Er í 90 prósent tilfella nóg Valur Páll Eiríksson skrifar 26. janúar 2025 12:30 Það voru eilítil þyngsli í Ými Erni líkt og öðrum landsliðsmönnum Íslands, eðlilega. Vísir/Vilhelm „Manni líður ekkert vel. En eins og staðan er núna þurfum við bara að vinna næsta leik og munum gera það sem við getum til að vinna leikinn,“ segir Ýmir Örn Gíslason á hóteli íslenska landsliðsins í Zagreb degi eftir skell gegn Króötum. Ísland tapaði með sex marka mun fyrir þeim króatísku í Zagreb í gær og von um 8-liða úrslit nánast úr sögunni. Munaði mest um slappa byrjun á leiknum, vörnin líkt og gatasigti og Króatar gengu á lagið með fulla stúku á bakvið sig. Klippa: Niðurlútur Ýmir vonar það besta „Þetta eru einn, tveir fleiri varðir boltar í fyrri hálfleik og kannski í seinni hálfleik að nýta færin betur frammi. Við gerum of marga tæknifeila sóknarlega, þeir helmingi færri, það er svo margt sem helst í hendur. Í gær var þetta ekki að falla með okkur,“ „Við gerðum þeim full auðvelt fyrir, að leyfa þeim að taka tvisvar 4-0 kafla á okkur í fyrri hálfleik og stúkan með. Það er erfitt að snúa því við en ég er samt ánægður hvernig við komum inn í seinni hálfleik, að gefast aldrei upp og berjast alla leið, alveg til enda. En því miður vorum við búnir að grafa það djúpa holu að við komumst ekki upp úr henni,“ segir Ýmir. Ísland hefur fallið úr leik í milliriðli ítrekað á undanförnum mótum. Af hverju kemst liðið ekki yfir þennan hjalla að fara í 8-liða úrslit? „Það er góð spurning. Ég veit það ekki. Það er stutt á milli í handboltanum. Ég veit ekki hvað vantar upp á. Það getur verið að öll lið endi með 8 stig og það er í 90 prósent tilfella nóg. Átta stig í milliriðli, til að komast áfram. Við þurfum bara að mæta í þennan leik á morgun, bíða og sjá, vona það besta og vonandi getum við fengið að halda áfram að spila á þessu móti,“ segir Ýmir. Viðtalið má sjá í spilaranum. Ísland mætir Argentínu klukkan 14:30 í dag og leiknum lýst beint á Vísi. Leik Slóvena við Króata verður einnig lýst á vefnum í kvöld klukkan 19:30. Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Sport Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Fleiri fréttir Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar Sjá meira
Ísland tapaði með sex marka mun fyrir þeim króatísku í Zagreb í gær og von um 8-liða úrslit nánast úr sögunni. Munaði mest um slappa byrjun á leiknum, vörnin líkt og gatasigti og Króatar gengu á lagið með fulla stúku á bakvið sig. Klippa: Niðurlútur Ýmir vonar það besta „Þetta eru einn, tveir fleiri varðir boltar í fyrri hálfleik og kannski í seinni hálfleik að nýta færin betur frammi. Við gerum of marga tæknifeila sóknarlega, þeir helmingi færri, það er svo margt sem helst í hendur. Í gær var þetta ekki að falla með okkur,“ „Við gerðum þeim full auðvelt fyrir, að leyfa þeim að taka tvisvar 4-0 kafla á okkur í fyrri hálfleik og stúkan með. Það er erfitt að snúa því við en ég er samt ánægður hvernig við komum inn í seinni hálfleik, að gefast aldrei upp og berjast alla leið, alveg til enda. En því miður vorum við búnir að grafa það djúpa holu að við komumst ekki upp úr henni,“ segir Ýmir. Ísland hefur fallið úr leik í milliriðli ítrekað á undanförnum mótum. Af hverju kemst liðið ekki yfir þennan hjalla að fara í 8-liða úrslit? „Það er góð spurning. Ég veit það ekki. Það er stutt á milli í handboltanum. Ég veit ekki hvað vantar upp á. Það getur verið að öll lið endi með 8 stig og það er í 90 prósent tilfella nóg. Átta stig í milliriðli, til að komast áfram. Við þurfum bara að mæta í þennan leik á morgun, bíða og sjá, vona það besta og vonandi getum við fengið að halda áfram að spila á þessu móti,“ segir Ýmir. Viðtalið má sjá í spilaranum. Ísland mætir Argentínu klukkan 14:30 í dag og leiknum lýst beint á Vísi. Leik Slóvena við Króata verður einnig lýst á vefnum í kvöld klukkan 19:30.
Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Sport Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Fleiri fréttir Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar Sjá meira