„Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Siggeir Ævarsson skrifar 19. desember 2024 21:56 Jóhann Þór þurfti enn einn leikinn að sætta sig við stöngin út frammistöðu Vísir/Hulda Margrét Grindvíkingar máttu sætta sig við 120-112 tap gegn KR í framlengdum leik í kvöld en Grindvíkingar kláruðu leikinn nánast á fimm leikmönnum eftir að hafa misst Jordan Aboudou út úr húsi með tvær tæknivillur og Daniel Mortensen af velli með fimm villur. Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var ósáttur með að tapa enn einu sinni á svekkjandi hátt. Stöngin út eins og hann hefur sagt nokkrum sinnum áður í vetur. „Hörku leikur á móti góðu KR liði. Ég held að þetta sé fimmta tapið okkar í vetur og aftur er þetta svekkjandi, einhvern veginn stöngin út. Það vantar svolítið upp á hjá okkur. Það er erfitt að kyngja því á þessum tíma en við erum ekkert að staldra við þetta. „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik.“ Aðspurður um brottrekstur Aboudou sagði Jóhann að þetta væri bara pirringur yfir því að vera ekki í standi, og blaðamaður ætti að þekkja þetta. „Hann sagði bara eitthvað við Kidda. Hann er náttúrulega bara pirraður á því að vera ekki kominn lengra en hann er. Vera bara ekki í betra standi. Við þekkjum þetta báðir, við erum með bjórvömb og nennum ekki í ræktina. Þetta er bara pirringur. Kiddi er bara með allt í teskeið, hann átti þetta skilið og bara út úr húsi.“ Jóhann var ekki sáttur með meirihlutann af þeim villum sem Daniel Mortensen fékk á sig í kvöld. „Auðvitað erfitt að missa Daniel út. Hann fær einhverjar tvær þrjár villur sem eru bara ekki villur. Það er ennþá meira svekkjandi fyrir vikið. Auðvitað bara erfitt að missa hann út en samt skilurðu, við gerum ágætlega og höldum okkur inni í þessu. Þetta fer í framlengingu. Fáum séns til að koma þessu í tvö stig en það klikkar. Eins og ég sagði áðan, pínu svona stöngin út.“ DeAndre Kane var ekki með Grindvíkingum í kvöld en Jóhann sagði að það ætti sér allt eðlilegar skýringar. „Hann bað bara um leyfi að fá að fara aðeins fyrr heim út af persónulegum ástæðum Ég varð við því, ekkert vesen sko.“ Það er stutt jólafrí framundan í deildinni. Jóhann ætlar ekki að taka neinar aukaæfingar en hann er ekki sáttur með þá ákvörðun að næsti leikur sé 2. janúar og setur stórt spurningamerki við það. „Við höldum bara í okkar venjur. Ég gef þeim gott frí alveg fram að jólum. Við komum svo aftur saman eftir jól. Það veitir ekkert af því, ég veit svo sem ekki í hvaða reykherbergi það var ákveðið að spila 2. janúar. Bara stutt og gott frí og svo bara áfram gakk.“ Bónus-deild karla Körfubolti UMF Grindavík Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Handbolti Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Fleiri fréttir Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Sjá meira
Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var ósáttur með að tapa enn einu sinni á svekkjandi hátt. Stöngin út eins og hann hefur sagt nokkrum sinnum áður í vetur. „Hörku leikur á móti góðu KR liði. Ég held að þetta sé fimmta tapið okkar í vetur og aftur er þetta svekkjandi, einhvern veginn stöngin út. Það vantar svolítið upp á hjá okkur. Það er erfitt að kyngja því á þessum tíma en við erum ekkert að staldra við þetta. „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik.“ Aðspurður um brottrekstur Aboudou sagði Jóhann að þetta væri bara pirringur yfir því að vera ekki í standi, og blaðamaður ætti að þekkja þetta. „Hann sagði bara eitthvað við Kidda. Hann er náttúrulega bara pirraður á því að vera ekki kominn lengra en hann er. Vera bara ekki í betra standi. Við þekkjum þetta báðir, við erum með bjórvömb og nennum ekki í ræktina. Þetta er bara pirringur. Kiddi er bara með allt í teskeið, hann átti þetta skilið og bara út úr húsi.“ Jóhann var ekki sáttur með meirihlutann af þeim villum sem Daniel Mortensen fékk á sig í kvöld. „Auðvitað erfitt að missa Daniel út. Hann fær einhverjar tvær þrjár villur sem eru bara ekki villur. Það er ennþá meira svekkjandi fyrir vikið. Auðvitað bara erfitt að missa hann út en samt skilurðu, við gerum ágætlega og höldum okkur inni í þessu. Þetta fer í framlengingu. Fáum séns til að koma þessu í tvö stig en það klikkar. Eins og ég sagði áðan, pínu svona stöngin út.“ DeAndre Kane var ekki með Grindvíkingum í kvöld en Jóhann sagði að það ætti sér allt eðlilegar skýringar. „Hann bað bara um leyfi að fá að fara aðeins fyrr heim út af persónulegum ástæðum Ég varð við því, ekkert vesen sko.“ Það er stutt jólafrí framundan í deildinni. Jóhann ætlar ekki að taka neinar aukaæfingar en hann er ekki sáttur með þá ákvörðun að næsti leikur sé 2. janúar og setur stórt spurningamerki við það. „Við höldum bara í okkar venjur. Ég gef þeim gott frí alveg fram að jólum. Við komum svo aftur saman eftir jól. Það veitir ekkert af því, ég veit svo sem ekki í hvaða reykherbergi það var ákveðið að spila 2. janúar. Bara stutt og gott frí og svo bara áfram gakk.“
Bónus-deild karla Körfubolti UMF Grindavík Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Handbolti Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Fleiri fréttir Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Sjá meira