Vilja Ísland í evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 29. desember 2024 14:00 Fyrir nokkrum árum síðan voru þáverandi regnhlífarsamtök íslenzkra Evrópusambandssinna, Já Ísland, aðili að evrópsku samtökunum European Movement International. Síðarnefndu samtökin hafa frá stofnun þeirra árið 1948 haft það meginmarkmið að til verði evrópskt sambandsríki þó það hafi verið orðað aðeins öðruvísi síðustu árin eða á þá leið að þau vilji stuðla að umræðu um arkitektúr sambandsins. Markmiðið er eftir sem áður hið sama og allt frá upphafi. Að Evrópusambandið verði að lokum að sambandsríki. Frá upphafi hefur hið sama verið lokamarkmið samrunaþróunarinnar innan Evrópusambandsins og forvera þess. Þannig kom til að mynda fram í Schuman-yfirlýsingunni 1950, sem kom þróuninni af stað, að fyrsta skrefið á þeirri vegferð væri að koma stál- og kolaframleiðslu Evrópuríkja undir eina stjórn en lokamarkmiðið evrópskt sambandsríki. Síðan hefur sambandið jafnt og þétt öðlast fleiri einkenni ríkis. Nú síðast var til að mynda talað um áframhaldandi þróun í þá átt í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar Þýzkalands. Fyrir um tveimur og hálfu ári síðan var Evrópuhreyfingin, arftaki Já Ísland, sett á laggirnar. Fram kemur á vefsíðu European Movement International að Evrópuhreyfingin sé í aðildarferli að evrópsku samtökunum. Þá kemur fram á vefsíðunni að Jón Steindór Valdimarsson, formaður Evrópuhreyfingarinnar, sitji í tveimur af þremur stjórnmálanefndum þeirra og G. Pétur Matthíasson, stjórnarmaður í hreyfingunni, í þeirri þriðju en aðeins fulltrúar aðildarfélaga geta átt sæti í nefndunum samkvæmt reglum samtakanna. Til að mynda situr Jón Steindór í nefnd sem hefur meðal annars það markmið að vinna að því að einróma samþykki ríkja Evrópusambandsins verði með öllu afnumið á vettvangi þess sem stundum hefur einnig verið kallað neitunarvald. Einróma samþykki var áður reglan við töku ákvarðana innan sambandsins en hefur jafnt og þétt heyrt sögunni til á liðnum árum og áratugum og heyrir í raun til algerra undantekninga í dag. Þessi þróun hefur eðli málsins samkvæmt komið sér verst fyrir fámennustu ríkin innan þess. Kæmi til þess að Ísland gengi í Evrópusambandið færi formlegt vægi landsins, og þar með möguleikar okkar Íslendinga til þess að hafa áhrif á ákvarðanatöku í þeim stofnunum sambandsins þar sem ríki þess eiga fulltrúa, í langflestum tilfellum einkum eftir íbúafjölda landsins. Þar á meðal varðandi ákvarðanir um sjávarútvegsmál og orkumál. Um þetta má til dæmis fræðast á vefsíðum Evrópusambandsins. Þannig yrði vægi Íslands í ráðherraráði sambandsins í langflestum tilfellum um 0,08% eða á við 5% hlutdeild í alþingismanni. Hver þróunin hefur verið innan Evrópusambandsins og hvert hún stefnir er eðli málsins samkvæmt lykilatriði þegar rætt er um sambandið og hvort rétt væri fyrir Ísland að verða hluti þess. Eins er einnig gagnlegt að vita fyrir hvað hérlend samtök Evrópusambandssinna standa í raun í þeim efnum. Þá er ekki síður mikilvægt hver staða landsins yrði innan Evrópusambandsins þegar kæmi að því að hafa áhrif á ákvarðanir. Fyrir utan annað er vitanlega lítið gagn að „sæti við borðið“ þegar ekki er einu sinni setið við sama borð. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Fyrir nokkrum árum síðan voru þáverandi regnhlífarsamtök íslenzkra Evrópusambandssinna, Já Ísland, aðili að evrópsku samtökunum European Movement International. Síðarnefndu samtökin hafa frá stofnun þeirra árið 1948 haft það meginmarkmið að til verði evrópskt sambandsríki þó það hafi verið orðað aðeins öðruvísi síðustu árin eða á þá leið að þau vilji stuðla að umræðu um arkitektúr sambandsins. Markmiðið er eftir sem áður hið sama og allt frá upphafi. Að Evrópusambandið verði að lokum að sambandsríki. Frá upphafi hefur hið sama verið lokamarkmið samrunaþróunarinnar innan Evrópusambandsins og forvera þess. Þannig kom til að mynda fram í Schuman-yfirlýsingunni 1950, sem kom þróuninni af stað, að fyrsta skrefið á þeirri vegferð væri að koma stál- og kolaframleiðslu Evrópuríkja undir eina stjórn en lokamarkmiðið evrópskt sambandsríki. Síðan hefur sambandið jafnt og þétt öðlast fleiri einkenni ríkis. Nú síðast var til að mynda talað um áframhaldandi þróun í þá átt í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar Þýzkalands. Fyrir um tveimur og hálfu ári síðan var Evrópuhreyfingin, arftaki Já Ísland, sett á laggirnar. Fram kemur á vefsíðu European Movement International að Evrópuhreyfingin sé í aðildarferli að evrópsku samtökunum. Þá kemur fram á vefsíðunni að Jón Steindór Valdimarsson, formaður Evrópuhreyfingarinnar, sitji í tveimur af þremur stjórnmálanefndum þeirra og G. Pétur Matthíasson, stjórnarmaður í hreyfingunni, í þeirri þriðju en aðeins fulltrúar aðildarfélaga geta átt sæti í nefndunum samkvæmt reglum samtakanna. Til að mynda situr Jón Steindór í nefnd sem hefur meðal annars það markmið að vinna að því að einróma samþykki ríkja Evrópusambandsins verði með öllu afnumið á vettvangi þess sem stundum hefur einnig verið kallað neitunarvald. Einróma samþykki var áður reglan við töku ákvarðana innan sambandsins en hefur jafnt og þétt heyrt sögunni til á liðnum árum og áratugum og heyrir í raun til algerra undantekninga í dag. Þessi þróun hefur eðli málsins samkvæmt komið sér verst fyrir fámennustu ríkin innan þess. Kæmi til þess að Ísland gengi í Evrópusambandið færi formlegt vægi landsins, og þar með möguleikar okkar Íslendinga til þess að hafa áhrif á ákvarðanatöku í þeim stofnunum sambandsins þar sem ríki þess eiga fulltrúa, í langflestum tilfellum einkum eftir íbúafjölda landsins. Þar á meðal varðandi ákvarðanir um sjávarútvegsmál og orkumál. Um þetta má til dæmis fræðast á vefsíðum Evrópusambandsins. Þannig yrði vægi Íslands í ráðherraráði sambandsins í langflestum tilfellum um 0,08% eða á við 5% hlutdeild í alþingismanni. Hver þróunin hefur verið innan Evrópusambandsins og hvert hún stefnir er eðli málsins samkvæmt lykilatriði þegar rætt er um sambandið og hvort rétt væri fyrir Ísland að verða hluti þess. Eins er einnig gagnlegt að vita fyrir hvað hérlend samtök Evrópusambandssinna standa í raun í þeim efnum. Þá er ekki síður mikilvægt hver staða landsins yrði innan Evrópusambandsins þegar kæmi að því að hafa áhrif á ákvarðanir. Fyrir utan annað er vitanlega lítið gagn að „sæti við borðið“ þegar ekki er einu sinni setið við sama borð. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun