Landsvirkjun vill meiri orku (en ekki samt í orkuskipti) Snæbjörn Guðmundsson skrifar 16. desember 2024 08:03 Orkuskipti, orkuskortur, rafeldsneyti, kolefnisspor, skerðingar, orkukrísa, raforkuverð, almannahagsmunir. Þau eru mörg hugtökin sem notuð eru í orkuumræðunni þessa dagana. Sum þeirra lýsa raunverulegum viðfangsefnum sem skipta okkur öll máli, til dæmis í tengslum við loftslagsvána. Önnur eru orðasalat sem er þeytt inn í umfjöllun orkugeirans án þess að nokkur viti raunverulega hvað þau eiga að merkja. Fyrir almenning eru mörkin þarna á milli óljós og hagsmunaaðilar nýta sér það til að rugla fólk í ríminu og þrýsta á um frekari virkjanaframkvæmdir – að það verði að virkja hvað sem tautar og raular. Lesendur hafa eflaust margir velt því fyrir sér í hvað orka úr nýjum virkjunum eigi að fara, eða hvort það sé yfir höfuð nauðsynlegt að virkja meira. Svör Landsvirkjunar um málið eru afar loðin. Aðspurð í pósti á Instagram um hvert orka frá Búrfellslundi eigi að fara sagði forstöðumaður hjá Landsvirkjun: „Þessi orka fer inn á vinnslukerfið og í framhaldi af því til viðskiptavina Landsvirkjunar.“ Í framhaldi sagði hún: „Við þurfum meiri orku til að mæta þörfum samfélagsins vegna þess að við erum að fara í mörg mjög áhugaverð verkefni á næstunni. Við Íslendingar erum að fara í orkuskipti og það þarf meiri orku til að mæta þeim. Og það er mjög margt í gangi.“ Er þetta ásættanleg upplýsingagjöf stærsta orkufyrirtækis landsins til almennings um nýtingu náttúruauðlinda þjóðarinnar? Hvammsvirkjun og Búrfellslundur Nú stefnir Landsvirkjun að því að reisa tvö ný orkuver á næstu árum, Hvammsvirkjun (95 MW) og Búrfellslund (120 MW), en á teikniborðinu eru fjölmargar aðrar virkjanir. Mikill styr hefur staðið um þessar tvær virkjanir. Önnur mun vega að einum stærsta laxastofni við Norður-Atlantshafið, og hin mun raska helgi hálendisins. Samanlagt eiga þær tvær að framleiða um 1200 GWst/ári, en til samanburðar nýta heimili landsins samanlagt um 900 GWst/ári. Hvert á orkan úr þessum nýju virkjunum að rata? Fer e-ð af henni í orkuskipti? Ef svo er, hve mikið? Landsvirkjun hefur í mörg ár talað fjálglega um orkuskipti og almannahagsmuni, nú síðast í greininni Orkuskipti fyrir betri heim þann 14. desember síðastliðinn. Athygli vekur að hvergi í þeirri grein segir beinum orðum að raforka næstu virkjana eigi að fara í orkuskipti. Því miður er mjög örðugt að fá upplýsingar um raforkusölu Landsvirkjunar til stakra viðskiptavina en eftir fréttum á vefsíðu fyrirtækisins að dæma virðist lítil sem engin orka verða tiltæk frá nýju virkjununum í komandi orkuskipti. Það virðist nefnilega þegar verið búið að semja um sölu stærri hluta orkunnar til stórnotenda. Almenningi til upplýsingar hefur greinarhöfundur tekið saman tilkynningar Landsvirkjunar um nýja raforkusamninga frá árunum 2021–2024. Þrátt fyrir að fyrirtækið hafi á þeim árum kvartað sáran undan erfiðum rekstri, orkuskorti og skerðingum sá það sér engu að síður fært að skrifa undir hvern stórnotendasamninginn á fætur öðrum. Fara hér saman hljóð og mynd? Landsvirkjun selur til álvera, gagnavera og fiskeldisstöðva Á fyrrnefndu árabil sendi Landsvirkjun út eftirfarandi tilkynningar um nýja raforkusölusamninga. Í sumum þeirra kemur stærð raforkusamninganna raunar ekki fram og því torvelt að fá skýra heildarmynd af sölu fyrirtækisins til viðkomandi aðila. Júní 2021: Landsvirkjun og Verne Global undirrituðu nýjan samning, en ekki kemur fram hvort hann innifelur í sér aukna raforkusölu eða einungis endurnýjun fyrri samnings. Júlí 2021: Nýr samningur Landsvirkjunar og atNorth um raforkusölu til gagnavera en hvergi í frétt Landsvirkjunar eða annars staðar á netinu kemur fram hve stór nýi raforkusölusamningurinn er í MW. Þó segir í fréttinni að Landsvirkjun hafi þegar fyrr á árinu 2021 skrifað undir annan samning um raforkusölu til atNorth („Fyrr á árinu var gengið frá öðrum slíkum samningi og er því um mikla aukningu í viðskiptum að ræða á stuttum tíma.