Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar 27. janúar 2025 11:32 heldur táknar hugtakið flóra þær tegundir plantna, í víðum skilningi þess orðs, sem vaxa á tilteknu svæði eða tímaskeiði. Þannig vísar flóra Íslands til þeirra tegunda plantna sem vaxa á Íslandi. Garðaflóra Reykjavíkur tiltekur þær tegundir plantna sem finna má í görðum borgarinnar. Flóra vísar ekki einungis til plantna sem finna má á afmörkuðu svæði heldur er hugtakið einnig nýtt til að fjalla um flórur ólíkra jarðsöguskeiða. Þannig er vísað til steingervingaflóru Íslands í umfjöllun um steingervinga fornra rauðviða eða blaðför af elri í Bakkabrúnum sem grófust í set á eldra hlýskeiði ísaldar. Sambærilegt flórunni er fánan sem tekur þá til dýra, þannig tölum við um fuglafánu Íslands, skeldýrafánu Breiðafjarðar eða spendýrafánu ákveðins svæðis. Þess leiða ávana gætir nú víða að nota orðið flóra sem einhvers konar fjölbreytnihugtak. Þannig eru nýleg dæmi þar sem talað er um flóru fjárfestinga kaupfélagsins (þetta helst á RÚV 20. janúar), flóra mannlífsins (erindaröð á bókasafni Kópavogs), veitingahúsaflóru o.s.frv. Þessi misnotkun hugtaksins byggir á þeim misskilningi að orðið flóra hafi eitthvað með fjölbreytni að gera en því fer víðs fjarri. Líkt og áður segir þá vísar flóra til plantna á afmörkuðu svæði eða tíma og byggt á aðstæðum getur sú flóra ýmist verið fjölbreytt eða fábreytt sem við Íslendingar ættum að hafa fullan skilning á. Flóra einlendra æðplöntutegunda á Íslandi er til að mynda sérstaklega fábreytt enda telur hún einungis eina tegund, þ.e. tunguskollakamb. Kæru samnotendur og neytendur íslenskunnar! Má ég biðja ykkur um að spilla ekki merkingu flórunnar með misnotkun hugtaksins. Flóra og fána eru vel afmörkuð hugtök sem nýtast grasa- og dýrafræðingum vel. Vísindaleg hugtök þurfa að vera skýr og vel afmörkuð og hvorutveggja hugtakið, flóra og fána, eru það í núverandi merkingu. Höfundur er grasafræðingur og forstöðumaður Náttúrustofu Norðurlands vestra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Starri Heiðmarsson Skógrækt og landgræðsla Garðyrkja Mest lesið Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Á hlaupum undan ábyrgðinni Áslaug Friðriksdóttir Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Sjá meira
heldur táknar hugtakið flóra þær tegundir plantna, í víðum skilningi þess orðs, sem vaxa á tilteknu svæði eða tímaskeiði. Þannig vísar flóra Íslands til þeirra tegunda plantna sem vaxa á Íslandi. Garðaflóra Reykjavíkur tiltekur þær tegundir plantna sem finna má í görðum borgarinnar. Flóra vísar ekki einungis til plantna sem finna má á afmörkuðu svæði heldur er hugtakið einnig nýtt til að fjalla um flórur ólíkra jarðsöguskeiða. Þannig er vísað til steingervingaflóru Íslands í umfjöllun um steingervinga fornra rauðviða eða blaðför af elri í Bakkabrúnum sem grófust í set á eldra hlýskeiði ísaldar. Sambærilegt flórunni er fánan sem tekur þá til dýra, þannig tölum við um fuglafánu Íslands, skeldýrafánu Breiðafjarðar eða spendýrafánu ákveðins svæðis. Þess leiða ávana gætir nú víða að nota orðið flóra sem einhvers konar fjölbreytnihugtak. Þannig eru nýleg dæmi þar sem talað er um flóru fjárfestinga kaupfélagsins (þetta helst á RÚV 20. janúar), flóra mannlífsins (erindaröð á bókasafni Kópavogs), veitingahúsaflóru o.s.frv. Þessi misnotkun hugtaksins byggir á þeim misskilningi að orðið flóra hafi eitthvað með fjölbreytni að gera en því fer víðs fjarri. Líkt og áður segir þá vísar flóra til plantna á afmörkuðu svæði eða tíma og byggt á aðstæðum getur sú flóra ýmist verið fjölbreytt eða fábreytt sem við Íslendingar ættum að hafa fullan skilning á. Flóra einlendra æðplöntutegunda á Íslandi er til að mynda sérstaklega fábreytt enda telur hún einungis eina tegund, þ.e. tunguskollakamb. Kæru samnotendur og neytendur íslenskunnar! Má ég biðja ykkur um að spilla ekki merkingu flórunnar með misnotkun hugtaksins. Flóra og fána eru vel afmörkuð hugtök sem nýtast grasa- og dýrafræðingum vel. Vísindaleg hugtök þurfa að vera skýr og vel afmörkuð og hvorutveggja hugtakið, flóra og fána, eru það í núverandi merkingu. Höfundur er grasafræðingur og forstöðumaður Náttúrustofu Norðurlands vestra.
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun