„Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. janúar 2025 15:02 Kristófer Acox stimplaði sig inn í Bónus deild karla í körfubolta á ný með frábærri frammistöðu í fyrsta leik sínum síðan hann meiddist illa í oddaleiknum um Íslandsmeistaratitilinn síðasta vor. Vísir/Bára Kristófer Acox er mættur aftur í slaginn eftir erfið meiðsli og hann hjálpaði Valsmönnum að vinna mikilvægan leik í síðustu umferð. Bónus Körfuboltakvöld fór yfir endurkomu fyrirliða Valsmanna inn á parketið. Kristófer var með 16 stig og 10 fráköst og þeim rúmu átján mínútum sem hann spilaði í leiknum á móti Álftanesi sem eru frábærar tölur. Valsliðið vann líka með sextán stigum þær mínútur sem hann spilaði. „Hann skilaði miklu meira heldur ábyggilega flestir áttu von á og jafnvel hann sjálfur,“ sagði Pavel Ermolinskij, sérfræðingur hjá Körfuboltakvöldi. „Stærsta atriðið í þessu fyrir Val er að fá hann aftur inn á völlinn. Það er það sem gerði mest fyrir þá er að sjá andlit hans inn á vellinum. Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig. Það gefur liðinu sjálfstraust að hafa Kristófer Acox með sér inn á vellinum,“ sagði Pavel. „Hann var frábær í þessum leik og þó að hann hefði ekki gert það sem hann gerði, þá er það sigur fyrir þá að fá hann til baka. Þeim líður betur með hann þarna. Þeir eru búnir að vera að bíða eftir þessu og við erum búnir að vera að bíða eftir þessu,“ sagði Pavel. „Hann spilaði frábærlega, þeir unnu leikinn og spiluðu vel. Þetta gat ekki farið betur í raun og veru í þessum leik sem var svo rosalega mikilvægur fyrir bæði liðin. Þetta gat ekki farið betur fyrir Kristófer og Val. Draumastöff,“ sagði Pavel. „Það er bara eins og hann hafi aldrei farið. Tölurnar eru bara þannig eins og þegar hann var að spila upp á sitt besta. Þetta eru bara Kristó tölur,“ sagði Teitur Örlygsson, sérfræðingur hjá Körfuboltakvöldi. „Þetta er frábært fyrir Valsmenn en þetta má ekki gefa honum einhverja falsvon heldur. Kristófer er ekki að fara að breyta öllu,“ sagði Teitur. Það má sjá alla umfjöllun þeirra um endurkomu Kristófer Acox hér fyrir neðan. Klippa: „Hann skilaði miklu meira heldur ábyggilega flestir áttu von á“ Bónus-deild karla Körfuboltakvöld Valur Mest lesið Segir Danann versta samherjann: „Hann lamdi menn í spað“ Fótbolti Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Íslenski boltinn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Enski boltinn Arnór laus úr prísund Blackburn Enski boltinn Malmö sagt bjóða Arnóri tugmilljóna undirskriftarbónus Fótbolti Segir endurkomu samherja Hákonar bíómyndaefni Fótbolti Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Enski boltinn Hélt upp á HM-gullið með nýrri klippingu en konan var brjáluð Sport „Besta troðslukeppnin síðustu fimm ár“ Körfubolti Þrenn slagsmál á fyrstu níu sekúndunum Sport Fleiri fréttir „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Íslensku Þórsararnir þurfa að stíga upp: „Maður þarf að finna meira fyrir þeim“ Fékk fjórtán milljónir fyrir einn þrist „Besta troðslukeppnin síðustu fimm ár“ „Tinna Guðrún Alexandersdóttir var stórkostleg“ Landsliðsfólk og VÆB-menn prófuðu hjólastólakörfubolta Félag Martins tekur vel á móti íslenska landsliðinu Ánægðir með nýju blönduna hjá Álftanesliðinu Báðu leikmanninn afsökunar á vandræðalegum mistökum Aðstoðarþjálfari Dallas Mavericks handtekinn Steph Curry valinn bestur á heimavelli og liðið hans Shaq vann „Erum ekkert að fara slaka á“ Njarðvík hafði betur í háspennuleik á Hlíðarenda Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-97 | Sluppu með eins nauman sigur og hægt er úr Bítlabænum Wembanyama og Paul svindluðu og voru reknir úr keppni Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Háspennuleikir á Akureyri og Króknum Grindavík upp úr fallsæti með sigri á botnliði Aþenu Orkan í Arnóri til fyrirmyndar: „Þetta eru góð skilaboð til ungra leikmanna“ Fann aftur keppnisskapið: „Með því skemmtilegra sem ég geri“ Fékk aðstoð úr óvæntri átt í veikindunum „Ég held að mínir leikmenn upplifi pressu á heimavelli“ Uppgjörið: KR-Valur 89-96 | Fimmti sigur Vals í röð kom í framlengingu Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 91-95 | Sterkur gestasigur eftir æsispennandi leik í Skógarselinu Braut hnéskelina sína og missir af restinni af Bónus deildinni Valentínusarveisla í Vesturbæ Fékk nýra frá mömmu og þurfti hennar leyfi til að snúa aftur Íslensku félögin greiddu KKÍ 44 milljónir til að skrá leikmenn Leikmanni Lakers leið eins og hann væri staddur í kvikmynd Sjá meira
Kristófer var með 16 stig og 10 fráköst og þeim rúmu átján mínútum sem hann spilaði í leiknum á móti Álftanesi sem eru frábærar tölur. Valsliðið vann líka með sextán stigum þær mínútur sem hann spilaði. „Hann skilaði miklu meira heldur ábyggilega flestir áttu von á og jafnvel hann sjálfur,“ sagði Pavel Ermolinskij, sérfræðingur hjá Körfuboltakvöldi. „Stærsta atriðið í þessu fyrir Val er að fá hann aftur inn á völlinn. Það er það sem gerði mest fyrir þá er að sjá andlit hans inn á vellinum. Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig. Það gefur liðinu sjálfstraust að hafa Kristófer Acox með sér inn á vellinum,“ sagði Pavel. „Hann var frábær í þessum leik og þó að hann hefði ekki gert það sem hann gerði, þá er það sigur fyrir þá að fá hann til baka. Þeim líður betur með hann þarna. Þeir eru búnir að vera að bíða eftir þessu og við erum búnir að vera að bíða eftir þessu,“ sagði Pavel. „Hann spilaði frábærlega, þeir unnu leikinn og spiluðu vel. Þetta gat ekki farið betur í raun og veru í þessum leik sem var svo rosalega mikilvægur fyrir bæði liðin. Þetta gat ekki farið betur fyrir Kristófer og Val. Draumastöff,“ sagði Pavel. „Það er bara eins og hann hafi aldrei farið. Tölurnar eru bara þannig eins og þegar hann var að spila upp á sitt besta. Þetta eru bara Kristó tölur,“ sagði Teitur Örlygsson, sérfræðingur hjá Körfuboltakvöldi. „Þetta er frábært fyrir Valsmenn en þetta má ekki gefa honum einhverja falsvon heldur. Kristófer er ekki að fara að breyta öllu,“ sagði Teitur. Það má sjá alla umfjöllun þeirra um endurkomu Kristófer Acox hér fyrir neðan. Klippa: „Hann skilaði miklu meira heldur ábyggilega flestir áttu von á“
Bónus-deild karla Körfuboltakvöld Valur Mest lesið Segir Danann versta samherjann: „Hann lamdi menn í spað“ Fótbolti Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Íslenski boltinn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Enski boltinn Arnór laus úr prísund Blackburn Enski boltinn Malmö sagt bjóða Arnóri tugmilljóna undirskriftarbónus Fótbolti Segir endurkomu samherja Hákonar bíómyndaefni Fótbolti Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Enski boltinn Hélt upp á HM-gullið með nýrri klippingu en konan var brjáluð Sport „Besta troðslukeppnin síðustu fimm ár“ Körfubolti Þrenn slagsmál á fyrstu níu sekúndunum Sport Fleiri fréttir „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Íslensku Þórsararnir þurfa að stíga upp: „Maður þarf að finna meira fyrir þeim“ Fékk fjórtán milljónir fyrir einn þrist „Besta troðslukeppnin síðustu fimm ár“ „Tinna Guðrún Alexandersdóttir var stórkostleg“ Landsliðsfólk og VÆB-menn prófuðu hjólastólakörfubolta Félag Martins tekur vel á móti íslenska landsliðinu Ánægðir með nýju blönduna hjá Álftanesliðinu Báðu leikmanninn afsökunar á vandræðalegum mistökum Aðstoðarþjálfari Dallas Mavericks handtekinn Steph Curry valinn bestur á heimavelli og liðið hans Shaq vann „Erum ekkert að fara slaka á“ Njarðvík hafði betur í háspennuleik á Hlíðarenda Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-97 | Sluppu með eins nauman sigur og hægt er úr Bítlabænum Wembanyama og Paul svindluðu og voru reknir úr keppni Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Háspennuleikir á Akureyri og Króknum Grindavík upp úr fallsæti með sigri á botnliði Aþenu Orkan í Arnóri til fyrirmyndar: „Þetta eru góð skilaboð til ungra leikmanna“ Fann aftur keppnisskapið: „Með því skemmtilegra sem ég geri“ Fékk aðstoð úr óvæntri átt í veikindunum „Ég held að mínir leikmenn upplifi pressu á heimavelli“ Uppgjörið: KR-Valur 89-96 | Fimmti sigur Vals í röð kom í framlengingu Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 91-95 | Sterkur gestasigur eftir æsispennandi leik í Skógarselinu Braut hnéskelina sína og missir af restinni af Bónus deildinni Valentínusarveisla í Vesturbæ Fékk nýra frá mömmu og þurfti hennar leyfi til að snúa aftur Íslensku félögin greiddu KKÍ 44 milljónir til að skrá leikmenn Leikmanni Lakers leið eins og hann væri staddur í kvikmynd Sjá meira