26 ár síðan Bandaríkjamaður lék fyrst á Íslandi eftir að hafa spilað í NBA Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. janúar 2025 12:32 Pétur Karl Guðmundsson var fyrstu NBA leikmaðurinn til að spila í íslensku deildinni eftir að hafa verið í NBA en Kurk Lee var fyrsti Bandaríkjamaðurinn til að afreka slíkt. Samsett Nú þegar NBA leikmenn streyma að því virðist til landsins til að spila í Bónus deild karla í körfubolta hafa menn verið að velta því fyrir sér hver sé sá fyrsti. Fyrsti leikmaðurinn til að spila á Íslandi eftir að hafa spilað í NBA var auðvitað hinn eini og sanni Pétur Karl Guðmundsson. Pétur náði því meira að segja tvisvar sinnum. Pétur lék fyrst í NBA með Portland Trail Blazers tímabilið 1982-82 og var þá með 3,2 stig og 2,7 fráköst að meðaltali á 12,4 mínútum í leik. Hann lék næstu tvö tímabil á eftir með ÍR-ingum, 1982-83 var hann með 28,0 stig í leik og 1983-84 var hann með 26,6 stig í leik. Petur komst aftur í NBA-deildina og spilaði þá fyrir Los Angels Lakers á 1985-86 tímabilinu. Pétur var þá með 7,3 stig og 4,8 fráköst á 16,0 mínútum í leik sem varamaður Kareem Abdul-Jabbar. Pétri var síðan skipt til San Antonio Spurs þar sem hann var í tvö tímabil. Eftir tíma sinn hjá Spurs þá kom Pétur aftur heim til Íslands. Hann spilaði með Tindastól í tvö tímabil og svo með Breiðabliki í eitt. 1990-91 var með hann með 19,5 stig og 12,7 fráköst að meðaltali með Stólunum og árið eftir var hann með 20,0 stig og 13,7 fráköst í leik. Hann skoraði síðan 20,3 stig og tók 14,5 fráköst í leik með Blikum tímabilið 1992-93. En hver var fyrsti Bandaríkjamaðurinn til að spila í NBA og koma síðan í íslensku deildinni. Það var vitað að Stew Johnson spilaði níu tímabil í ABA-deildinni áður en hann kom til KR þar sem hann lék í tvö tímabil og var með 32,8 stig fyrra árið en 38,2 stig í leik seinna árið. Skagamenn voru hins vegar fyrstir til að tefla fram bandarískum NBA leikmanni en það gerðu þeir í átta leikjum á 1998-99 tímabilinu. Sá sem um ræðir heitir Marvin Kurk Lee í skrám hér heima en gekk oftast bara undir nafninu Kurk Lee. Þar á meðal þegar hann lék 48 leiki með New Jersey Nets á 1990-91 tímabilinu. Meðal liðsfélaga hans þá voru menn eins og Derrick Coleman, Mookie Blaylock og Drazen Petrovic. Átta árum síðar var hann kominn til Íslands eftir að hafa spilað árin á undan í Finnlandi. Lee var reyndar bara með 1,4 stig í leik með Nets en í Skagabúningnum bauð hann upp á 32,4 stig, 12,1 frákast og 5,8 stoðsendingar að meðaltali í þeim átta leikjum sem hann spilaði með ÍA frá janúar til mars 1999. Marvin Kurk Lee skoraði 35 stig eða meira í fimm leikjum þar af mest 39 stig á móti bæði Þór Akureyri og KFÍ. Hann náði einni þrennu þegar hann bauð upp á 31 stig, 11 fráköst og 11 stoðsendingar í sigri á Snæfelli. Bónus-deild karla ÍA Tindastóll ÍR Breiðablik Mest lesið „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Sport Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira
Fyrsti leikmaðurinn til að spila á Íslandi eftir að hafa spilað í NBA var auðvitað hinn eini og sanni Pétur Karl Guðmundsson. Pétur náði því meira að segja tvisvar sinnum. Pétur lék fyrst í NBA með Portland Trail Blazers tímabilið 1982-82 og var þá með 3,2 stig og 2,7 fráköst að meðaltali á 12,4 mínútum í leik. Hann lék næstu tvö tímabil á eftir með ÍR-ingum, 1982-83 var hann með 28,0 stig í leik og 1983-84 var hann með 26,6 stig í leik. Petur komst aftur í NBA-deildina og spilaði þá fyrir Los Angels Lakers á 1985-86 tímabilinu. Pétur var þá með 7,3 stig og 4,8 fráköst á 16,0 mínútum í leik sem varamaður Kareem Abdul-Jabbar. Pétri var síðan skipt til San Antonio Spurs þar sem hann var í tvö tímabil. Eftir tíma sinn hjá Spurs þá kom Pétur aftur heim til Íslands. Hann spilaði með Tindastól í tvö tímabil og svo með Breiðabliki í eitt. 1990-91 var með hann með 19,5 stig og 12,7 fráköst að meðaltali með Stólunum og árið eftir var hann með 20,0 stig og 13,7 fráköst í leik. Hann skoraði síðan 20,3 stig og tók 14,5 fráköst í leik með Blikum tímabilið 1992-93. En hver var fyrsti Bandaríkjamaðurinn til að spila í NBA og koma síðan í íslensku deildinni. Það var vitað að Stew Johnson spilaði níu tímabil í ABA-deildinni áður en hann kom til KR þar sem hann lék í tvö tímabil og var með 32,8 stig fyrra árið en 38,2 stig í leik seinna árið. Skagamenn voru hins vegar fyrstir til að tefla fram bandarískum NBA leikmanni en það gerðu þeir í átta leikjum á 1998-99 tímabilinu. Sá sem um ræðir heitir Marvin Kurk Lee í skrám hér heima en gekk oftast bara undir nafninu Kurk Lee. Þar á meðal þegar hann lék 48 leiki með New Jersey Nets á 1990-91 tímabilinu. Meðal liðsfélaga hans þá voru menn eins og Derrick Coleman, Mookie Blaylock og Drazen Petrovic. Átta árum síðar var hann kominn til Íslands eftir að hafa spilað árin á undan í Finnlandi. Lee var reyndar bara með 1,4 stig í leik með Nets en í Skagabúningnum bauð hann upp á 32,4 stig, 12,1 frákast og 5,8 stoðsendingar að meðaltali í þeim átta leikjum sem hann spilaði með ÍA frá janúar til mars 1999. Marvin Kurk Lee skoraði 35 stig eða meira í fimm leikjum þar af mest 39 stig á móti bæði Þór Akureyri og KFÍ. Hann náði einni þrennu þegar hann bauð upp á 31 stig, 11 fráköst og 11 stoðsendingar í sigri á Snæfelli.
Bónus-deild karla ÍA Tindastóll ÍR Breiðablik Mest lesið „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Sport Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira