Öruggt hjá FH og Fram en endurkoma hjá ÍR á Nesinu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. desember 2024 21:36 Feðgarnir Baldur Fritz Bjarnason og Bjarni Fritzson. Bjarni er þjálfari ÍR en Baldur markahæsti leikmaður liðsins í vetur. Hann skoraði átta mörk gegn Gróttu. vísir/bjarni Grótta og ÍR gerðu jafntefli, 29-29, í hörkuleik í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. FH og Fram unnu hins vegar örugga sigra á HK og Fjölni. Baldur Fritz Bjarnason skoraði átta mörk fyrir ÍR-inga sem hafa náð í þrjú stig í síðustu tveimur leikjum sínum. Þeir eru í ellefta og næstsíðasta sæti deildarinnar með átta stig. Róbert Snær Örvarsson skoraði sex mörk fyrir ÍR, þar á meðal jöfnunarmarkið rúmri mínútu fyrir leikslok. Hann gat tryggt ÍR-ingum sigurinn en lokaskot hans geigaði. Gamla brýnið Arnór Freyr Stefánsson átti góða innkomu í mark Breiðhyltinga og varði átta af þeim fjórtán skotum sem hann fékk á sig (57 prósent). Seltirningar eru í 8. sæti deildarinnar með tíu stig en þeir hafa ekki unnið leik síðan 3. október. Grótta var tveimur mörkum yfir þegar tvær mínútur voru eftir en kastaði sigrinum frá sér. Sæþór Atlason var markahæstur í liði Gróttumanna með sjö mörk. Jón Ómar Gíslason skoraði fimm mörk. Birkir lokaði markinu FH vann sinn fimmta leik í röð þegar liðið lagði HK örugglega að velli, 30-21. HK-ingar unnu fyrri leikinn gegn FH-ingum en sáu ekki til sólar í kvöld. FH er á toppi deildarinnar með 21 stig en HK er í 10. sætinu með átta stig. Símon Michael Guðjónsson skoraði átta mörk fyrir FH og Jóhannes Berg Andrason sex. Birkir Fannar Bragason átti frábæra innkomu í markið hjá FH-ingum og varði fjórtán skot (53,8 prósent). Hjörtur Ingi Halldórsson og Kári Tómas Hauksson skoruðu fjögur mörk hvor fyrir HK sem tapaði boltanum fimmtán sinnum í leiknum og var aðeins með fimmtíu prósent skotnýtingu. Reynir kom að fimmtán mörkum Fram komst aftur á sigurbraut eftir tapið fyrir FH og vann botnlið Fjölnis, 28-36. Framarar eru í 3. sæti deildarinnar með sextán stig en Fjölnismenn eru áfram með sín sex stig. Reynir Þór Stefánsson og Theodór Sigurðsson skoruðu báðir sjö mörk fyrir Fram. Sá fyrrnefndi gaf einnig átta stoðsendingar. Arnór Máni Daðason og Breki Hrefn Árnason vörðu samtals sautján skot í marki Framara (37,8 prósent). Óðinn Freyr Heiðmarsson og Björgvin Páll Rúnarsson skoruðu sex mörk hvor fyrir Fjölni sem hefur tapað fimm leikjum í röð. Olís-deild karla Grótta ÍR FH HK Fjölnir Fram Tengdar fréttir Leik lokið: Afturelding - Valur 29-25 | Mosfellingar unnu stórleikinn Afturelding bar sigurorð af Val, 29-25, í stórleiknum í Olís-deild karla í kvöld. 5. desember 2024 21:05 Mest lesið Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Handbolti Fleiri fréttir Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Vill Wille burt Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ „Eru ekki öll lið bananahýði?“ Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ „Gætið ykkar á Óðni en ekki bara honum“ Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Hleraði leikhlé Norðmanna „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Sjá meira
Baldur Fritz Bjarnason skoraði átta mörk fyrir ÍR-inga sem hafa náð í þrjú stig í síðustu tveimur leikjum sínum. Þeir eru í ellefta og næstsíðasta sæti deildarinnar með átta stig. Róbert Snær Örvarsson skoraði sex mörk fyrir ÍR, þar á meðal jöfnunarmarkið rúmri mínútu fyrir leikslok. Hann gat tryggt ÍR-ingum sigurinn en lokaskot hans geigaði. Gamla brýnið Arnór Freyr Stefánsson átti góða innkomu í mark Breiðhyltinga og varði átta af þeim fjórtán skotum sem hann fékk á sig (57 prósent). Seltirningar eru í 8. sæti deildarinnar með tíu stig en þeir hafa ekki unnið leik síðan 3. október. Grótta var tveimur mörkum yfir þegar tvær mínútur voru eftir en kastaði sigrinum frá sér. Sæþór Atlason var markahæstur í liði Gróttumanna með sjö mörk. Jón Ómar Gíslason skoraði fimm mörk. Birkir lokaði markinu FH vann sinn fimmta leik í röð þegar liðið lagði HK örugglega að velli, 30-21. HK-ingar unnu fyrri leikinn gegn FH-ingum en sáu ekki til sólar í kvöld. FH er á toppi deildarinnar með 21 stig en HK er í 10. sætinu með átta stig. Símon Michael Guðjónsson skoraði átta mörk fyrir FH og Jóhannes Berg Andrason sex. Birkir Fannar Bragason átti frábæra innkomu í markið hjá FH-ingum og varði fjórtán skot (53,8 prósent). Hjörtur Ingi Halldórsson og Kári Tómas Hauksson skoruðu fjögur mörk hvor fyrir HK sem tapaði boltanum fimmtán sinnum í leiknum og var aðeins með fimmtíu prósent skotnýtingu. Reynir kom að fimmtán mörkum Fram komst aftur á sigurbraut eftir tapið fyrir FH og vann botnlið Fjölnis, 28-36. Framarar eru í 3. sæti deildarinnar með sextán stig en Fjölnismenn eru áfram með sín sex stig. Reynir Þór Stefánsson og Theodór Sigurðsson skoruðu báðir sjö mörk fyrir Fram. Sá fyrrnefndi gaf einnig átta stoðsendingar. Arnór Máni Daðason og Breki Hrefn Árnason vörðu samtals sautján skot í marki Framara (37,8 prósent). Óðinn Freyr Heiðmarsson og Björgvin Páll Rúnarsson skoruðu sex mörk hvor fyrir Fjölni sem hefur tapað fimm leikjum í röð.
Olís-deild karla Grótta ÍR FH HK Fjölnir Fram Tengdar fréttir Leik lokið: Afturelding - Valur 29-25 | Mosfellingar unnu stórleikinn Afturelding bar sigurorð af Val, 29-25, í stórleiknum í Olís-deild karla í kvöld. 5. desember 2024 21:05 Mest lesið Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Handbolti Fleiri fréttir Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Vill Wille burt Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ „Eru ekki öll lið bananahýði?“ Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ „Gætið ykkar á Óðni en ekki bara honum“ Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Hleraði leikhlé Norðmanna „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Sjá meira
Leik lokið: Afturelding - Valur 29-25 | Mosfellingar unnu stórleikinn Afturelding bar sigurorð af Val, 29-25, í stórleiknum í Olís-deild karla í kvöld. 5. desember 2024 21:05