“) en engar upplýsingar finnast um þann samning, hvorki á síðu Landsvirkjunar né annars staðar á netinu. Júlí 2021: Landsvirkjun og Norðurál framlengdu fyrri samning upp á 161 MW og stækkuðu hann um 21 MW upp í alls 182 MW. Desember 2022: Landsvirkjun og Landeldi í Þorlákshöfn (núna First Water) skrifuðu undir 20 MW raforkusamning fyrir landeldisstöð í Þorlákshöfn. Í ágúst 2024 sagði forstjóri First Water að aflþörfin færi upp í 50 MW ef Hvammsvirkjun yrði að veruleika. Það bendir til þess að minnst þriðjungur af uppsettu afli Hvammsvirkjunar (95 MW) sé þegar eyrnamerktur First Water. Febrúar 2023: Yfirlýsing um að Landsvirkjun stefni að raforkusölu til GeoSalmo í Þorlákshöfn. Orka Náttúrunnar hefur frá því þessi yfirlýsing var undirritað samið um raforkusölu til GeoSalmo svo óvíst er hvort af raforkusölu Landsvirkjunar til GeoSalmo verði. Júní 2023: Landsvirkjun og atNorth á Akureyri semja um raforkusölu upp á 10 MW. Mars 2024: Landsvirkjun og Laxey í Vestmannaeyjum gera raforkusamning upp á 22 MW, sem eiga að koma frá Búrfellslundi og Hvammsvirkjun. Samkvæmt ofangreindum fréttatilkynningum einum hefur Landsvirkjun á síðustu fjórum árum þegar samið um sölu upp á a.m.k. 20 MW til álvera, 70 MW í laxeldi, og 10 MW til gagnavera, alls 100 MW sem er meira en uppsett afl Hvammsvirkjunar. Sem fyrr segir ættu lesendur að hafa í huga að þetta eru aðeins þær afltölur sem Landsvirkjunar birtir sjálf en ekki er sagt frá raforkumagni allra samninganna svo hér er um lágmarkstölur að ræða. Raforkunotkun samkvæmt nýjum stórnotendasamningum Landsvirkjunar slagar því væntanlega hátt upp í samanlagða áætlaða raforkuframleiðslu Hvammsvirkjunar og Búrfellslundar. Auk ofangreinds má benda á eftirfarandi tvær umfjallanir um stækkanir gagnaversfyrirtækja: Í júní 2023 kom fram að Verne Global hyggist stækka gagnaver sitt í Reykjanesbæ og auka afkastagetu þess um 56 MW, úr 40 MW upp í 96 MW. Ekki kemur fram hvaðan sú orka eigi að koma en Landsvirkjun sér gagnaverinu fyrir raforku í dag. Í nóvember 2024 birtist svo tilkynning á vefsíðu atNorth um stækkun gagnaveranna í Keflavík um 35 MW og á Akureyri um 16 MW, alls aukin raforkuþörf upp á 51 MW. Ekki kemur heldur fram hvaða fyrirtæki muni útvega orkuna sem til þarf en Landsvirkjun hefur hingað til útvegað atNorth orku í öll gagnaver fyrirtækisins. Þessar tvær fréttatilkynningar um aukna orkuþörf gagnavera upp á 90 MW benda til ofurvaxtar í gagnaversiðnaðinum. Ekki er auðséð hvaðan þessi orka eigi að koma en ekki er fráleitt að ætla að raforka framleidd í Hvammsvirkjun og Búrfellslundi muni enda í gagnaverunum. Almannahagsmunir? Engir ofangreindra samninga Landsvirkjunar snúa að orkuskiptum í samfélaginu. Orð fulltrúa Landsvirkjunar um betri heim eru marklaus. Nýir stórir raforkusölusamningar fyrirtækisins síðustu árin snúa allir að aukinni notkun og hagsmunum orkufreks iðnaðar. Raforkuframleiðsla tveggja nýrra virkjana fyrirtækisins mun hverfa í gin stórnotenda samstundis og virkjanirnar verða ræstar. Auk nýju samninganna má benda á tröllvaxnar hugmyndir stjórnenda Landsvirkjunar um framleiðslu rafeldsneytis til útflutnings upp á þúsundir GWst/ári sem greinarhöfundur hefur áður fjallað um. Eru þetta þeir almannahagsmunir sem stjórnendum Landsvirkjunar er tíðrætt um þegar réttlæta á nýjar virkjanaframkvæmdir á kostnað íslenskrar náttúru? Höfundur er jarðfræðingur og formaður náttúruverndarsamtakanna Náttúrugriða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Snæbjörn Guðmundsson Orkumál Landsvirkjun Umhverfismál Orkuskipti Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Sjá meira
Orkuskipti, orkuskortur, rafeldsneyti, kolefnisspor, skerðingar, orkukrísa, raforkuverð, almannahagsmunir. Þau eru mörg hugtökin sem notuð eru í orkuumræðunni þessa dagana. Sum þeirra lýsa raunverulegum viðfangsefnum sem skipta okkur öll máli, til dæmis í tengslum við loftslagsvána. Önnur eru orðasalat sem er þeytt inn í umfjöllun orkugeirans án þess að nokkur viti raunverulega hvað þau eiga að merkja. Fyrir almenning eru mörkin þarna á milli óljós og hagsmunaaðilar nýta sér það til að rugla fólk í ríminu og þrýsta á um frekari virkjanaframkvæmdir – að það verði að virkja hvað sem tautar og raular. Lesendur hafa eflaust margir velt því fyrir sér í hvað orka úr nýjum virkjunum eigi að fara, eða hvort það sé yfir höfuð nauðsynlegt að virkja meira. Svör Landsvirkjunar um málið eru afar loðin. Aðspurð í pósti á Instagram um hvert orka frá Búrfellslundi eigi að fara sagði forstöðumaður hjá Landsvirkjun: „Þessi orka fer inn á vinnslukerfið og í framhaldi af því til viðskiptavina Landsvirkjunar.“ Í framhaldi sagði hún: „Við þurfum meiri orku til að mæta þörfum samfélagsins vegna þess að við erum að fara í mörg mjög áhugaverð verkefni á næstunni. Við Íslendingar erum að fara í orkuskipti og það þarf meiri orku til að mæta þeim. Og það er mjög margt í gangi.“ Er þetta ásættanleg upplýsingagjöf stærsta orkufyrirtækis landsins til almennings um nýtingu náttúruauðlinda þjóðarinnar? Hvammsvirkjun og Búrfellslundur Nú stefnir Landsvirkjun að því að reisa tvö ný orkuver á næstu árum, Hvammsvirkjun (95 MW) og Búrfellslund (120 MW), en á teikniborðinu eru fjölmargar aðrar virkjanir. Mikill styr hefur staðið um þessar tvær virkjanir. Önnur mun vega að einum stærsta laxastofni við Norður-Atlantshafið, og hin mun raska helgi hálendisins. Samanlagt eiga þær tvær að framleiða um 1200 GWst/ári, en til samanburðar nýta heimili landsins samanlagt um 900 GWst/ári. Hvert á orkan úr þessum nýju virkjunum að rata? Fer e-ð af henni í orkuskipti? Ef svo er, hve mikið? Landsvirkjun hefur í mörg ár talað fjálglega um orkuskipti og almannahagsmuni, nú síðast í greininni Orkuskipti fyrir betri heim þann 14. desember síðastliðinn. Athygli vekur að hvergi í þeirri grein segir beinum orðum að raforka næstu virkjana eigi að fara í orkuskipti. Því miður er mjög örðugt að fá upplýsingar um raforkusölu Landsvirkjunar til stakra viðskiptavina en eftir fréttum á vefsíðu fyrirtækisins að dæma virðist lítil sem engin orka verða tiltæk frá nýju virkjununum í komandi orkuskipti. Það virðist nefnilega þegar verið búið að semja um sölu stærri hluta orkunnar til stórnotenda. Almenningi til upplýsingar hefur greinarhöfundur tekið saman tilkynningar Landsvirkjunar um nýja raforkusamninga frá árunum 2021–2024. Þrátt fyrir að fyrirtækið hafi á þeim árum kvartað sáran undan erfiðum rekstri, orkuskorti og skerðingum sá það sér engu að síður fært að skrifa undir hvern stórnotendasamninginn á fætur öðrum. Fara hér saman hljóð og mynd? Landsvirkjun selur til álvera, gagnavera og fiskeldisstöðva Á fyrrnefndu árabil sendi Landsvirkjun út eftirfarandi tilkynningar um nýja raforkusölusamninga. Í sumum þeirra kemur stærð raforkusamninganna raunar ekki fram og því torvelt að fá skýra heildarmynd af sölu fyrirtækisins til viðkomandi aðila. Júní 2021: Landsvirkjun og Verne Global undirrituðu nýjan samning, en ekki kemur fram hvort hann innifelur í sér aukna raforkusölu eða einungis endurnýjun fyrri samnings. Júlí 2021: Nýr samningur Landsvirkjunar og atNorth um raforkusölu til gagnavera en hvergi í frétt Landsvirkjunar eða annars staðar á netinu kemur fram hve stór nýi raforkusölusamningurinn er í MW. Þó segir í fréttinni að Landsvirkjun hafi þegar fyrr á árinu 2021 skrifað undir annan samning um raforkusölu til atNorth („Fyrr á árinu var gengið frá öðrum slíkum samningi og er því um mikla aukningu í viðskiptum að ræða á stuttum tíma.“) en engar upplýsingar finnast um þann samning, hvorki á síðu Landsvirkjunar né annars staðar á netinu. Júlí 2021: Landsvirkjun og Norðurál framlengdu fyrri samning upp á 161 MW og stækkuðu hann um 21 MW upp í alls 182 MW. Desember 2022: Landsvirkjun og Landeldi í Þorlákshöfn (núna First Water) skrifuðu undir 20 MW raforkusamning fyrir landeldisstöð í Þorlákshöfn. Í ágúst 2024 sagði forstjóri First Water að aflþörfin færi upp í 50 MW ef Hvammsvirkjun yrði að veruleika. Það bendir til þess að minnst þriðjungur af uppsettu afli Hvammsvirkjunar (95 MW) sé þegar eyrnamerktur First Water. Febrúar 2023: Yfirlýsing um að Landsvirkjun stefni að raforkusölu til GeoSalmo í Þorlákshöfn. Orka Náttúrunnar hefur frá því þessi yfirlýsing var undirritað samið um raforkusölu til GeoSalmo svo óvíst er hvort af raforkusölu Landsvirkjunar til GeoSalmo verði. Júní 2023: Landsvirkjun og atNorth á Akureyri semja um raforkusölu upp á 10 MW. Mars 2024: Landsvirkjun og Laxey í Vestmannaeyjum gera raforkusamning upp á 22 MW, sem eiga að koma frá Búrfellslundi og Hvammsvirkjun. Samkvæmt ofangreindum fréttatilkynningum einum hefur Landsvirkjun á síðustu fjórum árum þegar samið um sölu upp á a.m.k. 20 MW til álvera, 70 MW í laxeldi, og 10 MW til gagnavera, alls 100 MW sem er meira en uppsett afl Hvammsvirkjunar. Sem fyrr segir ættu lesendur að hafa í huga að þetta eru aðeins þær afltölur sem Landsvirkjunar birtir sjálf en ekki er sagt frá raforkumagni allra samninganna svo hér er um lágmarkstölur að ræða. Raforkunotkun samkvæmt nýjum stórnotendasamningum Landsvirkjunar slagar því væntanlega hátt upp í samanlagða áætlaða raforkuframleiðslu Hvammsvirkjunar og Búrfellslundar. Auk ofangreinds má benda á eftirfarandi tvær umfjallanir um stækkanir gagnaversfyrirtækja: Í júní 2023 kom fram að Verne Global hyggist stækka gagnaver sitt í Reykjanesbæ og auka afkastagetu þess um 56 MW, úr 40 MW upp í 96 MW. Ekki kemur fram hvaðan sú orka eigi að koma en Landsvirkjun sér gagnaverinu fyrir raforku í dag. Í nóvember 2024 birtist svo tilkynning á vefsíðu atNorth um stækkun gagnaveranna í Keflavík um 35 MW og á Akureyri um 16 MW, alls aukin raforkuþörf upp á 51 MW. Ekki kemur heldur fram hvaða fyrirtæki muni útvega orkuna sem til þarf en Landsvirkjun hefur hingað til útvegað atNorth orku í öll gagnaver fyrirtækisins. Þessar tvær fréttatilkynningar um aukna orkuþörf gagnavera upp á 90 MW benda til ofurvaxtar í gagnaversiðnaðinum. Ekki er auðséð hvaðan þessi orka eigi að koma en ekki er fráleitt að ætla að raforka framleidd í Hvammsvirkjun og Búrfellslundi muni enda í gagnaverunum. Almannahagsmunir? Engir ofangreindra samninga Landsvirkjunar snúa að orkuskiptum í samfélaginu. Orð fulltrúa Landsvirkjunar um betri heim eru marklaus. Nýir stórir raforkusölusamningar fyrirtækisins síðustu árin snúa allir að aukinni notkun og hagsmunum orkufreks iðnaðar. Raforkuframleiðsla tveggja nýrra virkjana fyrirtækisins mun hverfa í gin stórnotenda samstundis og virkjanirnar verða ræstar. Auk nýju samninganna má benda á tröllvaxnar hugmyndir stjórnenda Landsvirkjunar um framleiðslu rafeldsneytis til útflutnings upp á þúsundir GWst/ári sem greinarhöfundur hefur áður fjallað um. Eru þetta þeir almannahagsmunir sem stjórnendum Landsvirkjunar er tíðrætt um þegar réttlæta á nýjar virkjanaframkvæmdir á kostnað íslenskrar náttúru? Höfundur er jarðfræðingur og formaður náttúruverndarsamtakanna Náttúrugriða.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun