Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar 30. desember 2024 11:01 Hækkandi raforkuverð kemur sér illa fyrir alla. Raforkuverð ræðst almennt af framboði og eftirspurn; sé framboð minna en eftirspurn, hækkar verðið. Íslendingar hafa búið við lágt raforkuverð fram að þessu og er það ekki hvað síst að þakka traustum langtíma samningum við stórnotendur eins og álverin, en þeir samningar lögðu einnig grunninn að raforkuöryggi þjóðarinnar. Innviðir þjóðarinnar hafa stækkað, fólki hefur fjölgað og atvinnuvegir vaxið. Slíkur vöxtur krefst meiri raforku. Til viðbótar höfum við skuldbundið okkur til þess að skipta út jarðefnaeldsneyti fyrir sjálfbæra orkugjafa. Á meðan orkuþörfin hefur aukist, hefur lítið sem ekkert verið gert í raforkuuppbyggingu í landinu. Tíu ára stöðnun er að koma í bakið á þjóðinni, bæði almenningi og fyrirtækjum í landinu; stórum sem smáum. Álverin hafa ítrekað tekið á sig skerðingar raforku til að skýla almenningi fyrir áhrifum af hinum ýmsu atburðum í raforkukerfinu. Skerðingar til stórnotenda eru varnagli raforkufyrirtækja og hluti af langtímasamningum. Hins vegar eiga þær einungis við í ákveðnum aðstæðum og verða alltaf til þess að álverin fá minni raforku afhenta en gert er ráð fyrir. Þar með lækkar afkoma álveranna; en bæði fjárfestingar, kaup á innlendri vöru og þjónustu sem og skattgreiðslur lækka. Orkuverð er grunnþáttur í flestri atvinnustarfsemi, þar sem hækkandi orkuverð leiðir til minni framlegðar. Verri afkoma atvinnulífsins hefur bein áhrif á rekstur hins opinbera og afkomu heimilanna í landinu; það er jú atvinnulífið sem skapar verðmætin í samfélaginu. Því miður er staðan sú að það tekur tíma að reisa ný raforkuver þótt viljinn sé vonandi fyrir hendi hjá þeim sem nú hafa tekið við stjórnartaumunum. Til að tryggja hagvöxt og velsæld þurfum við næga orku. Hana þurfum við að útvega án þess að skerða orku til þeirra mikilvægu innviða atvinnulífsins sem halda uppi lífsgæðum í landinu. Höfundur er framkvæmdastjóri Samál Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Guðríður Eldey Arnardóttir Mest lesið Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Hækkandi raforkuverð kemur sér illa fyrir alla. Raforkuverð ræðst almennt af framboði og eftirspurn; sé framboð minna en eftirspurn, hækkar verðið. Íslendingar hafa búið við lágt raforkuverð fram að þessu og er það ekki hvað síst að þakka traustum langtíma samningum við stórnotendur eins og álverin, en þeir samningar lögðu einnig grunninn að raforkuöryggi þjóðarinnar. Innviðir þjóðarinnar hafa stækkað, fólki hefur fjölgað og atvinnuvegir vaxið. Slíkur vöxtur krefst meiri raforku. Til viðbótar höfum við skuldbundið okkur til þess að skipta út jarðefnaeldsneyti fyrir sjálfbæra orkugjafa. Á meðan orkuþörfin hefur aukist, hefur lítið sem ekkert verið gert í raforkuuppbyggingu í landinu. Tíu ára stöðnun er að koma í bakið á þjóðinni, bæði almenningi og fyrirtækjum í landinu; stórum sem smáum. Álverin hafa ítrekað tekið á sig skerðingar raforku til að skýla almenningi fyrir áhrifum af hinum ýmsu atburðum í raforkukerfinu. Skerðingar til stórnotenda eru varnagli raforkufyrirtækja og hluti af langtímasamningum. Hins vegar eiga þær einungis við í ákveðnum aðstæðum og verða alltaf til þess að álverin fá minni raforku afhenta en gert er ráð fyrir. Þar með lækkar afkoma álveranna; en bæði fjárfestingar, kaup á innlendri vöru og þjónustu sem og skattgreiðslur lækka. Orkuverð er grunnþáttur í flestri atvinnustarfsemi, þar sem hækkandi orkuverð leiðir til minni framlegðar. Verri afkoma atvinnulífsins hefur bein áhrif á rekstur hins opinbera og afkomu heimilanna í landinu; það er jú atvinnulífið sem skapar verðmætin í samfélaginu. Því miður er staðan sú að það tekur tíma að reisa ný raforkuver þótt viljinn sé vonandi fyrir hendi hjá þeim sem nú hafa tekið við stjórnartaumunum. Til að tryggja hagvöxt og velsæld þurfum við næga orku. Hana þurfum við að útvega án þess að skerða orku til þeirra mikilvægu innviða atvinnulífsins sem halda uppi lífsgæðum í landinu. Höfundur er framkvæmdastjóri Samál
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar