Er í 90 prósent tilfella nóg Valur Páll Eiríksson skrifar 26. janúar 2025 12:30 Það voru eilítil þyngsli í Ými Erni líkt og öðrum landsliðsmönnum Íslands, eðlilega. Vísir/Vilhelm „Manni líður ekkert vel. En eins og staðan er núna þurfum við bara að vinna næsta leik og munum gera það sem við getum til að vinna leikinn,“ segir Ýmir Örn Gíslason á hóteli íslenska landsliðsins í Zagreb degi eftir skell gegn Króötum. Ísland tapaði með sex marka mun fyrir þeim króatísku í Zagreb í gær og von um 8-liða úrslit nánast úr sögunni. Munaði mest um slappa byrjun á leiknum, vörnin líkt og gatasigti og Króatar gengu á lagið með fulla stúku á bakvið sig. Klippa: Niðurlútur Ýmir vonar það besta „Þetta eru einn, tveir fleiri varðir boltar í fyrri hálfleik og kannski í seinni hálfleik að nýta færin betur frammi. Við gerum of marga tæknifeila sóknarlega, þeir helmingi færri, það er svo margt sem helst í hendur. Í gær var þetta ekki að falla með okkur,“ „Við gerðum þeim full auðvelt fyrir, að leyfa þeim að taka tvisvar 4-0 kafla á okkur í fyrri hálfleik og stúkan með. Það er erfitt að snúa því við en ég er samt ánægður hvernig við komum inn í seinni hálfleik, að gefast aldrei upp og berjast alla leið, alveg til enda. En því miður vorum við búnir að grafa það djúpa holu að við komumst ekki upp úr henni,“ segir Ýmir. Ísland hefur fallið úr leik í milliriðli ítrekað á undanförnum mótum. Af hverju kemst liðið ekki yfir þennan hjalla að fara í 8-liða úrslit? „Það er góð spurning. Ég veit það ekki. Það er stutt á milli í handboltanum. Ég veit ekki hvað vantar upp á. Það getur verið að öll lið endi með 8 stig og það er í 90 prósent tilfella nóg. Átta stig í milliriðli, til að komast áfram. Við þurfum bara að mæta í þennan leik á morgun, bíða og sjá, vona það besta og vonandi getum við fengið að halda áfram að spila á þessu móti,“ segir Ýmir. Viðtalið má sjá í spilaranum. Ísland mætir Argentínu klukkan 14:30 í dag og leiknum lýst beint á Vísi. Leik Slóvena við Króata verður einnig lýst á vefnum í kvöld klukkan 19:30. Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Fótbolti „Þetta var bara draumi líkast“ Handbolti „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ Handbolti Dagskráin í dag: Ryder-bikarinn fer af stað Sport Busquets stígur niður af sviðinu Fótbolti „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Handbolti Fleiri fréttir „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Sjá meira
Ísland tapaði með sex marka mun fyrir þeim króatísku í Zagreb í gær og von um 8-liða úrslit nánast úr sögunni. Munaði mest um slappa byrjun á leiknum, vörnin líkt og gatasigti og Króatar gengu á lagið með fulla stúku á bakvið sig. Klippa: Niðurlútur Ýmir vonar það besta „Þetta eru einn, tveir fleiri varðir boltar í fyrri hálfleik og kannski í seinni hálfleik að nýta færin betur frammi. Við gerum of marga tæknifeila sóknarlega, þeir helmingi færri, það er svo margt sem helst í hendur. Í gær var þetta ekki að falla með okkur,“ „Við gerðum þeim full auðvelt fyrir, að leyfa þeim að taka tvisvar 4-0 kafla á okkur í fyrri hálfleik og stúkan með. Það er erfitt að snúa því við en ég er samt ánægður hvernig við komum inn í seinni hálfleik, að gefast aldrei upp og berjast alla leið, alveg til enda. En því miður vorum við búnir að grafa það djúpa holu að við komumst ekki upp úr henni,“ segir Ýmir. Ísland hefur fallið úr leik í milliriðli ítrekað á undanförnum mótum. Af hverju kemst liðið ekki yfir þennan hjalla að fara í 8-liða úrslit? „Það er góð spurning. Ég veit það ekki. Það er stutt á milli í handboltanum. Ég veit ekki hvað vantar upp á. Það getur verið að öll lið endi með 8 stig og það er í 90 prósent tilfella nóg. Átta stig í milliriðli, til að komast áfram. Við þurfum bara að mæta í þennan leik á morgun, bíða og sjá, vona það besta og vonandi getum við fengið að halda áfram að spila á þessu móti,“ segir Ýmir. Viðtalið má sjá í spilaranum. Ísland mætir Argentínu klukkan 14:30 í dag og leiknum lýst beint á Vísi. Leik Slóvena við Króata verður einnig lýst á vefnum í kvöld klukkan 19:30.
Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Fótbolti „Þetta var bara draumi líkast“ Handbolti „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ Handbolti Dagskráin í dag: Ryder-bikarinn fer af stað Sport Busquets stígur niður af sviðinu Fótbolti „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Handbolti Fleiri fréttir „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Sjá meira