„Stundum svolítið ósanngjarnt að vera atvinnumaður í körfubolta“ Stefán Árni Pálsson skrifar 18. desember 2024 09:32 Álftanes leikur gegn Hetti í deildinni annað kvöld. Justin James ætti að vera klár í einhverjar mínútur. Nýr leikmaður Álftnesinga í Bónus deild karla í körfubolta hefur spilað yfir sjötíu leiki í NBA-deildinni. Hann var valinn númer 40 í nýliðavalinu af Sacramento Kings árið 2019. Bandaríkjamaðurinn Andrew Jones hefur sagt skilið við liðið og spilar því ekki fleiri leiki í búningi Álftaness. Í stað hans er kominn öflugur leikmaður Justin James sem á að baki tvö tímabil í NBA deildinni. „Við förum á leikmannamarkaðinn og könnum hvernig viðrar þar og sjáum í hvaða átt vindurinn blæs. Upp úr því öllu saman kemur þessi hugmynd að kanna hvort þetta væri möguleiki með Justin James,“ segir Kjartan Atli Kjartansson þjálfari Álftnesinga í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöldi. Traust og tengsl sem létu málin ganga upp „Þetta snýst svolítið mikið um traust og einhver tengsl. Umboðsmaður Justins er sá sami og er með Eric Ayala sem lék undir stjórn Hjalta Vilhjálmssonar hjá Keflavík. Þetta kemur í rauninni þaðan að það var traust á milli. Þarna var leikmaður sem var búinn að vera svolítið frá vegna meiðsla. Það er liðið eitt og hálft ár síðan hann spilaði leik og hann þurfti að komast eitthvert þar sem það væri traust á milli og okkar hlutverk verður að koma honum svolítið af stað. Það verða okkar skyldur gagnvart honum á meðan verða það hans skyldur að koma og falla inn í liðið og falla inn í leikstílinn sem við viljum spila.“ Kjartan segir að Justin James hafi tekið fyrstu æfinguna með Álftnesingum á mánudaginn. „Það er stundum svolítið ósanngjarnt að vera atvinnumaður í körfubolta. Hann til að mynda lendir á mánudagsmorgninum. Það verður smá töf á fluginu og það seinkast allt. Það var síðan slæm færð og hann var því kominn seint á dvalarstað sinn. Svo vaknar hann, keyrður á æfingu og borðar eitthvað smá rétt fyrir æfingu. Hann var bara mjög flottur á æfingunni eins og við var að búast. En eftir ferðalag þá fórum við líka frekar varlega með hann. Við eigum síðan bara eftir að sjá hvernig þetta þróast.“ Bónus-deild karla UMF Álftanes Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ Fótbolti Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla Sport Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Fótbolti Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Körfubolti Fleiri fréttir Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Andrew Jones hefur sagt skilið við liðið og spilar því ekki fleiri leiki í búningi Álftaness. Í stað hans er kominn öflugur leikmaður Justin James sem á að baki tvö tímabil í NBA deildinni. „Við förum á leikmannamarkaðinn og könnum hvernig viðrar þar og sjáum í hvaða átt vindurinn blæs. Upp úr því öllu saman kemur þessi hugmynd að kanna hvort þetta væri möguleiki með Justin James,“ segir Kjartan Atli Kjartansson þjálfari Álftnesinga í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöldi. Traust og tengsl sem létu málin ganga upp „Þetta snýst svolítið mikið um traust og einhver tengsl. Umboðsmaður Justins er sá sami og er með Eric Ayala sem lék undir stjórn Hjalta Vilhjálmssonar hjá Keflavík. Þetta kemur í rauninni þaðan að það var traust á milli. Þarna var leikmaður sem var búinn að vera svolítið frá vegna meiðsla. Það er liðið eitt og hálft ár síðan hann spilaði leik og hann þurfti að komast eitthvert þar sem það væri traust á milli og okkar hlutverk verður að koma honum svolítið af stað. Það verða okkar skyldur gagnvart honum á meðan verða það hans skyldur að koma og falla inn í liðið og falla inn í leikstílinn sem við viljum spila.“ Kjartan segir að Justin James hafi tekið fyrstu æfinguna með Álftnesingum á mánudaginn. „Það er stundum svolítið ósanngjarnt að vera atvinnumaður í körfubolta. Hann til að mynda lendir á mánudagsmorgninum. Það verður smá töf á fluginu og það seinkast allt. Það var síðan slæm færð og hann var því kominn seint á dvalarstað sinn. Svo vaknar hann, keyrður á æfingu og borðar eitthvað smá rétt fyrir æfingu. Hann var bara mjög flottur á æfingunni eins og við var að búast. En eftir ferðalag þá fórum við líka frekar varlega með hann. Við eigum síðan bara eftir að sjá hvernig þetta þróast.“
Bónus-deild karla UMF Álftanes Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ Fótbolti Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla Sport Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Fótbolti Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Körfubolti Fleiri fréttir Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Sjá meira