Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Árni Jóhannsson skrifar 18. desember 2024 21:31 Grindavík - Stjarnan Bónus deild kvenna Haust 2024 Þorleifur Ólafsson Vísir / Pawel Cieslikiewicz Gengi Grindavíkur í Bónus deild kvenna hefur ekki verið upp á marga fiska og ekki skánaði það í kvöld þegar liðið tapaði sjötta leiknum í röð. Valur vann 69-67 þar sem úrslitin réðust á lokasekúndum leiksins þegar Alyssa Marie Cerino fékk vinalegt skopp á hringnum til að tryggja Val sigurinn. Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, gat ekki leynt vonbrigðum sínum en gat ekki komið því í orð hversu súr þessi niðurstaða var. „Þetta er bara pirrandi“, sagði Þorleifur og hélt svo áfram þegar hann var spurður að því hvað hafi klikkað í lok leiksins. „Gat ekki beðið um meira. Við gerðum lokaskotið erfitt en það fór ofan í og svo náðum við ekki að framkvæma okkar lokasókn nógu vel. Þetta er bara erfitt en þetta var ekki bara í restina. Við missum hausinn nokkrum sinnum en náum alltaf að koma til baka og ég er ánægður með það. Ég er ánægður með íslensku stelpurnar. Þær voru frábærar, við fengum framlag frá þeim stigalega og þær voru að leggja sig fram. Isabella var þó frábær og var að frákasta vel eins og hún á að gera“, sagði hann en Isabella Ósk Sigurðardóttir skoraði 23 stig og tók 19 fráköst ásamt ýmsu fleira en hún var með 37 í framlag í kvöld. Þorleifur var þá spurður að því hvort hann gæti tekið eitthvað út úr leiknum þó að sigur hafi ekki unnist. „Ég sá breytingar á sóknarleik liðsins. Við bjuggum til skot sem voru opin en vildu ekki ofan í. Svo vorum við að fara í kött til að opna en oft og tíðum höfum við verið í því að standa og horfa á. Ég sá breytingu sem skilaði sér ekki í stigum en það er hægt að byggja ofan á þetta.“ Grindvíkingar hafa átt erfitt þennan fyrri part vetrar en mikil meiðsli hafa sett strik í reikninginn. Var þessi fyrri partur af vetrinum ekki bara hræðilegur? „Jú, í raun og veru. Í öllu. Mikið af meiðslum, mikið af veikindum. Byrjar á því að Isabella misstígur sig á landsliðsæfingu og svo koll af kolli. Mér fannst við vera að komast á sprett en þá meiðast Hulda og Alexis. Svo var ég mjög jákvæður í gær og fannst við líklega vera að fara að rúlla þessum leik upp en þá meiðist Alexis aftur. Ég er ekki að fela mig bakvið þetta en þetta er samt erfitt. Erfitt fyrir stelpurnar að geta ekki sýnt sitt rétta andlit með fullskipað lið.“ „Þetta er erftitt fyrir mig upp á að skipuleggja okkur og við erum með leikmann sem er rosalega góður en hefur ekki náð að sýna sitt rétta andlit. Þetta er ákveðin svona skita. Við ætluðum okkur meira og hvað er það sem orsakar? Það er mikið sem hægt er að líta til og það lítum við á núna og reynum að mæta klárar eftir áramót.“ Verða þá einhverjar breytingar eftir áramót? „Ekki eins og staðan er núna. Ég ætla samt ekki að ljúga en ég er farinn að líta í kringum mig. Markaðurinn er erfiður og mjög lélegur en ég er ekki að fara í einhverjar skiptingar þar sem ég er búinn að skipta um 6-7 leikmenn fyrir febrúar. Það er á hreinu.“ Bónus-deild kvenna UMF Grindavík Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Valur vann Grindavík í lokaleik ársins í Bónus-deild kvenna í körfubolta með tveimur stigum 69-67 þar sem sigurinn réðst á síðustu andartökunum. 18. desember 2024 18:30 Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn Burnley - Man. United | Stjóralausir rauðir djöflar sækja nýliðana heim Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti Fleiri fréttir Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu „Ótrúlega dýrmætur sigur fyrir okkur“ Uppgjörið: Stjarnan - KR 98-96 | Stjarnan vann eftir háspennu Sjá meira
Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, gat ekki leynt vonbrigðum sínum en gat ekki komið því í orð hversu súr þessi niðurstaða var. „Þetta er bara pirrandi“, sagði Þorleifur og hélt svo áfram þegar hann var spurður að því hvað hafi klikkað í lok leiksins. „Gat ekki beðið um meira. Við gerðum lokaskotið erfitt en það fór ofan í og svo náðum við ekki að framkvæma okkar lokasókn nógu vel. Þetta er bara erfitt en þetta var ekki bara í restina. Við missum hausinn nokkrum sinnum en náum alltaf að koma til baka og ég er ánægður með það. Ég er ánægður með íslensku stelpurnar. Þær voru frábærar, við fengum framlag frá þeim stigalega og þær voru að leggja sig fram. Isabella var þó frábær og var að frákasta vel eins og hún á að gera“, sagði hann en Isabella Ósk Sigurðardóttir skoraði 23 stig og tók 19 fráköst ásamt ýmsu fleira en hún var með 37 í framlag í kvöld. Þorleifur var þá spurður að því hvort hann gæti tekið eitthvað út úr leiknum þó að sigur hafi ekki unnist. „Ég sá breytingar á sóknarleik liðsins. Við bjuggum til skot sem voru opin en vildu ekki ofan í. Svo vorum við að fara í kött til að opna en oft og tíðum höfum við verið í því að standa og horfa á. Ég sá breytingu sem skilaði sér ekki í stigum en það er hægt að byggja ofan á þetta.“ Grindvíkingar hafa átt erfitt þennan fyrri part vetrar en mikil meiðsli hafa sett strik í reikninginn. Var þessi fyrri partur af vetrinum ekki bara hræðilegur? „Jú, í raun og veru. Í öllu. Mikið af meiðslum, mikið af veikindum. Byrjar á því að Isabella misstígur sig á landsliðsæfingu og svo koll af kolli. Mér fannst við vera að komast á sprett en þá meiðast Hulda og Alexis. Svo var ég mjög jákvæður í gær og fannst við líklega vera að fara að rúlla þessum leik upp en þá meiðist Alexis aftur. Ég er ekki að fela mig bakvið þetta en þetta er samt erfitt. Erfitt fyrir stelpurnar að geta ekki sýnt sitt rétta andlit með fullskipað lið.“ „Þetta er erftitt fyrir mig upp á að skipuleggja okkur og við erum með leikmann sem er rosalega góður en hefur ekki náð að sýna sitt rétta andlit. Þetta er ákveðin svona skita. Við ætluðum okkur meira og hvað er það sem orsakar? Það er mikið sem hægt er að líta til og það lítum við á núna og reynum að mæta klárar eftir áramót.“ Verða þá einhverjar breytingar eftir áramót? „Ekki eins og staðan er núna. Ég ætla samt ekki að ljúga en ég er farinn að líta í kringum mig. Markaðurinn er erfiður og mjög lélegur en ég er ekki að fara í einhverjar skiptingar þar sem ég er búinn að skipta um 6-7 leikmenn fyrir febrúar. Það er á hreinu.“
Bónus-deild kvenna UMF Grindavík Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Valur vann Grindavík í lokaleik ársins í Bónus-deild kvenna í körfubolta með tveimur stigum 69-67 þar sem sigurinn réðst á síðustu andartökunum. 18. desember 2024 18:30 Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn Burnley - Man. United | Stjóralausir rauðir djöflar sækja nýliðana heim Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti Fleiri fréttir Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu „Ótrúlega dýrmætur sigur fyrir okkur“ Uppgjörið: Stjarnan - KR 98-96 | Stjarnan vann eftir háspennu Sjá meira
Leik lokið: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Valur vann Grindavík í lokaleik ársins í Bónus-deild kvenna í körfubolta með tveimur stigum 69-67 þar sem sigurinn réðst á síðustu andartökunum. 18. desember 2024 18:30