„Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 24. janúar 2025 21:51 Dagur Sigurðsson var annar af tveimur Íslendingum sem gladdist yfir sigri Króata í kvöld. Hann vonar samt að samlandar sínir komist áfram í átta liða úrslit. vísir / vilhelm „Við fengum rosa góða byrjun á leiknum, vörnin var alveg hrikalega sterk og markvarslan góð. Fengum ekkert hraðaupphlaup út úr því en náðum að komast í sóknirnar og klára þær ágætlega,“ sagði landsliðsþjálfari Króatíu, Dagur Sigurðsson, eftir sigurinn gegn Íslandi. „Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær og svo náum við einhvern veginn að halda út. Hjálpaði náttúrulega svakalega að markmaðurinn [Zdravko] Kuzmanović varði á mikilvægum augnablikum,“ hélt hann svo áfram og sagði stemningu í höllinni í kvöld hafa verið snælduvitlausa. Um þrettán þúsund Króatar studdu liðið til sigurs.vísir / vilhelm Íslendingar leyfðu sér að dreyma um sigur eftir að hafa unnið Egyptaland örugglega í fyrradag, lið sem hafði unnið Króatíu með fjórum mörkum fyrr á mótinu. Í kvöld endurheimti Króatía hins vegar mikilvægan varnarmann úr meiðslum. „Við höfum alveg spilað ágætlega, á mótinu og í undirbúningnum, en svo komu smá áföll. Bæði leikstjórnendurnir og David Mandic [voru frá vegna meiðsla]. Við sáum í dag hvað hann er mikilvægur. Þetta var vörnin sem að leit best út í undirbúningnum en svo misstum við hann út. Mjög mikilvægt að fá hann til baka.“ Viðtalið við Dag má sjá í heild hér að neðan. Úrslitin voru súrsæt fyrir Dag, sem er auðvitað Íslendingar og heldur iðulega með strákunum okkar en ekki í kvöld. „Jú [það var skrítið að vinna Ísland]… og ég vona auðvitað að þeir komist áfram, en við verðum að sjá hvað gerist.“ Dagur sagði 5-1 vörnina hafa verið lykilinn að sigri Króata í kvöld. Varnaraðgerðir hafi verið vel framkvæmdar og af mikilli ákefð, markvarslan hafi svo einnig hjálpað heilmikið. Sömuleiðis hjálpaði það Króötum hversu óskipulögð íslenska vörnin var og hvað markmenn Íslands vörðu lítið. „Það má ekki gleyma því þegar svona læti fara í gang, þá er auðvelt að blokkerast. Þegar þú ert kominn þrjú, fjögur, fimm mörk undir, þá fara menn að hugsa of mikið,“ sagði hann svo að lokum. Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Sport Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Sjá meira
„Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær og svo náum við einhvern veginn að halda út. Hjálpaði náttúrulega svakalega að markmaðurinn [Zdravko] Kuzmanović varði á mikilvægum augnablikum,“ hélt hann svo áfram og sagði stemningu í höllinni í kvöld hafa verið snælduvitlausa. Um þrettán þúsund Króatar studdu liðið til sigurs.vísir / vilhelm Íslendingar leyfðu sér að dreyma um sigur eftir að hafa unnið Egyptaland örugglega í fyrradag, lið sem hafði unnið Króatíu með fjórum mörkum fyrr á mótinu. Í kvöld endurheimti Króatía hins vegar mikilvægan varnarmann úr meiðslum. „Við höfum alveg spilað ágætlega, á mótinu og í undirbúningnum, en svo komu smá áföll. Bæði leikstjórnendurnir og David Mandic [voru frá vegna meiðsla]. Við sáum í dag hvað hann er mikilvægur. Þetta var vörnin sem að leit best út í undirbúningnum en svo misstum við hann út. Mjög mikilvægt að fá hann til baka.“ Viðtalið við Dag má sjá í heild hér að neðan. Úrslitin voru súrsæt fyrir Dag, sem er auðvitað Íslendingar og heldur iðulega með strákunum okkar en ekki í kvöld. „Jú [það var skrítið að vinna Ísland]… og ég vona auðvitað að þeir komist áfram, en við verðum að sjá hvað gerist.“ Dagur sagði 5-1 vörnina hafa verið lykilinn að sigri Króata í kvöld. Varnaraðgerðir hafi verið vel framkvæmdar og af mikilli ákefð, markvarslan hafi svo einnig hjálpað heilmikið. Sömuleiðis hjálpaði það Króötum hversu óskipulögð íslenska vörnin var og hvað markmenn Íslands vörðu lítið. „Það má ekki gleyma því þegar svona læti fara í gang, þá er auðvelt að blokkerast. Þegar þú ert kominn þrjú, fjögur, fimm mörk undir, þá fara menn að hugsa of mikið,“ sagði hann svo að lokum.
Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Sport Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Sjá meira