Sterkara samfélag: Framfarir í velferðarþjónustu Hveragerðis Sandra Sigurðardóttir skrifar 29. janúar 2025 07:31 Samvinna og framfarir í velferðarþjónustu Hveragerðis Á undanförnu ári hefur verið unnið ötullega að framþróun í velferðarþjónustu Hveragerðisbæjar. Starfið einkennist af metnaði, samstöðu og þverfaglegri nálgun þar sem fjölbreytt teymi fagfólks vinnur saman að því að bæta þjónustu við íbúa bæjarins á öllum aldri. Betri þjónusta fyrir eldri borgara Sérstakt markmið hefur verið að efla þjónustu við eldri borgara. Með mögulegri tilkomu verkefnisins Gott að eldast á nýju ári er stefnt að samþættingu heimahjúkrunar og stuðningsþjónustu undir einni heildstæðri þjónustueiningu við hjúkrunarheimilið Ás. Þessi nálgun lofar góðu og mun skila betri þjónustu og auknu öryggi fyrir eldri borgara. Á sama tíma hafa akstursreglur fyrir eldri borgara verið uppfærðar og stefnumótun í málefnum þeirra hefur verið styrkt með öflugra öldungaráði. Verkefnið Bjartur lífstíll vinnur að því að kortleggja heilsueflandi úrræði og tómstundastarf fyrir fólk 60 ára og eldri, sem stuðlar að betri lífsgæðum og virkni. Stuðningsþjónusta fyrir alla aldurshópa Stuðningsþjónustan í Hveragerði er mikilvægur þáttur í velferðarkerfinu og hefur það að markmiði að styðja fólk með fjölbreyttar þarfir. Hvort sem um er að ræða veikindi, fötlun, fjölskylduaðstæður eða aldur, þá er þjónustan ætluð þeim sem vilja búa heima eins lengi og mögulegt er. Með verkefninu Gott að eldast verður þessi þjónusta endurskipulögð og bætt enn frekar. Félagsráðgjöf og mannúð í fyrirrúmi Félagsráðgjöf í Hveragerði hefur tekið stakkaskiptum með uppfærðum reglum og skilvirkari vinnubrögðum. Félagsráðgjafar veita aðstoð og stuðning við fjölbreytt úrlausnarefni eins og atvinnuleysi, húsnæðisvanda, fjárhagsörðugleika og fjölskyldumál. Rafrænar umsóknir um fjárhagsaðstoð eru einnig stórt skref í átt að skilvirkari þjónustu. Barnavernd – velferð barna í forgrunni Barnaverndarþjónustan hefur sýnt styrk sinn í krefjandi aðstæðum. Með auknum mannafla og innleiðingu nýs rafræns þjónustukerfis hefur yfirsýn og meðferð mála batnað til muna. Farsældarlögin hafa einnig lagt grunn að betri samhæfingu þjónustu við börn og fjölskyldur þeirra. Bætt þjónusta við fatlað fólk Í málefnum fatlaðs fólks hefur sömuleiðis orðið veruleg framþróun. Reglur um akstur hafa verið uppfærðar, notendaráð stofnað og áhersla lögð á markvissa skráningu og eftirfylgni með málum. Innleiðing gagnvirkra kerfa eins og CareOn mun veita betri yfirsýn og tryggja betri þjónustu. Umsóknir um þjónustu eru nú aðgengilegar á íbúagátt, sem eykur skilvirkni og gagnsæi. Stefnumál Okkar Hveragerðis verða að veruleika Framfarirnar sem hafa átt sér stað í velferðarþjónustu Hveragerðis eru ekki tilviljun. Þær eru afrakstur skýrrar stefnumótunar og forgangsröðunar í málefnum sem skipta mestu máli. Samningur meirihluta bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar endurspeglar vel áherslur Okkar að efla þennan mikilvæga málaflokk og tryggja að þjónustan væri í takt við þarfir íbúa bæjarins og að bærinn væri að veita lögbundna þjónustu, þar sem velferð, virðing og mannúð væru í fyrirrúmi. Nú er það loksins orðið að veruleika. Hveragerði í blóma Með skýrri sýn og öflugri forystu hefur Okkar Hveragerði sýnt að það er hægt að breyta orðum í athafnir og stefnumálum í raunverulegar lausnir sem bæta lífsgæði allra íbúa. Með áframhaldandi framþróun er björt framtíð fram undan fyrir alla íbúa bæjarins. Saman byggjum við sterkara samfélag! Höfundur er bæjarfulltrúi, formaður Velferðar- og fræðslunefndar Hveragerðisbæjar og oddviti Okkar Hveragerðis Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hveragerði Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Samvinna og framfarir í velferðarþjónustu Hveragerðis Á undanförnu ári hefur verið unnið ötullega að framþróun í velferðarþjónustu Hveragerðisbæjar. Starfið einkennist af metnaði, samstöðu og þverfaglegri nálgun þar sem fjölbreytt teymi fagfólks vinnur saman að því að bæta þjónustu við íbúa bæjarins á öllum aldri. Betri þjónusta fyrir eldri borgara Sérstakt markmið hefur verið að efla þjónustu við eldri borgara. Með mögulegri tilkomu verkefnisins Gott að eldast á nýju ári er stefnt að samþættingu heimahjúkrunar og stuðningsþjónustu undir einni heildstæðri þjónustueiningu við hjúkrunarheimilið Ás. Þessi nálgun lofar góðu og mun skila betri þjónustu og auknu öryggi fyrir eldri borgara. Á sama tíma hafa akstursreglur fyrir eldri borgara verið uppfærðar og stefnumótun í málefnum þeirra hefur verið styrkt með öflugra öldungaráði. Verkefnið Bjartur lífstíll vinnur að því að kortleggja heilsueflandi úrræði og tómstundastarf fyrir fólk 60 ára og eldri, sem stuðlar að betri lífsgæðum og virkni. Stuðningsþjónusta fyrir alla aldurshópa Stuðningsþjónustan í Hveragerði er mikilvægur þáttur í velferðarkerfinu og hefur það að markmiði að styðja fólk með fjölbreyttar þarfir. Hvort sem um er að ræða veikindi, fötlun, fjölskylduaðstæður eða aldur, þá er þjónustan ætluð þeim sem vilja búa heima eins lengi og mögulegt er. Með verkefninu Gott að eldast verður þessi þjónusta endurskipulögð og bætt enn frekar. Félagsráðgjöf og mannúð í fyrirrúmi Félagsráðgjöf í Hveragerði hefur tekið stakkaskiptum með uppfærðum reglum og skilvirkari vinnubrögðum. Félagsráðgjafar veita aðstoð og stuðning við fjölbreytt úrlausnarefni eins og atvinnuleysi, húsnæðisvanda, fjárhagsörðugleika og fjölskyldumál. Rafrænar umsóknir um fjárhagsaðstoð eru einnig stórt skref í átt að skilvirkari þjónustu. Barnavernd – velferð barna í forgrunni Barnaverndarþjónustan hefur sýnt styrk sinn í krefjandi aðstæðum. Með auknum mannafla og innleiðingu nýs rafræns þjónustukerfis hefur yfirsýn og meðferð mála batnað til muna. Farsældarlögin hafa einnig lagt grunn að betri samhæfingu þjónustu við börn og fjölskyldur þeirra. Bætt þjónusta við fatlað fólk Í málefnum fatlaðs fólks hefur sömuleiðis orðið veruleg framþróun. Reglur um akstur hafa verið uppfærðar, notendaráð stofnað og áhersla lögð á markvissa skráningu og eftirfylgni með málum. Innleiðing gagnvirkra kerfa eins og CareOn mun veita betri yfirsýn og tryggja betri þjónustu. Umsóknir um þjónustu eru nú aðgengilegar á íbúagátt, sem eykur skilvirkni og gagnsæi. Stefnumál Okkar Hveragerðis verða að veruleika Framfarirnar sem hafa átt sér stað í velferðarþjónustu Hveragerðis eru ekki tilviljun. Þær eru afrakstur skýrrar stefnumótunar og forgangsröðunar í málefnum sem skipta mestu máli. Samningur meirihluta bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar endurspeglar vel áherslur Okkar að efla þennan mikilvæga málaflokk og tryggja að þjónustan væri í takt við þarfir íbúa bæjarins og að bærinn væri að veita lögbundna þjónustu, þar sem velferð, virðing og mannúð væru í fyrirrúmi. Nú er það loksins orðið að veruleika. Hveragerði í blóma Með skýrri sýn og öflugri forystu hefur Okkar Hveragerði sýnt að það er hægt að breyta orðum í athafnir og stefnumálum í raunverulegar lausnir sem bæta lífsgæði allra íbúa. Með áframhaldandi framþróun er björt framtíð fram undan fyrir alla íbúa bæjarins. Saman byggjum við sterkara samfélag! Höfundur er bæjarfulltrúi, formaður Velferðar- og fræðslunefndar Hveragerðisbæjar og oddviti Okkar Hveragerðis
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun