„Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Árni Gísli Magnússon skrifar 18. janúar 2025 18:08 Maddie Sutton í 4-liða úrslitunum fyrra Vísir / Pawel Cieslikiewicz Maddie Sutton, leikmaður Þórs Akureyri, var ánægð og stolt með að komast í undanúrslit VÍS-bikarins eftir 94-87 sigur á Haukum á Akureyri í dag. Þórsarar voru með yfirhöndina í leiknum en Haukar gáfust ekki upp og voru lokamínútnar æsispennandi. „Þetta er frábært. Ég er ekkert smá ánægð að fara í undanúrslitin með þessu liði, við fórum í fyrra líka og það var frábært. Við erum ekkert smá spenntar í að sjá hvað við getum gert á þessu ári.“ Haukar eru í efsta sæti Bónus deildarinnar og var því um alvöru baráttu að ræða í dag þar sem Þór er einmitt í öðru sæti deildarinnar. „Haukar eru með mjög gott lið, þetta eru liðin í fyrsta og öðru sæti að spila á móti hvort öðru þannig við vissum alltaf að þetta yrði erfitt og við myndum verða þreyttar en við þurftum bara að berjast af alvöru og sjá hvort liðið vildi þetta meira. Þær eru frábært lið en við eigum frábæra stuðningsmenn og spilum vel hérna heima fyrir og það var virkilega ljúft að sjá þetta detta okkar megin.“ Þór leiddi mest með 18 stigum í leiknum og var munurin 13 stig fyrir lokaleikhlutann. Haukar gáfu þó allt sitt og var munurinn eitt stig þegar þrjár mínútur lifðu leiks og urðu lokamínútur leiksins því æsispennandi. „Okkur finnst gaman að því, að halda öllum á tánum“ sagði Maddie létt og hélt áfram: „Nei, þær eru frábært lið eins og ég sagði, þær kunna að vinna leiki, þær koma til baka eftir að hafa verið undir, þær vissu hvað þær þurftu að gera og við þurftum bara að halda áfram að spila okkar leik.“ „Við erum með mjög efnilegan leikmannahóp og frábært þjálfarateymi og erum með samfélag sem trúir á okkur og þegar allir þessi hlutir koma saman geta stórkostlegir hlutir átt sér stað“, sagði Maddie að lokum og brosti sínu breiðasta. VÍS-bikarinn Körfubolti Þór Akureyri Mest lesið Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Íslenski boltinn Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Íslenski boltinn „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Íslenski boltinn Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Fleiri fréttir Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Sjá meira
Þórsarar voru með yfirhöndina í leiknum en Haukar gáfust ekki upp og voru lokamínútnar æsispennandi. „Þetta er frábært. Ég er ekkert smá ánægð að fara í undanúrslitin með þessu liði, við fórum í fyrra líka og það var frábært. Við erum ekkert smá spenntar í að sjá hvað við getum gert á þessu ári.“ Haukar eru í efsta sæti Bónus deildarinnar og var því um alvöru baráttu að ræða í dag þar sem Þór er einmitt í öðru sæti deildarinnar. „Haukar eru með mjög gott lið, þetta eru liðin í fyrsta og öðru sæti að spila á móti hvort öðru þannig við vissum alltaf að þetta yrði erfitt og við myndum verða þreyttar en við þurftum bara að berjast af alvöru og sjá hvort liðið vildi þetta meira. Þær eru frábært lið en við eigum frábæra stuðningsmenn og spilum vel hérna heima fyrir og það var virkilega ljúft að sjá þetta detta okkar megin.“ Þór leiddi mest með 18 stigum í leiknum og var munurin 13 stig fyrir lokaleikhlutann. Haukar gáfu þó allt sitt og var munurinn eitt stig þegar þrjár mínútur lifðu leiks og urðu lokamínútur leiksins því æsispennandi. „Okkur finnst gaman að því, að halda öllum á tánum“ sagði Maddie létt og hélt áfram: „Nei, þær eru frábært lið eins og ég sagði, þær kunna að vinna leiki, þær koma til baka eftir að hafa verið undir, þær vissu hvað þær þurftu að gera og við þurftum bara að halda áfram að spila okkar leik.“ „Við erum með mjög efnilegan leikmannahóp og frábært þjálfarateymi og erum með samfélag sem trúir á okkur og þegar allir þessi hlutir koma saman geta stórkostlegir hlutir átt sér stað“, sagði Maddie að lokum og brosti sínu breiðasta.
VÍS-bikarinn Körfubolti Þór Akureyri Mest lesið Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Íslenski boltinn Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Íslenski boltinn „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Íslenski boltinn Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Fleiri fréttir Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Sjá meira