CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar 6. janúar 2025 18:02 CP félagið er stofnað árið 2001 á Íslandi í þeim tilgangi að standa vörð um réttindi og hagsmuni barna og fullorðinna með CP hreyfihömlun og aðstandendur þeirra. Til þess að mæta ólíkum þörfum þess fjölbreytta og stóra hóps fólks sem eru greind með CP hreyfihömlun. CP hreyfihömlun er ein algengasta hreyfihömlun í heiminum, talið er að meira en 17.000.000 manns séu með CP hreyfihömlunar greiningu í heiminum öllum. CP félagið er í grunninn byggt utan um hagsmuni hreyfihamlaðra barna og fjölskyldna þeirra en hefur í auknum mæli verið að horfa til fólks á öllum aldri þar sem börnin stækka og verða fullorðin, þar með breytast þarfir, vilji og væntingar til færni og lífsins er mikilvægt að félagið sé vakandi fyrir nýjungum og í samtali við fólk sem er með CP hreyfihömlun til þess að horfa til þess hvað það er sem fólk raunverulega vill. Félagið stendur fyrir m.a. fyrir viðburðum, fræðslu og spjallkvöldum. CP félagið vill þar að auki auka samtal við fagfólk sem kemur að málefnum fólks með CP hreyfihömlun og ýta undir aukna samvinnu til þess vonandi að minnka flækjustig um það hverju fólk á rétt á, hvað gæti gagnast þeim og hvernig væri hægt að prófa sig áfram. Þar að auki er mikilvægt að ná til nema innan ýmissa fagstétta sem gætu starfað með fólki með hreyfihömlun með beinum eða óbeinum hætti á . Þar sem sýnileiki og þátttaka fólks með hreyfihömlun verður sífellt meiri og er mikilvæg fyrir samfélagið allt. CP félagið vill einnig auka þekkingu sína á að mæta þörfum ungmenna og fullorðinna sem af ýmsum orsökum fá CP hreyfihömlunar greiningu seinna á lífsleiðinni og mæta þörfum þeirra og verið sterk rödd út á við fyrir þau líkt og aðra með CP til þess að takast á við breyttar aðstæður í eigin lífi. Félagið vill mæta samfélagslegum áskorunum, hröðum breytingum og auknum kröfum um þátttöku fatlaðs fólks í samfélaginu og vera styðjandi, en umfram allt vera sýnilegt og aðgengilegt fyrir öll þau sem gætu þurft á félaginu að halda eða vilja leggja því lið.Til þess þurfum við aðstoð almennings. Bæði þeirra sem þekkja til einstaklinga með CP hreyfihömlun en líka þeirra sem þekkja ekki til. Ef þú vilt leggja félaginu lið með einhverjum hætti er hægt að hafa samband á cp@cp.is skoða facebook síðu félagsins Cerebral Palsy Ísland eða vefsíðu félagsins cp.is Höfundur er starfandi iðjuþjálfi og formaður CP félagsins á Íslandi. CP félagið er félag ætlað einstaklingum með Cerebral Palsy (CP) hreyfihömlun og aðstandendur þeirra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Heilbrigðismál Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Sjá meira
CP félagið er stofnað árið 2001 á Íslandi í þeim tilgangi að standa vörð um réttindi og hagsmuni barna og fullorðinna með CP hreyfihömlun og aðstandendur þeirra. Til þess að mæta ólíkum þörfum þess fjölbreytta og stóra hóps fólks sem eru greind með CP hreyfihömlun. CP hreyfihömlun er ein algengasta hreyfihömlun í heiminum, talið er að meira en 17.000.000 manns séu með CP hreyfihömlunar greiningu í heiminum öllum. CP félagið er í grunninn byggt utan um hagsmuni hreyfihamlaðra barna og fjölskyldna þeirra en hefur í auknum mæli verið að horfa til fólks á öllum aldri þar sem börnin stækka og verða fullorðin, þar með breytast þarfir, vilji og væntingar til færni og lífsins er mikilvægt að félagið sé vakandi fyrir nýjungum og í samtali við fólk sem er með CP hreyfihömlun til þess að horfa til þess hvað það er sem fólk raunverulega vill. Félagið stendur fyrir m.a. fyrir viðburðum, fræðslu og spjallkvöldum. CP félagið vill þar að auki auka samtal við fagfólk sem kemur að málefnum fólks með CP hreyfihömlun og ýta undir aukna samvinnu til þess vonandi að minnka flækjustig um það hverju fólk á rétt á, hvað gæti gagnast þeim og hvernig væri hægt að prófa sig áfram. Þar að auki er mikilvægt að ná til nema innan ýmissa fagstétta sem gætu starfað með fólki með hreyfihömlun með beinum eða óbeinum hætti á . Þar sem sýnileiki og þátttaka fólks með hreyfihömlun verður sífellt meiri og er mikilvæg fyrir samfélagið allt. CP félagið vill einnig auka þekkingu sína á að mæta þörfum ungmenna og fullorðinna sem af ýmsum orsökum fá CP hreyfihömlunar greiningu seinna á lífsleiðinni og mæta þörfum þeirra og verið sterk rödd út á við fyrir þau líkt og aðra með CP til þess að takast á við breyttar aðstæður í eigin lífi. Félagið vill mæta samfélagslegum áskorunum, hröðum breytingum og auknum kröfum um þátttöku fatlaðs fólks í samfélaginu og vera styðjandi, en umfram allt vera sýnilegt og aðgengilegt fyrir öll þau sem gætu þurft á félaginu að halda eða vilja leggja því lið.Til þess þurfum við aðstoð almennings. Bæði þeirra sem þekkja til einstaklinga með CP hreyfihömlun en líka þeirra sem þekkja ekki til. Ef þú vilt leggja félaginu lið með einhverjum hætti er hægt að hafa samband á cp@cp.is skoða facebook síðu félagsins Cerebral Palsy Ísland eða vefsíðu félagsins cp.is Höfundur er starfandi iðjuþjálfi og formaður CP félagsins á Íslandi. CP félagið er félag ætlað einstaklingum með Cerebral Palsy (CP) hreyfihömlun og aðstandendur þeirra.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar