„Kominn tími til að hann verði sá besti í heimi“ Valur Páll Eiríksson skrifar 24. janúar 2025 10:02 Viktor Gísli og Roland Eradze. Vísir/Vilhelm Roland Valur Eradze varð markvarðaþjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta í aðdraganda HM. Hann hrósar Viktori Gísla Hallgrímssyni fyrir frammistöðu sína en þeir hafa þekkst um hríð. Roland tók við starfinu í aðdraganda móts en Ísland hefur ekki verið með eiginlegan sérhæfðan markvarðaþjálfara síðustu mót. Roland segist ekki hafa þurft að hugsa sig tvisvar um. „Hann (Snorri Steinn, landsliðsþjálfari) hafði samband fyrir Svíþjóðarleikina og spurði um aðstoð með markvörðunum. Ég þekkti Viktor, og þjálfaði hann hjá Fram, og má segja að hann hafi vaxið í mínum höndum. Það er gaman að vera hér og ég vonast til að vera lengi í þessu áfram,“ segir Roland sem lék með landsliðinu um nokkurra ára skeið, og var áður markvarðaþjálfari í þjálfaratíð Geirs Sveinssonar. Viktor Gísli Hallgrímsson hefur staðið sig gríðarvel á mótinu og var valinn maður leiksins eftir magnaðan leik við Slóveníu. Hann sagði Roland eiga töluvert í því. Roland Valur Eradze.Vísir/Vilhelm „Hann þekkir mig vel og veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang. Gerir þetta einfalt fyrir mig og ég á honum mikið að þakka,“ sagði Viktor Gísli um Roland eftir sigur Íslands á Slóveníu fyrir fjórum dögum síðan. Þeir hafa þekkst um hríð en Roland þjálfaði Viktor sem ungan mann hjá Fram. Þrátt fyrir að Viktor væri á barnsaldri sá Roland að þarna væri mikill efniviður. „Að sjálfsögðu sá ég það. Ég var í Fram að þjálfa yngri flokka. Hann var í fjórða flokki og ég tók hann beint upp í annan flokk vegna þess að hann var hæfileikaríkur strákur. Þú sérð núna, hann er einn besti markvörðurinn á þessu móti,“ segir Roland. „Það er kominn tími til að hann verði sá besti í heimi. Mér sýnist vera góðar aðstæður til þess núna. Ég vona að hann haldi áfram að spila vel á þessu móti,“ segir Roland enn fremur. Klippa: Segir Viktor Gísla eiga að verða þann besta í heimi Fleira kemur fram í viðtalinu við Roland sem má sjá, á ensku, í heild sinni í spilaranum. Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Metár hjá David Beckham Fótbolti „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Enski boltinn Fleiri fréttir Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Sjá meira
Roland tók við starfinu í aðdraganda móts en Ísland hefur ekki verið með eiginlegan sérhæfðan markvarðaþjálfara síðustu mót. Roland segist ekki hafa þurft að hugsa sig tvisvar um. „Hann (Snorri Steinn, landsliðsþjálfari) hafði samband fyrir Svíþjóðarleikina og spurði um aðstoð með markvörðunum. Ég þekkti Viktor, og þjálfaði hann hjá Fram, og má segja að hann hafi vaxið í mínum höndum. Það er gaman að vera hér og ég vonast til að vera lengi í þessu áfram,“ segir Roland sem lék með landsliðinu um nokkurra ára skeið, og var áður markvarðaþjálfari í þjálfaratíð Geirs Sveinssonar. Viktor Gísli Hallgrímsson hefur staðið sig gríðarvel á mótinu og var valinn maður leiksins eftir magnaðan leik við Slóveníu. Hann sagði Roland eiga töluvert í því. Roland Valur Eradze.Vísir/Vilhelm „Hann þekkir mig vel og veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang. Gerir þetta einfalt fyrir mig og ég á honum mikið að þakka,“ sagði Viktor Gísli um Roland eftir sigur Íslands á Slóveníu fyrir fjórum dögum síðan. Þeir hafa þekkst um hríð en Roland þjálfaði Viktor sem ungan mann hjá Fram. Þrátt fyrir að Viktor væri á barnsaldri sá Roland að þarna væri mikill efniviður. „Að sjálfsögðu sá ég það. Ég var í Fram að þjálfa yngri flokka. Hann var í fjórða flokki og ég tók hann beint upp í annan flokk vegna þess að hann var hæfileikaríkur strákur. Þú sérð núna, hann er einn besti markvörðurinn á þessu móti,“ segir Roland. „Það er kominn tími til að hann verði sá besti í heimi. Mér sýnist vera góðar aðstæður til þess núna. Ég vona að hann haldi áfram að spila vel á þessu móti,“ segir Roland enn fremur. Klippa: Segir Viktor Gísla eiga að verða þann besta í heimi Fleira kemur fram í viðtalinu við Roland sem má sjá, á ensku, í heild sinni í spilaranum.
Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Metár hjá David Beckham Fótbolti „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Enski boltinn Fleiri fréttir Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Sjá meira