liða úrslitum HM. Síðan hefur Króatía ekki litið um öxl og er nú komið alla leið í úrslit. Þá veit alþjóð einnig að Dagur Sigurðsson er þjálfari Króatíu og þá aðstoðaði Gunnar Magnússon, þjálfari í Olís-deild karla og fyrrverandi aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins, Dag í undirbúningnum. Það er aðkoma Gunnars sem Víðir skrifar um í Bakverðinum sem birtist að hluta til á vef mbl.is og í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins. Í pistli sínum fer Víðir yfir hvernig hann fékk símtal frá gömlum kunningja sem var ósáttur með þá staðreynd að Gunnar hafi aðstoðað Dag. Í pistlinum er ekkert sett út á Dag enda þjálfari Króatíu og hans starf að koma liðinu eins langt og mögulegt er. Gunnar líflegur á hliðarlínunni.Vísir/Anton Brink „Gunnar er hins vegar fyrrverandi aðstoðarþjálfari landsliðsins, er starfandi sem þjálfari Aftureldingar í dag og hefur þjálfað marga af landsliðsmönnunum,“ sagði kunninginn við Víði. Þorsteinn Leó Gunnarsson er svo nefndur til sögunnar sem einn af téðum mönnum sem Gunnar hefur þjálfað. Hann spilar í dag með Porto í Portúgal eftir að hafa spilað undir stjórn Gunnars hjá Aftureldingu. Kunninginn á svo að hafa sagt að Gunnar væri að svíkja land og þjóð með því að afhenda mótherjum Íslands innanhússupplýsingar um strákana okkar. Þetta tekur Víðir undir. „Eflaust er þarna um vinagreiða að ræða,“ segir Víðir en tekur fram að með tækni dagsins í dag hefði Dagur nú eflaust getað fengið sömu upplýsingar annarsstaðar frá. Víðir setur hins vegar „spurningu við siðferðið. Vissulega er handbolti bara leikur. En yrðum við sátt ef fyrrverandi aðstoðarmaður utanríkisráðherra myndi gera úttekt á varnarmálum Íslands fyrir óvinveitta þjóð?“ „Vissulega er handbolti bara leikur. En yrðum við sátt ef fyrrverandi aðstoðarmaður utanríkisráðherra myndi gera úttekt á varnarmálum Íslands fyrir óvinveitta þjóð?“ https://t.co/0YgFXkHNLY— mbl.is SPORT (@mblsport) January 30, 2025 Hreiðar Levý tjáði sig um pistilinn á Facebook-síðu sinni: „Einhver alversti pistill sem ég hef lesið og verið að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar. Bad looser tekinn í nýjar hæðir,“ skrifar Hreiðar Leví og hélt áfram. „Skora á Víði og mbl að eyða þessum pistli og biðja viðkomandi formlega afsökunar. Annars góður og mikið vona ég að þeir félagar geri Króatíu að heimsmeisturum.“ Fjöldi fólks tekur undir með Hreiðari Leví í kommentakarfinu. Þar á má til að mynda nefna Halldór Jóhann Sigfússon og Díönu Guðjónsdóttur, bæði handboltaþjálfarar, sem og Elliða Vignisson, bæjarstjóra Ölfuss.
Handbolti HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Mest lesið Fulltrúi Íslands í áfalli eftir aðalfund sem fór í háaloft: „Eins og eldur í púðurtunnu“ Sport Þeir bestu (1. sæti): Afrekaði allt Íslenski boltinn Enginn labbaði meira en verðandi leikmaður Man United Enski boltinn Þeir bestu (2. sæti): Hæglæti en heljarinnar ferill Íslenski boltinn Kolli stígur aftur inn í hringinn: „Getur enginn verið ósigraður að eilífu“ Sport Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal Fótbolti Í beinni: Vestri - Víkingur | Toppslagur á Ísafirði Íslenski boltinn „Við sjáum okkur ekki sem körfuboltinn á móti fótboltanum“ Íslenski boltinn KR kaupir ungan og efnilegan leikmann Njarðvíkur Íslenski boltinn Tah til Bayern og sögulegt lið Leverkusen að sundrast Fótbolti Fleiri fréttir Magdeburg á toppinn eftir enn einn stórleikinn hjá Ómari og Gísla „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Anton og Jónas dæma á úrslitahelgi Meistaradeildarinnar Viktor Gísli og Wisla Plock með yfirhöndina í úrslitaeinvíginu Hannes fær Íslandsmeistara til Austurríkis Myndaveisla: Valskonur Íslandsmeistarar þriðja árið í röð „Erum búin að vera í fimm úrslitaleikjum“ „Þvílík vegferð sem þetta er búið að vera“ „Þær vinna þetta Íslandsmót sanngjarnt“ „Hefði ekki verið hægt að skrifa þennan endi“ Gerir ekki upp á milli Arons og Óla Stef: „Verður mikill söknuður af honum“ Uppgjörið: Valur - Haukar 30-25 | Íslandsmeistarar þriðja árið í röð Alltaf markmiðið að verða Íslandsmeistari Goðsagnir senda Aroni kveðjur: „Einn besti leikmaður allra tíma“ „Stórmannlegt“ af Aroni sem hafi tekið rétta ákvörðun Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Óðinn Þór skoraði ellefu og tryggði þriðja titilinn Átján mörk frá Ómari og Gísla í stórsigri Magdeburg Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Sjá meira