Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar 22. janúar 2025 15:31 Húmanismi í anda Upplýsingarinnar virðist nú vera á undanhaldi í hinum vestræna heimi, nánast hvert sem lítið er. Skynsemi, siðfræði, samúð og réttlæti eru hugtök sem litin eru hornauga og jafnvel sem “aumingjaskapur” og stimpluð sem “woke” og endurspeglar þetta ákveðinn menningarlegan klofning sem hefur verið að dýpka í samfélaginu. Hugtakið “woke”, sem upphaflega lýsti vakningu gagnvart félagslegu óréttlæti og þörfinni á aðgerðum til að uppræta mismunun, hefur í sumum hópum fengið neikvætt yfirbragð. Það er nú oft notað á niðrandi hátt til að afgreiða fólk sem vill leggja áherslu á mannréttindi og samúð sem óraunsæja eða jafnvel veika. Þessi afstaða byggir að hluta til á gömlum rótgrónum gildum sem leggja áherslu á hörku, sjálfsbjargarviðleitni og óskerta einstaklingshyggju. Samúð og krafa um réttlæti krefjast hins vegar þess að við viðurkennum að samfélagið er samtvinnað og að hagsmunir heildarinnar skipta máli. Þeir sem hafna þessum gildum líta stundum á þau sem ógn við frelsi einstaklingsins eða hefðbundin gildi, þar sem þeim finnst sem slíkar kröfur setji óraunhæfar skyldur á herðar þeirra. Þegar samúð er tengd við “woke” stimpilinn, verður hún ekki aðeins vanmetin heldur einnig útskúfuð sem eitthvað sem tilheyri aðeins ákveðnum hópum eða pólitískum hreyfingum. Þetta getur haft þær afleiðingar að einstaklingar forðast að sýna samkennd eða tala fyrir réttlæti af ótta við að verða útskúfaðir eða settir í hólf. En á bak við þessa mótstöðu má einnig greina ótta við breytingar. Að sýna samúð og standa fyrir réttlæti krefst þess að við horfumst í augu við eigin forréttindi og samfélagslegt óréttlæti – eitthvað sem getur vissulega verið óþægilegt og krefjandi. En er það virkilega merki um veikleika að krefjast réttlætis eða að vilja bæta kjör annarra? Þvert á móti er það oft hugrekki að horfa út fyrir eigin þarfir og viðurkenna þörfina fyrir sameiginlega velferð. Þegar samúð er stimpluð sem “woke” eða “aumingjaskapur” missir umræðan af mikilvægi hennar fyrir heilbrigð og réttlát samfélög. Í stað þess að úthrópa þessi gildi ætti að viðurkenna þau sem grundvöll fyrir betra lífi fyrir alla. Við sósíalistar gerum okkur grein fyrir þessu. Höfundur er sósíalisti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reynir Böðvarsson Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Húmanismi í anda Upplýsingarinnar virðist nú vera á undanhaldi í hinum vestræna heimi, nánast hvert sem lítið er. Skynsemi, siðfræði, samúð og réttlæti eru hugtök sem litin eru hornauga og jafnvel sem “aumingjaskapur” og stimpluð sem “woke” og endurspeglar þetta ákveðinn menningarlegan klofning sem hefur verið að dýpka í samfélaginu. Hugtakið “woke”, sem upphaflega lýsti vakningu gagnvart félagslegu óréttlæti og þörfinni á aðgerðum til að uppræta mismunun, hefur í sumum hópum fengið neikvætt yfirbragð. Það er nú oft notað á niðrandi hátt til að afgreiða fólk sem vill leggja áherslu á mannréttindi og samúð sem óraunsæja eða jafnvel veika. Þessi afstaða byggir að hluta til á gömlum rótgrónum gildum sem leggja áherslu á hörku, sjálfsbjargarviðleitni og óskerta einstaklingshyggju. Samúð og krafa um réttlæti krefjast hins vegar þess að við viðurkennum að samfélagið er samtvinnað og að hagsmunir heildarinnar skipta máli. Þeir sem hafna þessum gildum líta stundum á þau sem ógn við frelsi einstaklingsins eða hefðbundin gildi, þar sem þeim finnst sem slíkar kröfur setji óraunhæfar skyldur á herðar þeirra. Þegar samúð er tengd við “woke” stimpilinn, verður hún ekki aðeins vanmetin heldur einnig útskúfuð sem eitthvað sem tilheyri aðeins ákveðnum hópum eða pólitískum hreyfingum. Þetta getur haft þær afleiðingar að einstaklingar forðast að sýna samkennd eða tala fyrir réttlæti af ótta við að verða útskúfaðir eða settir í hólf. En á bak við þessa mótstöðu má einnig greina ótta við breytingar. Að sýna samúð og standa fyrir réttlæti krefst þess að við horfumst í augu við eigin forréttindi og samfélagslegt óréttlæti – eitthvað sem getur vissulega verið óþægilegt og krefjandi. En er það virkilega merki um veikleika að krefjast réttlætis eða að vilja bæta kjör annarra? Þvert á móti er það oft hugrekki að horfa út fyrir eigin þarfir og viðurkenna þörfina fyrir sameiginlega velferð. Þegar samúð er stimpluð sem “woke” eða “aumingjaskapur” missir umræðan af mikilvægi hennar fyrir heilbrigð og réttlát samfélög. Í stað þess að úthrópa þessi gildi ætti að viðurkenna þau sem grundvöll fyrir betra lífi fyrir alla. Við sósíalistar gerum okkur grein fyrir þessu. Höfundur er sósíalisti.