Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar 20. desember 2024 08:02 Vetrarsólstöður eru á næsta leiti. Þegar klukkan er 19 mínútur yfir níu, nú á laugardaginn kemur. þá hefst hið fyrirsjáanlega undanhald skammdegis hér á Norðurhveli. Plánetan okkar hallar jú með tilliti til sólargangsins og senn hefst þá sá hluti hringferðar hennar, þar sem norðurhvelið sækir æ meiri birtu og yl allt þar til kemur að sjálfri jónsmessunni. Já, þannig er jú þessi hringferð öll. Eftir hálft ár ríkir ljósið eitt á himinhvolfinu. Sú bjarta nótt er í kristnum samfélögum kennd við manninn sem boðaði komu Krists, Jóhannes skírara. Jónsmessa dregur heiti sitt af honum og fyrir því eru ástæður sem mér finnast alltaf svo áhugaverðar. Því Jóhannes þessi var víst mikill ræðuskörungur og fólk flykktist að úr öllum áttum til að hlýða á erindi hans og boðskap. Og þar birtist okkur kunnuglegt stef úr mannlegu samfélagi. Vinsældir og lýðhylli geta gripið fólk heljartökum. Spyrjandi andlit, augu full aðdáunar og fólk sem hlýðir án þess að spyrja spurninga – slík viðbrögð geta dregið fram það versta úr fólki. Hversu mörg dæmi eigum við um leiðtoga sem gleymdu boðskap sínum, ef einhver var, og gerðu sjálfa sig að markmiði fylgjendanna? Hégóminn rís upp fyrir öll velsæmismörk. Já, þegar við stöfum íslenska orðið hégómi sjáum við að inni í því leynist þriggja stafa orð sem dregur saman þá ógn sem fólki getur stafað af slíkum vinsældum. Já, það er hið alþjóðlega hugtak ,,egó”. Hégóminn felur það inni í sér. Jóhannes þessi fær þess vegna þann heiður að bjartasta nótt ársins er kennd við hann. Honum virðist hafa verið ljós hættan sem fylgir egóinu. Hann ýtti frá sér öllu stórlæti þegar fólkið spurði hvort hann væri sá leiðtogi sem þau ættu að fylgja. Nei, Jóhannes skírari boðaði komu Krists. Hann kvaðst vera sá sem myndi ryðja brautina fyrir Jesú. Svo sagði hann þessi orð: ,,Hann á að vaxa en ég að minnka.” Svona tala einstaklingar sem eru hluti af einhverju stærra og meira en þeir sjálfir, hafa hugmyndir um betri heim, gæði sem standa ofar athygli, völdum og auði. Jóhannes boðaði að Jesús myndi hefja þjónustu sína. Hann dró sig svo í hlé svo Kristur mætti flytja sinn boðskap. Þegar sólin er hæst á lofti um sumarsólstöður, þá minnumst við Jóhannesar. Svo styttist sólargangurinn allt til þess, að myrkur grúfir yfir norðurhveli jarðar. Í dag erum við alveg hinum megin hvað möndulhallann varðar, nú eru vetrarsólstöður. Við íslendingar tölum reyndar um jól, en enskumælandi um Christmas, Kristsmessu. Sólin, í þeim skilningi miðlar boðskap Jóhannesar og Jesú. Ljósið og myrkrið eru sterk tákn, eins og messur Jóhannesar og Krists bera með sér. Jóhannes var spámaður. Spámenn benda á aðalatriðin, fá okkur til að hugsa um það sem mestu varðar en týna okkur ekki í öllu því sem hefur engin áhrif þegar upp er staðið. Það mikilvægasta er að við getum farið að dæmi Jóhannesar og hvílt egóið okkar þegar önnur og mikilvægari verðmæti standa okkur til boða. „Hann á að vaxa en ég á að minnka.“ Þessi orð ættu að vera okkur hugstæð ef við viljum berjast fyrir bættum heimi og betra samfélagi sem byggir á raunverulegum gildum og björtum hugsjónum. Og í kjölfar Kristsmessunnar tekur sólin að hækka á lofti að nýju. Sigur ljóssins á myrkrinu á sér ekki eingöngu stað í ríki náttúrunnar. Sú sigurstund getur með sama hætti orðið í sálarlífi okkar mannanna, þegar við veljum þann góða kost að fylgja boðskap Jesú Krists, sem sjálfur gekk fram í hógværð og hófsemd. Höfundur er sóknarprestur í Neskirkju. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli S. Ólafsson Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Vetrarsólstöður eru á næsta leiti. Þegar klukkan er 19 mínútur yfir níu, nú á laugardaginn kemur. þá hefst hið fyrirsjáanlega undanhald skammdegis hér á Norðurhveli. Plánetan okkar hallar jú með tilliti til sólargangsins og senn hefst þá sá hluti hringferðar hennar, þar sem norðurhvelið sækir æ meiri birtu og yl allt þar til kemur að sjálfri jónsmessunni. Já, þannig er jú þessi hringferð öll. Eftir hálft ár ríkir ljósið eitt á himinhvolfinu. Sú bjarta nótt er í kristnum samfélögum kennd við manninn sem boðaði komu Krists, Jóhannes skírara. Jónsmessa dregur heiti sitt af honum og fyrir því eru ástæður sem mér finnast alltaf svo áhugaverðar. Því Jóhannes þessi var víst mikill ræðuskörungur og fólk flykktist að úr öllum áttum til að hlýða á erindi hans og boðskap. Og þar birtist okkur kunnuglegt stef úr mannlegu samfélagi. Vinsældir og lýðhylli geta gripið fólk heljartökum. Spyrjandi andlit, augu full aðdáunar og fólk sem hlýðir án þess að spyrja spurninga – slík viðbrögð geta dregið fram það versta úr fólki. Hversu mörg dæmi eigum við um leiðtoga sem gleymdu boðskap sínum, ef einhver var, og gerðu sjálfa sig að markmiði fylgjendanna? Hégóminn rís upp fyrir öll velsæmismörk. Já, þegar við stöfum íslenska orðið hégómi sjáum við að inni í því leynist þriggja stafa orð sem dregur saman þá ógn sem fólki getur stafað af slíkum vinsældum. Já, það er hið alþjóðlega hugtak ,,egó”. Hégóminn felur það inni í sér. Jóhannes þessi fær þess vegna þann heiður að bjartasta nótt ársins er kennd við hann. Honum virðist hafa verið ljós hættan sem fylgir egóinu. Hann ýtti frá sér öllu stórlæti þegar fólkið spurði hvort hann væri sá leiðtogi sem þau ættu að fylgja. Nei, Jóhannes skírari boðaði komu Krists. Hann kvaðst vera sá sem myndi ryðja brautina fyrir Jesú. Svo sagði hann þessi orð: ,,Hann á að vaxa en ég að minnka.” Svona tala einstaklingar sem eru hluti af einhverju stærra og meira en þeir sjálfir, hafa hugmyndir um betri heim, gæði sem standa ofar athygli, völdum og auði. Jóhannes boðaði að Jesús myndi hefja þjónustu sína. Hann dró sig svo í hlé svo Kristur mætti flytja sinn boðskap. Þegar sólin er hæst á lofti um sumarsólstöður, þá minnumst við Jóhannesar. Svo styttist sólargangurinn allt til þess, að myrkur grúfir yfir norðurhveli jarðar. Í dag erum við alveg hinum megin hvað möndulhallann varðar, nú eru vetrarsólstöður. Við íslendingar tölum reyndar um jól, en enskumælandi um Christmas, Kristsmessu. Sólin, í þeim skilningi miðlar boðskap Jóhannesar og Jesú. Ljósið og myrkrið eru sterk tákn, eins og messur Jóhannesar og Krists bera með sér. Jóhannes var spámaður. Spámenn benda á aðalatriðin, fá okkur til að hugsa um það sem mestu varðar en týna okkur ekki í öllu því sem hefur engin áhrif þegar upp er staðið. Það mikilvægasta er að við getum farið að dæmi Jóhannesar og hvílt egóið okkar þegar önnur og mikilvægari verðmæti standa okkur til boða. „Hann á að vaxa en ég á að minnka.“ Þessi orð ættu að vera okkur hugstæð ef við viljum berjast fyrir bættum heimi og betra samfélagi sem byggir á raunverulegum gildum og björtum hugsjónum. Og í kjölfar Kristsmessunnar tekur sólin að hækka á lofti að nýju. Sigur ljóssins á myrkrinu á sér ekki eingöngu stað í ríki náttúrunnar. Sú sigurstund getur með sama hætti orðið í sálarlífi okkar mannanna, þegar við veljum þann góða kost að fylgja boðskap Jesú Krists, sem sjálfur gekk fram í hógværð og hófsemd. Höfundur er sóknarprestur í Neskirkju.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar