„Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Sindri Sverrisson skrifar 13. janúar 2025 08:33 Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, er jafnan líflegur á hliðarlínunni. vísir/Hulda Margrét Þjálfarinn Viðar Örn Hafsteinsson virðist hafa mun meiri ástríðu fyrir gengi Hattar en leikmennirnir sem hann stýrir, að mati sérfræðinga Bónus Körfuboltakvölds. Höttur tapaði gegn Keflavík í Bónus-deildinni á fimmtudaginn, 112-98, og situr í fallsæti með átta stig eftir þrettán leiki. „Miðað við hvað Viðar er ástríðufullur þjálfari þá fannst mér þetta ótrúlega flatt hjá þeim. Það er engin ástríða í þessum leik hjá þeim. Ég held að það skrifist ekki á Viðar. Hann er með tilfinningar og sýnir þær. En þú ert með lið í höndunum og leikmennirnir þurfa líka að bera ábyrgð. Mér leið bara eins og menn væru: „Jæja, ég er búinn með 10.000 skref, hvenær er flugið?“ Þetta var upplifunin mín,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson í Körfuboltakvöldi á föstudaginn, en brot úr þættinum má sjá hér að neðan. Klippa: Körfuboltakvöld - Viðar sá eini með ástríðu hjá Hetti Höttur skipti Bandaríkjamanninum Courvoisier McCauley út fyrir Justin Roberts en það virðist því miður hafa gert illt verra: „Þetta er ein af þeim ákvörðunum sem hafa reynst rangar, eftir á að hyggja. Hún var samt rétt á þeim tímapunkti sem hún var tekin, en því miður fyrir þá, þá fengu þeir ekki nægilega sterkan leikmann inn í liðið í staðinn,“ sagði Jón Halldór. Hermann Hauksson tók undir þetta: „Hött vantar stærri karakter – leiðtoga inn á völlinn. Þetta er svo skrýtið lið. Þeir vinna oft ótrúlegustu leiki en eru svo bara ekki með í mörgum leikjum,“ sagði Hermann og Jón Halldór bætti við: „Mér leið bara eins og leikmönnum væri fokk sama. Á meðan var Viðar greyið þarna á hliðarlínunni og hann skildi ekkert í því að það voru engin viðbrögð hjá leikmönnunum. Það er svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta, og hann er að upplifa þetta leik eftir leik.“ „Það er verst þegar þjálfarinn er með mesta passionið,“ sagði þá Hermann og hélt áfram: „Samkvæmt þessu er Viðar eini gæinn sem þurfti að fara í sturtu eftir leikinn. Þetta er sorglegt og það er svo vont þegar þessi ástríða sem Viðar hefur nær ekki að smitast í leikmenn. Það er mikið af ólíkum karakter þarna og sorglegt að það sé ekki að minnsta kosti einn sem tekur þetta á sig og vill drífa liðið áfram. Það er enginn þannig þarna.“ Körfuboltakvöld Bónus-deild karla Höttur Mest lesið Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Handbolti Dagskráin í dag: Meistararnir á Króknum, Körfuboltakvöld og allskonar Sport Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar Körfubolti Fleiri fréttir Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups Sjá meira
Höttur tapaði gegn Keflavík í Bónus-deildinni á fimmtudaginn, 112-98, og situr í fallsæti með átta stig eftir þrettán leiki. „Miðað við hvað Viðar er ástríðufullur þjálfari þá fannst mér þetta ótrúlega flatt hjá þeim. Það er engin ástríða í þessum leik hjá þeim. Ég held að það skrifist ekki á Viðar. Hann er með tilfinningar og sýnir þær. En þú ert með lið í höndunum og leikmennirnir þurfa líka að bera ábyrgð. Mér leið bara eins og menn væru: „Jæja, ég er búinn með 10.000 skref, hvenær er flugið?“ Þetta var upplifunin mín,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson í Körfuboltakvöldi á föstudaginn, en brot úr þættinum má sjá hér að neðan. Klippa: Körfuboltakvöld - Viðar sá eini með ástríðu hjá Hetti Höttur skipti Bandaríkjamanninum Courvoisier McCauley út fyrir Justin Roberts en það virðist því miður hafa gert illt verra: „Þetta er ein af þeim ákvörðunum sem hafa reynst rangar, eftir á að hyggja. Hún var samt rétt á þeim tímapunkti sem hún var tekin, en því miður fyrir þá, þá fengu þeir ekki nægilega sterkan leikmann inn í liðið í staðinn,“ sagði Jón Halldór. Hermann Hauksson tók undir þetta: „Hött vantar stærri karakter – leiðtoga inn á völlinn. Þetta er svo skrýtið lið. Þeir vinna oft ótrúlegustu leiki en eru svo bara ekki með í mörgum leikjum,“ sagði Hermann og Jón Halldór bætti við: „Mér leið bara eins og leikmönnum væri fokk sama. Á meðan var Viðar greyið þarna á hliðarlínunni og hann skildi ekkert í því að það voru engin viðbrögð hjá leikmönnunum. Það er svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta, og hann er að upplifa þetta leik eftir leik.“ „Það er verst þegar þjálfarinn er með mesta passionið,“ sagði þá Hermann og hélt áfram: „Samkvæmt þessu er Viðar eini gæinn sem þurfti að fara í sturtu eftir leikinn. Þetta er sorglegt og það er svo vont þegar þessi ástríða sem Viðar hefur nær ekki að smitast í leikmenn. Það er mikið af ólíkum karakter þarna og sorglegt að það sé ekki að minnsta kosti einn sem tekur þetta á sig og vill drífa liðið áfram. Það er enginn þannig þarna.“
Körfuboltakvöld Bónus-deild karla Höttur Mest lesið Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Handbolti Dagskráin í dag: Meistararnir á Króknum, Körfuboltakvöld og allskonar Sport Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar Körfubolti Fleiri fréttir Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups Sjá meira