Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar 30. janúar 2025 09:01 Inntökuprófið í læknisfræði og sjúkraþjálfunarfræði er með stærri prófum sem haldin eru á Íslandi. Alls mættu 363 manns árið 2024 í inntökuprófið í þeirri von um að fá brautargengi í virtu og góðu námi við Háskóla Íslands. Það liggur í augum uppi að baráttan er ansi hörð, þar sem aðeins eru um 110 sæti í boði, 75 í læknisfræði og 35 í sjúkraþjálfunarfræði. Eins og próftökunni var háttað þá þurftu próftakar að ferðast til Reykjavíkur til þess að þreyta prófið. Prófinu er skipt upp í sex hluta og þeir teknir á tveimur dögum. Ekki nóg með það að nemar á landsbyggðinni þurfi að standa straum af ferða- og öðrum tilfallandi kostnaði og verða sér úti um gistingu, þá eru einnig til þess dæmi að hópar fólks hreinlega missi af inntökuprófinu vegna veðurfars og niðurfelldum flugferðum. Prófið er staðpróf sem lagt er fyrir í rafræna prófakerfinu Inspera og því er hægt að heimfæra það hvar sem er, svo lengi sem prófverðir og viðeigandi aðstaða séu til staðar. Er ekki borðliggjandi að halda prófið víðar en í höfuðborginni? Þann 12. nóvember síðastliðin samþykkti Stúdentaráð Háskóla Íslands tillögu mína þess efnis að Stúdentaráð ætti að beita sér fyrir því að haldið verður inntökupróf í læknisfræði og sjúkraþjálfunarfræði á fleiri stöðum en í Reykjavík. Henni var fylgt eftir af skrifstofu Stúdentaráði Háskóla Íslands undir stjórn Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta, og því er fagnaðarerindi að greina frá því að nú í vor verður inntökupróf í læknisfræði og sjúkraþjálfunarfræði einnig haldið á Akureyri. Þetta er gríðarstór sigur fyrir réttindabaráttu stúdenta en hvergi nærri fullnaðarsigur. Enn eru margir sem þurfa að standa í ferðalögum og greiða vænar upphæðir til þess að elta draumana sína. Vaka og ég munum áfram beita okkur fyrir því að inntökuprófin verði víðar. Staðir á borð við Ísafjörð, Egilsstaði og Höfn í Hornafirði hafa reynslu af því að veita háskólaþjónustu og að sjá um prófaumsýslu í samstarfi við Háskóla Íslands. Það er mönnunarvandi á heilbrigðisstofnunum á landsbyggðinni, af hverju erum við ekki að sækja þetta fólk þar sem það býr? Það að inntökuprófið verði næst bæði haldið á Akureyri og í Reykjavík er stór sigur fyrir stúdenta á landsbyggðinni og verður markið sett á að prófið verði haldið víðar í framtíðinni. Þetta er enn eitt dæmið um það að Vaka virkar, og við vökuliðar munum halda áfram að berjast fyrir raunverulegum og áþreifanlegum hagsmunum stúdenta. Höfundur er sviðsráðsforseti heilbrigðisvísindasviðs og situr í stúdentaráði Háskóla Íslands fyrir Vöku – félag lýðræðissinnaðra stúdenta Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Háskólar Mest lesið Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Halldór 06.09.2025 Halldór Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Inntökuprófið í læknisfræði og sjúkraþjálfunarfræði er með stærri prófum sem haldin eru á Íslandi. Alls mættu 363 manns árið 2024 í inntökuprófið í þeirri von um að fá brautargengi í virtu og góðu námi við Háskóla Íslands. Það liggur í augum uppi að baráttan er ansi hörð, þar sem aðeins eru um 110 sæti í boði, 75 í læknisfræði og 35 í sjúkraþjálfunarfræði. Eins og próftökunni var háttað þá þurftu próftakar að ferðast til Reykjavíkur til þess að þreyta prófið. Prófinu er skipt upp í sex hluta og þeir teknir á tveimur dögum. Ekki nóg með það að nemar á landsbyggðinni þurfi að standa straum af ferða- og öðrum tilfallandi kostnaði og verða sér úti um gistingu, þá eru einnig til þess dæmi að hópar fólks hreinlega missi af inntökuprófinu vegna veðurfars og niðurfelldum flugferðum. Prófið er staðpróf sem lagt er fyrir í rafræna prófakerfinu Inspera og því er hægt að heimfæra það hvar sem er, svo lengi sem prófverðir og viðeigandi aðstaða séu til staðar. Er ekki borðliggjandi að halda prófið víðar en í höfuðborginni? Þann 12. nóvember síðastliðin samþykkti Stúdentaráð Háskóla Íslands tillögu mína þess efnis að Stúdentaráð ætti að beita sér fyrir því að haldið verður inntökupróf í læknisfræði og sjúkraþjálfunarfræði á fleiri stöðum en í Reykjavík. Henni var fylgt eftir af skrifstofu Stúdentaráði Háskóla Íslands undir stjórn Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta, og því er fagnaðarerindi að greina frá því að nú í vor verður inntökupróf í læknisfræði og sjúkraþjálfunarfræði einnig haldið á Akureyri. Þetta er gríðarstór sigur fyrir réttindabaráttu stúdenta en hvergi nærri fullnaðarsigur. Enn eru margir sem þurfa að standa í ferðalögum og greiða vænar upphæðir til þess að elta draumana sína. Vaka og ég munum áfram beita okkur fyrir því að inntökuprófin verði víðar. Staðir á borð við Ísafjörð, Egilsstaði og Höfn í Hornafirði hafa reynslu af því að veita háskólaþjónustu og að sjá um prófaumsýslu í samstarfi við Háskóla Íslands. Það er mönnunarvandi á heilbrigðisstofnunum á landsbyggðinni, af hverju erum við ekki að sækja þetta fólk þar sem það býr? Það að inntökuprófið verði næst bæði haldið á Akureyri og í Reykjavík er stór sigur fyrir stúdenta á landsbyggðinni og verður markið sett á að prófið verði haldið víðar í framtíðinni. Þetta er enn eitt dæmið um það að Vaka virkar, og við vökuliðar munum halda áfram að berjast fyrir raunverulegum og áþreifanlegum hagsmunum stúdenta. Höfundur er sviðsráðsforseti heilbrigðisvísindasviðs og situr í stúdentaráði Háskóla Íslands fyrir Vöku – félag lýðræðissinnaðra stúdenta
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun