„Ég held að þeim hafi bara liðið vel allan tímann“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 24. janúar 2025 21:24 Snorri var svekktur á svip á hliðarlínunni í leik kvöldsins. vísir vilhelm „Erfiður dagur. Við vorum bara ekki nægilega góðir,“ sagði landsliðsþjálfarinn Snorri Steinn Guðjónsson eftir sex marka tap gegn Króatíu. Hann segir liðið ekki hafa náð sama takti varnarlega og í síðustu tveimur leikjum, tapið muni síðan líklega kosta sæti í átta liða úrslitum. „Nei, við náðum allavega ekki sama takti [varnarlega] og síðast. Við vorum alveg að fá einhver skot sem við vildum fá en vorum bara ekki að gera þetta eins vel og í síðustu tveimur leikjum,“ viðurkenndi Snorri og sagði Króatana ekki hafa gert neitt sem kom þeim á óvart. Frammistaðan hafi einfaldlega ekki verið nógu góð. Íslenska liðið reyndi að rétta úr kútnum og gerði ýmsar tilraunir til þess en ekkert virtist ganga upp í kvöld. „Ég er kannski ekki alveg sammála því að það hafi ekkert gengið upp. Við vorum að fá ágætis stöður og fengum einhver dauðafæri. En við vorum með of mikið af töpuðum boltum og of mörg færi sem fara í súginn til að þetta verði að einhverjum leik. Við vissum það alveg, að það yrði stemning og pressa frá áhorfendum en við náðum aldrei að taka frumkvæði og setja þá undir pressu. Ég held að þeim hafi bara liðið vel allan tímann og okkur ekki.“ Viðtalið við Snorra má sjá í heild hér að neðan. Þetta er fyrsta tap Íslands á mótinu og verður líklega það eina, en mun samt að öllum líkindum kosta liðið sæti í átta liða úrslitum. „Það á eftir að svíða ansi mikið enda mjög líklegt að það verði staðan. Svona er þessi bransi, hann getur verið erfiður,“ sagði Snorri um það og gat lítið útskýrt af hverju gekk svo illa hjá Íslandi í kvöld. „Ég á kannski engar skýringar á því, við finnum ekki alveg fjölina, náum ekki varnarleiknum. Það var ekki planið að gera svona mörg tæknileg mistök og klúðra dauðafærum, bara alls ekki.“ Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir „Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær“ „Við fengum rosa góða byrjun á leiknum, vörnin var alveg hrikalega sterk og markvarslan góð. Fengum ekkert hraðaupphlaup út úr því en náðum að komast í sóknirnar og klára þær ágætlega,“ sagði landsliðsþjálfari Króatíu, Dagur Sigurðsson, eftir sigurinn gegn Íslandi. 24. janúar 2025 21:51 „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ „Við vorum með allt klárt og gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera,“ sagði Aron Pálmarsson, landsliðsfyrirliði í handbolta, hundóánægður eftir skelfilega útreið gegn Króatíu á HM í Zagreb í kvöld. 24. janúar 2025 21:13 Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ Logi Geirsson var sleginn eins og fleiri Íslendingar eftir stóra tapið á móti Króatíu í kvöld. Hvernig er hægt að klúðra mótinu í einum hálfleik? 24. janúar 2025 21:49 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Serbía - Ísland | Taka tvö hjá stelpunum okkar Handbolti Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: Fram-FH 28-30 | Hafnfirðingar unnu meistarana Andri Már tryggði liði sínu jafntefli Serbía - Ísland | Taka tvö hjá stelpunum okkar Þjóðverjar unnu 26 marka stórsigur í næsta leik eftir Íslandsleikinn Ráðherra mættur á HM: „Verður mikil stemning“ „Okkar konur eiga meira skilið“ Ein breyting hjá Íslandi fyrir kvöldið „Aðeins öðruvísi en alltaf geggjað að hafa Katrínu með mér“ „Ég er með mikla orku“ Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Sjá meira
„Nei, við náðum allavega ekki sama takti [varnarlega] og síðast. Við vorum alveg að fá einhver skot sem við vildum fá en vorum bara ekki að gera þetta eins vel og í síðustu tveimur leikjum,“ viðurkenndi Snorri og sagði Króatana ekki hafa gert neitt sem kom þeim á óvart. Frammistaðan hafi einfaldlega ekki verið nógu góð. Íslenska liðið reyndi að rétta úr kútnum og gerði ýmsar tilraunir til þess en ekkert virtist ganga upp í kvöld. „Ég er kannski ekki alveg sammála því að það hafi ekkert gengið upp. Við vorum að fá ágætis stöður og fengum einhver dauðafæri. En við vorum með of mikið af töpuðum boltum og of mörg færi sem fara í súginn til að þetta verði að einhverjum leik. Við vissum það alveg, að það yrði stemning og pressa frá áhorfendum en við náðum aldrei að taka frumkvæði og setja þá undir pressu. Ég held að þeim hafi bara liðið vel allan tímann og okkur ekki.“ Viðtalið við Snorra má sjá í heild hér að neðan. Þetta er fyrsta tap Íslands á mótinu og verður líklega það eina, en mun samt að öllum líkindum kosta liðið sæti í átta liða úrslitum. „Það á eftir að svíða ansi mikið enda mjög líklegt að það verði staðan. Svona er þessi bransi, hann getur verið erfiður,“ sagði Snorri um það og gat lítið útskýrt af hverju gekk svo illa hjá Íslandi í kvöld. „Ég á kannski engar skýringar á því, við finnum ekki alveg fjölina, náum ekki varnarleiknum. Það var ekki planið að gera svona mörg tæknileg mistök og klúðra dauðafærum, bara alls ekki.“
Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir „Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær“ „Við fengum rosa góða byrjun á leiknum, vörnin var alveg hrikalega sterk og markvarslan góð. Fengum ekkert hraðaupphlaup út úr því en náðum að komast í sóknirnar og klára þær ágætlega,“ sagði landsliðsþjálfari Króatíu, Dagur Sigurðsson, eftir sigurinn gegn Íslandi. 24. janúar 2025 21:51 „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ „Við vorum með allt klárt og gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera,“ sagði Aron Pálmarsson, landsliðsfyrirliði í handbolta, hundóánægður eftir skelfilega útreið gegn Króatíu á HM í Zagreb í kvöld. 24. janúar 2025 21:13 Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ Logi Geirsson var sleginn eins og fleiri Íslendingar eftir stóra tapið á móti Króatíu í kvöld. Hvernig er hægt að klúðra mótinu í einum hálfleik? 24. janúar 2025 21:49 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Serbía - Ísland | Taka tvö hjá stelpunum okkar Handbolti Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: Fram-FH 28-30 | Hafnfirðingar unnu meistarana Andri Már tryggði liði sínu jafntefli Serbía - Ísland | Taka tvö hjá stelpunum okkar Þjóðverjar unnu 26 marka stórsigur í næsta leik eftir Íslandsleikinn Ráðherra mættur á HM: „Verður mikil stemning“ „Okkar konur eiga meira skilið“ Ein breyting hjá Íslandi fyrir kvöldið „Aðeins öðruvísi en alltaf geggjað að hafa Katrínu með mér“ „Ég er með mikla orku“ Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Sjá meira
„Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær“ „Við fengum rosa góða byrjun á leiknum, vörnin var alveg hrikalega sterk og markvarslan góð. Fengum ekkert hraðaupphlaup út úr því en náðum að komast í sóknirnar og klára þær ágætlega,“ sagði landsliðsþjálfari Króatíu, Dagur Sigurðsson, eftir sigurinn gegn Íslandi. 24. janúar 2025 21:51
„Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ „Við vorum með allt klárt og gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera,“ sagði Aron Pálmarsson, landsliðsfyrirliði í handbolta, hundóánægður eftir skelfilega útreið gegn Króatíu á HM í Zagreb í kvöld. 24. janúar 2025 21:13
Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ Logi Geirsson var sleginn eins og fleiri Íslendingar eftir stóra tapið á móti Króatíu í kvöld. Hvernig er hægt að klúðra mótinu í einum hálfleik? 24. janúar 2025 21:49