„Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Haraldur Örn Haraldsson skrifar 3. janúar 2025 21:59 Benedikt hefur marga fjöruna sopið. Vísir/Anton Brink Tindastóll fór vestur í bæ í kvöld þar sem þeir mættu KR í Bónus deild karla í körfubolta. Tindastóll vann leikinn 95-116, en þetta var kaflaskiptur leikur. Benedikt Guðmundsson þjálfari liðsins var sáttur með sigurinn en var ósáttur með marg annað. „Þetta eru tvö stig í sarpinn og margir góðir kaflar. Ég er samt ofboðslega svekktur hvernig við byrjum leikinn, hvernig við byrjum seinni hálfleikinn. Við þurfum alltaf smá tíma til þess að koma okkur í gang. Það er eitthvað sem við verðum að laga fyrir næsta leik, því við höfum ekkert efni á svoleiðis. Um leið og menn fóru að gera þetta almennilega þá vorum við helvíti flottir um tíma.” Fyrsti og þriðji leikhlutar voru keimlíkir að því leiti að Tindastóll byrjaði þá leikhluta illa og Benedikt þurfti að taka leikhlé eftir um fimm mínútur í bæði skiptin. „Maður á ekkert það þurfa að taka leikhlé eftir fjórar til fimm mínútur, til þess að menn fari að taka á því og spila einhverja vörn. Við töluðum um það í hálfleik að við ætluðum ekki að leyfa því sama að gerast í seinni hálfleik, en það endaði með að ég þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum. Þá fóru menn loksins að gera þetta almennilega. Auðvitað voru KR-ingarnir samt bara flottir, ég ætla ekkert að taka af þeim. Þeir voru frábærir, sérstaklega í byrjun seinni hálfleiks og þeir náðu þessu niður í fimm stig. Sem betur fer náðum við að snúa þessu við, en það er ekkert alltaf hægt. Þannig við getum ekkert verið að leika okkur núna.” Benedikt í leik kvöldsins.Vísir/Anton Brink Það leið varla mínúta í þriðja leikhluta milli þess að Benedikt var búinn að taka sitt fyrsta leikhlé þar til hann tók sitt annað leikhlé. Það virtist þó virka hjá honum því Tindastóll tók gjörsamlega yfir eftir seinna leikhléið. „Ég fékk viðbrögð eftir leikhléið í fyrri hálfleik og menn voru allt aðrir eftir það leikhlé. Eftir fyrra leikhléið í byrjun seinni hálfleiks fékk ég hinsvegar ekki þessi viðbrögð sem ég vildi fá. Þannig að ég tek annað, og prófa aðra taktík og athuga hvort það kveiki í þeim. Sem betur fer náðu menn sér á strik eftir það. Ég ætla samt ekki að taka kreditið fyrir það, en þeir voru svo bara flottir það sem eftir var af leiknum.” Í þriðja leikhluta gerðist meira athugavert þar sem leikurinn var næstum meira stopp en hann var í gangi. Dómararnir blésu mikið í flauturnar og sumt var umdeilt. „Mér fannst Nimrod bara alltaf vera á vítalínunni. Mér fannst hann bara alltaf vera að taka tvö víti og hann hitti úr þessu öllu. En við vorum með gott dómara tríó hérna, þannig þótt ég hafi verið ósáttur með eitthvað inn á milli. Þá er ég nokkuð viss um það þegar ég skoða eftir leik að þetta hafi verið allt hárrétt hjá þeim. Þessir menn sem eru hérna eru ekkert að byrja í þessu og eru okkar bestu menn í þessu.” Körfubolti Bónus-deild karla Tindastóll Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Fleiri fréttir Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Sjá meira
„Þetta eru tvö stig í sarpinn og margir góðir kaflar. Ég er samt ofboðslega svekktur hvernig við byrjum leikinn, hvernig við byrjum seinni hálfleikinn. Við þurfum alltaf smá tíma til þess að koma okkur í gang. Það er eitthvað sem við verðum að laga fyrir næsta leik, því við höfum ekkert efni á svoleiðis. Um leið og menn fóru að gera þetta almennilega þá vorum við helvíti flottir um tíma.” Fyrsti og þriðji leikhlutar voru keimlíkir að því leiti að Tindastóll byrjaði þá leikhluta illa og Benedikt þurfti að taka leikhlé eftir um fimm mínútur í bæði skiptin. „Maður á ekkert það þurfa að taka leikhlé eftir fjórar til fimm mínútur, til þess að menn fari að taka á því og spila einhverja vörn. Við töluðum um það í hálfleik að við ætluðum ekki að leyfa því sama að gerast í seinni hálfleik, en það endaði með að ég þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum. Þá fóru menn loksins að gera þetta almennilega. Auðvitað voru KR-ingarnir samt bara flottir, ég ætla ekkert að taka af þeim. Þeir voru frábærir, sérstaklega í byrjun seinni hálfleiks og þeir náðu þessu niður í fimm stig. Sem betur fer náðum við að snúa þessu við, en það er ekkert alltaf hægt. Þannig við getum ekkert verið að leika okkur núna.” Benedikt í leik kvöldsins.Vísir/Anton Brink Það leið varla mínúta í þriðja leikhluta milli þess að Benedikt var búinn að taka sitt fyrsta leikhlé þar til hann tók sitt annað leikhlé. Það virtist þó virka hjá honum því Tindastóll tók gjörsamlega yfir eftir seinna leikhléið. „Ég fékk viðbrögð eftir leikhléið í fyrri hálfleik og menn voru allt aðrir eftir það leikhlé. Eftir fyrra leikhléið í byrjun seinni hálfleiks fékk ég hinsvegar ekki þessi viðbrögð sem ég vildi fá. Þannig að ég tek annað, og prófa aðra taktík og athuga hvort það kveiki í þeim. Sem betur fer náðu menn sér á strik eftir það. Ég ætla samt ekki að taka kreditið fyrir það, en þeir voru svo bara flottir það sem eftir var af leiknum.” Í þriðja leikhluta gerðist meira athugavert þar sem leikurinn var næstum meira stopp en hann var í gangi. Dómararnir blésu mikið í flauturnar og sumt var umdeilt. „Mér fannst Nimrod bara alltaf vera á vítalínunni. Mér fannst hann bara alltaf vera að taka tvö víti og hann hitti úr þessu öllu. En við vorum með gott dómara tríó hérna, þannig þótt ég hafi verið ósáttur með eitthvað inn á milli. Þá er ég nokkuð viss um það þegar ég skoða eftir leik að þetta hafi verið allt hárrétt hjá þeim. Þessir menn sem eru hérna eru ekkert að byrja í þessu og eru okkar bestu menn í þessu.”
Körfubolti Bónus-deild karla Tindastóll Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Fleiri fréttir Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Sjá meira