Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson skrifar 28. desember 2024 09:31 Í gær bárust vægast sagt furðulegar fregnir um að óformlegur hittingur formanna málefndanefnda Sjálfstæðisflokksins hefði að vel ígrunduðu máli komist að þeirri niðurstöðu að nauðsynlegt sé að fresta fyrirhuguðum landsfundi flokksins fram á haust. Þrátt fyrir að hópurinn búi að því er virðist yfir einhverjum leyni/töfragögnum um veðurfar þá sér hann sér ekki fært að deila með okkur hinum hver sé hin fullkomna dagsetning veðurfarslega séð nema bara „líklega bara í haust.“ Í umræddri frétt kemur einnig fram að síðan árið 2015 hafa aðeins tveir landsfundir verið, þrátt fyrir að þeir eigi að vera að jafnaði annað hvert ár. Forysta flokksins í seinni tíð hefur því verulega látið reyna á merkingu orðanna „að jafnaði.“ Raunar er landsfundaskuld flokksins orðin svo mikil að höfundur leggur það til að við göngum að tillögum starfshópsins um að halda landsfund í haust, auk þess að halda í þau áform að hafa landsfund í febrúar, og jafnvel reyna að kreista inn einum fundi í sumar (veðurfarsnefndin hlýtur að verða ánægð með það) þannig að flokkurinn verði kominn á réttan kjöl í það minnsta hvað þetta varðar. Það er reyndar ómálefnalegt að reyna að kenna forystu flokksins um þennan skort á landsfundum, það voru óviðráðanlegar ástæður fyrir þessu öllu saman, kosningar, samkomutakmarkanir og fleira. Ég meina það er ekki eins og að þetta sama fólk hafi verið í ríkisstjórn eða eitthvað svoleiðis… Svo er það kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur en það er að afrakstur þessarar yfirnáttúrulegu nefndar, sem hefur varið öllum mánuðinum í að garfa í veðurmælingagögnum og setja upp hin flóknustu reiknirit, er að það eigi helst að halda fundinn „líklegast bara í haust.“ Líklegast bara í haust? Er það það eina sem þið hafið upp á að bjóða? Að það sé vísindalegur fasti að það rigni hér eldi og brennisteini og að fólk verði úti fyrir utan Laugardalshöllina helgina 28. febrúar - 2. mars en örvæntum ekki því handan við hornið, við enda ganganna sé paradísin sem er hið íslenska haust? Lá ykkur svona mikið á að reyna í örvæntingu að fá þessum fundi frestað að þið gátuð ekki einu sinni klárað lygasöguna með því að segja að það verði geggjað veður 28. september? Eða 35. október? Ég hefði miklu frekar getað gleypt það að Jens Garðar væri búinn að tala við fiskana og þeir segja að það verði blindbylur í febrúar en bongó í nóvember. En menn lögðu það ekki einu sinni á sig að kokka það upp. Sorglegt. Höfundur hefur ekki HUGMYND um hvernig veðrið verður í lok febrúar, hvað þá í haust. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Tengdar fréttir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Svo virðist sem ólga ríki meðal Sjálfstæðismanna vegna mögulegrar frestunar landsfundar sem til stóð að yrði haldinn í febrúar. Formanni Varðar og Samtaka eldri Sjálfstæðismanna er brugðið yfir fréttunum og segja þau enga ástæðu til að fresta þegar frestuðum landsfundi. 27. desember 2024 20:07 Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Í gær bárust vægast sagt furðulegar fregnir um að óformlegur hittingur formanna málefndanefnda Sjálfstæðisflokksins hefði að vel ígrunduðu máli komist að þeirri niðurstöðu að nauðsynlegt sé að fresta fyrirhuguðum landsfundi flokksins fram á haust. Þrátt fyrir að hópurinn búi að því er virðist yfir einhverjum leyni/töfragögnum um veðurfar þá sér hann sér ekki fært að deila með okkur hinum hver sé hin fullkomna dagsetning veðurfarslega séð nema bara „líklega bara í haust.“ Í umræddri frétt kemur einnig fram að síðan árið 2015 hafa aðeins tveir landsfundir verið, þrátt fyrir að þeir eigi að vera að jafnaði annað hvert ár. Forysta flokksins í seinni tíð hefur því verulega látið reyna á merkingu orðanna „að jafnaði.“ Raunar er landsfundaskuld flokksins orðin svo mikil að höfundur leggur það til að við göngum að tillögum starfshópsins um að halda landsfund í haust, auk þess að halda í þau áform að hafa landsfund í febrúar, og jafnvel reyna að kreista inn einum fundi í sumar (veðurfarsnefndin hlýtur að verða ánægð með það) þannig að flokkurinn verði kominn á réttan kjöl í það minnsta hvað þetta varðar. Það er reyndar ómálefnalegt að reyna að kenna forystu flokksins um þennan skort á landsfundum, það voru óviðráðanlegar ástæður fyrir þessu öllu saman, kosningar, samkomutakmarkanir og fleira. Ég meina það er ekki eins og að þetta sama fólk hafi verið í ríkisstjórn eða eitthvað svoleiðis… Svo er það kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur en það er að afrakstur þessarar yfirnáttúrulegu nefndar, sem hefur varið öllum mánuðinum í að garfa í veðurmælingagögnum og setja upp hin flóknustu reiknirit, er að það eigi helst að halda fundinn „líklegast bara í haust.“ Líklegast bara í haust? Er það það eina sem þið hafið upp á að bjóða? Að það sé vísindalegur fasti að það rigni hér eldi og brennisteini og að fólk verði úti fyrir utan Laugardalshöllina helgina 28. febrúar - 2. mars en örvæntum ekki því handan við hornið, við enda ganganna sé paradísin sem er hið íslenska haust? Lá ykkur svona mikið á að reyna í örvæntingu að fá þessum fundi frestað að þið gátuð ekki einu sinni klárað lygasöguna með því að segja að það verði geggjað veður 28. september? Eða 35. október? Ég hefði miklu frekar getað gleypt það að Jens Garðar væri búinn að tala við fiskana og þeir segja að það verði blindbylur í febrúar en bongó í nóvember. En menn lögðu það ekki einu sinni á sig að kokka það upp. Sorglegt. Höfundur hefur ekki HUGMYND um hvernig veðrið verður í lok febrúar, hvað þá í haust.
Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Svo virðist sem ólga ríki meðal Sjálfstæðismanna vegna mögulegrar frestunar landsfundar sem til stóð að yrði haldinn í febrúar. Formanni Varðar og Samtaka eldri Sjálfstæðismanna er brugðið yfir fréttunum og segja þau enga ástæðu til að fresta þegar frestuðum landsfundi. 27. desember 2024 20:07
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar