Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar 30. janúar 2025 07:31 Það styttist í næstu stýrivaxtaákvörðun Seðlabankans en seðlabankastjóri sagði í byrjun desember síðastliðnum að fjármálakerfið stæði traustum fótum og staða bankanna væri sterk. Á sama tíma sagðist seðlabankastjóri vera bjartsýnn á horfur á fasteignamarkaði þar sem eignum væri að fjölga og nýjar eignir væru að koma á markað. Þrátt fyrir það er alveg ljóst að háir vextir hafa haft neikvæð áhrif á húsnæðismarkaðinn, bæði hjá byggjendum og væntanlegum kaupendum. Við erum ekki að byggja nóg samkvæmt öllum tölum og hert lánþegaskilyrði hafa gert kaupendum erfitt með að standast greiðslumat. Á sama tíma er fólki svo gert að borga himinháa leigu. Þversögnin í þessu er mikil. Nú er Seðlabankinn loks farinn að horfa til þess að slaka á skilyrðum til fyrstu kaupenda og það er mikilvægt í ljósi stöðunnar að slíkt verði gert. Metnaðarfull áform og stuðningur fyrir sveitarfélög Það er ánægjulegt að ný ríkisstjórn hafi metnaðarfull markmið þegar kemur að aðgerðum á húsnæðismarkaði þar sem hún ætlar sér sérstaklega að hvetja til aðkomu lífeyrissjóða á húsnæðismarkaðinn. Lífeyrissjóðir fengu auknar heimildir frá Alþingi á síðasta kjörtímabili sem gaf þeim aukið svigrúm til að fjárfesta í félögum þar sem meginstarfsemin er langtímaleiga íbúðarhúsnæðis til einstaklinga. Undirritaður var framsögumaður þess máls og hef fulla trú á því að það muni nú styðja stjórnvöld í því verkefni að byggja upp heilbrigðari leigumarkað en hér hefur verið með meira öryggi og fyrirsjáanleika fyrir fólk. Því til viðbótar ætlar ríkisstjórnin að hvetja til byggingar á nýjum íbúðahverfum, svo sem með heildstæðum samningum við sveitarfélög um lóðaframboð og innviðauppbyggingu. Þetta er sérstaklega ánægjulegt, því ég hef mikinn skilning á því að sveitarstjórnarfólk hafi áhyggjur af þeim innviðakostnaði sem fylgir uppbyggingu nýrra hverfa fyrir nýja íbúa. Þær áhyggjur mega þó ekki lenda ofan á í því stóra verkefni sem er annars vegar að tryggja fólki og fjölskyldum þak yfir höfuðið og hins vegar að tryggja efnahagslegan stöðugleika til framtíðar. Hér þurfa kjörnir fulltrúar hvar sem þeir sitja að vera vel undirbúnir og láta verkin tala. Það eru til svæði til uppbyggingar nýrra hverfa sem hægt er að hefja vinnu við, en samhliða þarf að tryggja ný svæði utan núverandi vaxtarmarka á höfuðborgarsvæðinu. Það tryggir aðkomu allra sveitarfélaga að þessu verkefni. Vinnum hratt og komum okkur út úr þessari vondu stöðu sem hefur áhrif á allt og alla. Höfundur er frv. þingmaður og núverandi eigandi af Vissa ráðgjöf ehf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Bjarni Garðarsson Seðlabankinn Mest lesið Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Á hlaupum undan ábyrgðinni Áslaug Friðriksdóttir Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Sjá meira
Það styttist í næstu stýrivaxtaákvörðun Seðlabankans en seðlabankastjóri sagði í byrjun desember síðastliðnum að fjármálakerfið stæði traustum fótum og staða bankanna væri sterk. Á sama tíma sagðist seðlabankastjóri vera bjartsýnn á horfur á fasteignamarkaði þar sem eignum væri að fjölga og nýjar eignir væru að koma á markað. Þrátt fyrir það er alveg ljóst að háir vextir hafa haft neikvæð áhrif á húsnæðismarkaðinn, bæði hjá byggjendum og væntanlegum kaupendum. Við erum ekki að byggja nóg samkvæmt öllum tölum og hert lánþegaskilyrði hafa gert kaupendum erfitt með að standast greiðslumat. Á sama tíma er fólki svo gert að borga himinháa leigu. Þversögnin í þessu er mikil. Nú er Seðlabankinn loks farinn að horfa til þess að slaka á skilyrðum til fyrstu kaupenda og það er mikilvægt í ljósi stöðunnar að slíkt verði gert. Metnaðarfull áform og stuðningur fyrir sveitarfélög Það er ánægjulegt að ný ríkisstjórn hafi metnaðarfull markmið þegar kemur að aðgerðum á húsnæðismarkaði þar sem hún ætlar sér sérstaklega að hvetja til aðkomu lífeyrissjóða á húsnæðismarkaðinn. Lífeyrissjóðir fengu auknar heimildir frá Alþingi á síðasta kjörtímabili sem gaf þeim aukið svigrúm til að fjárfesta í félögum þar sem meginstarfsemin er langtímaleiga íbúðarhúsnæðis til einstaklinga. Undirritaður var framsögumaður þess máls og hef fulla trú á því að það muni nú styðja stjórnvöld í því verkefni að byggja upp heilbrigðari leigumarkað en hér hefur verið með meira öryggi og fyrirsjáanleika fyrir fólk. Því til viðbótar ætlar ríkisstjórnin að hvetja til byggingar á nýjum íbúðahverfum, svo sem með heildstæðum samningum við sveitarfélög um lóðaframboð og innviðauppbyggingu. Þetta er sérstaklega ánægjulegt, því ég hef mikinn skilning á því að sveitarstjórnarfólk hafi áhyggjur af þeim innviðakostnaði sem fylgir uppbyggingu nýrra hverfa fyrir nýja íbúa. Þær áhyggjur mega þó ekki lenda ofan á í því stóra verkefni sem er annars vegar að tryggja fólki og fjölskyldum þak yfir höfuðið og hins vegar að tryggja efnahagslegan stöðugleika til framtíðar. Hér þurfa kjörnir fulltrúar hvar sem þeir sitja að vera vel undirbúnir og láta verkin tala. Það eru til svæði til uppbyggingar nýrra hverfa sem hægt er að hefja vinnu við, en samhliða þarf að tryggja ný svæði utan núverandi vaxtarmarka á höfuðborgarsvæðinu. Það tryggir aðkomu allra sveitarfélaga að þessu verkefni. Vinnum hratt og komum okkur út úr þessari vondu stöðu sem hefur áhrif á allt og alla. Höfundur er frv. þingmaður og núverandi eigandi af Vissa ráðgjöf ehf.
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun