Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar 20. janúar 2025 10:30 Tillöguhöfundur hefur starfað í ferðaþjónustunni í áratugi og hefur orðið vitni að miklum og jákvæðum breytingum fyrir ríkissjóð, sérstaklega í formi aukinna tekna af virðisaukaskatti. Samkvæmt lögum er virðisaukaskattur neytendaskattur, en fyrir fyrirtæki er hann gegnumstreymisskattur. Fjölgun erlendra ferðamanna leiðir beint til fjölgunar neytenda í landinu, neytenda sem verja hlutfallslega mun meiri fjármunum á dag en íbúar landsins. Þetta þekkjum við sjálf þegar við ferðumst – dagleg útgjöld eru hærri á ferðalögum. Eyðsla ferðamanna dreifist víðar en aðeins til hefðbundinna greina ferðaþjónustunnar og er því oft vangreind í uppgjöri ríkissjóðs, sem væri efni í ítarlega umræðu. Það sem ég vil sérstaklega vekja athygli á og uppræta er kerfisbundin sniðganga í virðisaukaskattskerfinu, sérstaklega innan stórs hluta deilihagkerfisins. Upphaflega var deilihagkerfið hugsað sem lítið og sniðið að einkaaðilum, til að nýta betur vannýtt húsnæði í skammtímaleigu, s.s. sumarbústaði eða heimili. Til einföldunar var sett regla um að heimilt væri að leigja út í allt að 90 daga á ári og hafa tekjur allt að 2 milljónum króna án þess að innheimta virðisaukaskatt. Hugmyndin var að skapa svigrúm fyrir einkaframtak til að nýta eignir sínar betur, en reynslan hefur verið önnur. Stærstu aðilar í skammtímaleigu eru bæði innlendar og erlendar leigumiðlanir, s.s. Airbnb og aðrar sambærilegar þjónustur. Þessar miðlanir innheimta greiðslur fyrir leigutíma en halda eftir fjármunum oft í marga mánuði, þar til viðskiptavinurinn hefur nýtt sér leiguna. Að því loknu gerir leigumiðlunin upp við eigandann, að því gefnu að enginn ágreiningur hafi komið upp. Þetta ber skýr merki þess að leigumiðlunin sjálf er hinn raunverulegi söluaðili þjónustunnar. Hún tekur við greiðslunni og skilar hluta hennar til eiganda eignarinnar án þess að skila virðisaukaskatti líkt og ferðaskrifstofur þurfa að gera. Leigumiðlanir skila í einhverjum tilfellum virðisaukaskatti af sinni þóknun, en ekki af allri upphæðinni, eins og krafist er í öðrum atvinnugreinum. Svör sem ég hef fengið frá þessum aðilum benda til þess að þeirra skoðun sé að ábyrgðin á greiðslu virðisaukaskattsins sé hjá eiganda eignarinnar, ef velta hans fer yfir 2 milljónir króna á ári. Þetta gengur ekki upp í samræmi við anda laganna, þar sem skattskylda sala á þjónustu felur í sér að sá sem innheimtir greiðsluna ber ábyrgð á greiðslu virðisaukaskattsins. Lögin eru skýr á því að sá sem tekur við greiðslunni er ábyrgur fyrir greiðslu virðisaukaskatts af allri upphæðinni. Í dag er þetta litla deilihagkerfi orðið að alvarlegu skuggahagkerfi sem skapar mikla röskun á samkeppni við aðra gistimöguleika vegna umfangs þess. Þessi sniðganga dregur verulega úr tekjum ríkissjóðs og veitir óeðlilega samkeppnisforskot gagnvart lögbundnum rekstraraðilum ferðaþjónustunnar. Tillaga um breytingar Mín tillaga er að kerfið verði tekið til heildarendurskoðunar og ábyrgð þeirra sem selja og innheimta greiðslur fyrir gistingu verði skýrari. Ég legg til að eftirfarandi breytingar verði gerðar: Tímarammi undanþágu frá virðisaukaskatti verði styttur úr 90 dögum í 60 daga á ári. Tekjumörk fyrir undanþágu á virðisaukaskatti lækki úr 2 milljónum króna í 1 milljón króna á ári. Skýrt verði kveðið á um að sá sem innheimtir greiðsluna, hvort sem það er leigumiðlun eða eigandi, beri ábyrgð á greiðslu virðisaukaskattsins. Samræming verði gerð á skattlagningu í skammtímaleigu svo hún standist sömu skilyrði og hefðbundin gistiþjónusta. Einnig er vert að benda á að verðlagning í skammtímaleigu virðist ekki breytast hvort sem leigusalinn er fyrir ofan eða neðan viðmiðunarmörkin. Þetta bendir til þess að virðisaukaskattur sem ætti að skila sér í ríkissjóð endi þess í stað í vasa leigusalans. Þetta er ekki réttlátt gagnvart löglegum rekstraraðilum né gagnvart almennum skattgreiðendum. Ég hvet því til þess að stjórnvöld taki þessi mál til alvarlegrar skoðunar og tryggi að virðisaukaskattskerfið sé réttlátt og samræmt fyrir alla aðila í ferðaþjónustu. Ofanrituð tillaga var send inn í samráðgátt stjórnvalda um hagræða í rekstri ríkisins og í því fellst væntanlega að leita leiða til að hagræða sem og að auka tekjur og bæta samkeppnisstöðu á markaði. Höfundur er eigandi Hótel Varmaland. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Deilihagkerfi Rekstur hins opinbera Skattar og tollar Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Halldór 03.05.2025 Halldór Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Tillöguhöfundur hefur starfað í ferðaþjónustunni í áratugi og hefur orðið vitni að miklum og jákvæðum breytingum fyrir ríkissjóð, sérstaklega í formi aukinna tekna af virðisaukaskatti. Samkvæmt lögum er virðisaukaskattur neytendaskattur, en fyrir fyrirtæki er hann gegnumstreymisskattur. Fjölgun erlendra ferðamanna leiðir beint til fjölgunar neytenda í landinu, neytenda sem verja hlutfallslega mun meiri fjármunum á dag en íbúar landsins. Þetta þekkjum við sjálf þegar við ferðumst – dagleg útgjöld eru hærri á ferðalögum. Eyðsla ferðamanna dreifist víðar en aðeins til hefðbundinna greina ferðaþjónustunnar og er því oft vangreind í uppgjöri ríkissjóðs, sem væri efni í ítarlega umræðu. Það sem ég vil sérstaklega vekja athygli á og uppræta er kerfisbundin sniðganga í virðisaukaskattskerfinu, sérstaklega innan stórs hluta deilihagkerfisins. Upphaflega var deilihagkerfið hugsað sem lítið og sniðið að einkaaðilum, til að nýta betur vannýtt húsnæði í skammtímaleigu, s.s. sumarbústaði eða heimili. Til einföldunar var sett regla um að heimilt væri að leigja út í allt að 90 daga á ári og hafa tekjur allt að 2 milljónum króna án þess að innheimta virðisaukaskatt. Hugmyndin var að skapa svigrúm fyrir einkaframtak til að nýta eignir sínar betur, en reynslan hefur verið önnur. Stærstu aðilar í skammtímaleigu eru bæði innlendar og erlendar leigumiðlanir, s.s. Airbnb og aðrar sambærilegar þjónustur. Þessar miðlanir innheimta greiðslur fyrir leigutíma en halda eftir fjármunum oft í marga mánuði, þar til viðskiptavinurinn hefur nýtt sér leiguna. Að því loknu gerir leigumiðlunin upp við eigandann, að því gefnu að enginn ágreiningur hafi komið upp. Þetta ber skýr merki þess að leigumiðlunin sjálf er hinn raunverulegi söluaðili þjónustunnar. Hún tekur við greiðslunni og skilar hluta hennar til eiganda eignarinnar án þess að skila virðisaukaskatti líkt og ferðaskrifstofur þurfa að gera. Leigumiðlanir skila í einhverjum tilfellum virðisaukaskatti af sinni þóknun, en ekki af allri upphæðinni, eins og krafist er í öðrum atvinnugreinum. Svör sem ég hef fengið frá þessum aðilum benda til þess að þeirra skoðun sé að ábyrgðin á greiðslu virðisaukaskattsins sé hjá eiganda eignarinnar, ef velta hans fer yfir 2 milljónir króna á ári. Þetta gengur ekki upp í samræmi við anda laganna, þar sem skattskylda sala á þjónustu felur í sér að sá sem innheimtir greiðsluna ber ábyrgð á greiðslu virðisaukaskattsins. Lögin eru skýr á því að sá sem tekur við greiðslunni er ábyrgur fyrir greiðslu virðisaukaskatts af allri upphæðinni. Í dag er þetta litla deilihagkerfi orðið að alvarlegu skuggahagkerfi sem skapar mikla röskun á samkeppni við aðra gistimöguleika vegna umfangs þess. Þessi sniðganga dregur verulega úr tekjum ríkissjóðs og veitir óeðlilega samkeppnisforskot gagnvart lögbundnum rekstraraðilum ferðaþjónustunnar. Tillaga um breytingar Mín tillaga er að kerfið verði tekið til heildarendurskoðunar og ábyrgð þeirra sem selja og innheimta greiðslur fyrir gistingu verði skýrari. Ég legg til að eftirfarandi breytingar verði gerðar: Tímarammi undanþágu frá virðisaukaskatti verði styttur úr 90 dögum í 60 daga á ári. Tekjumörk fyrir undanþágu á virðisaukaskatti lækki úr 2 milljónum króna í 1 milljón króna á ári. Skýrt verði kveðið á um að sá sem innheimtir greiðsluna, hvort sem það er leigumiðlun eða eigandi, beri ábyrgð á greiðslu virðisaukaskattsins. Samræming verði gerð á skattlagningu í skammtímaleigu svo hún standist sömu skilyrði og hefðbundin gistiþjónusta. Einnig er vert að benda á að verðlagning í skammtímaleigu virðist ekki breytast hvort sem leigusalinn er fyrir ofan eða neðan viðmiðunarmörkin. Þetta bendir til þess að virðisaukaskattur sem ætti að skila sér í ríkissjóð endi þess í stað í vasa leigusalans. Þetta er ekki réttlátt gagnvart löglegum rekstraraðilum né gagnvart almennum skattgreiðendum. Ég hvet því til þess að stjórnvöld taki þessi mál til alvarlegrar skoðunar og tryggi að virðisaukaskattskerfið sé réttlátt og samræmt fyrir alla aðila í ferðaþjónustu. Ofanrituð tillaga var send inn í samráðgátt stjórnvalda um hagræða í rekstri ríkisins og í því fellst væntanlega að leita leiða til að hagræða sem og að auka tekjur og bæta samkeppnisstöðu á markaði. Höfundur er eigandi Hótel Varmaland.
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun