Sjálfboðaliðar Rauða krossins: 100 ára saga samfélagslegra umbóta Sigurbjörg Birgisdóttir skrifar 5. desember 2024 12:32 Í ár fögnum við 100 ára afmæli Rauða krossins á Íslandi. Í heila öld hefur félagið unnið að því að bæta líf fólks og stuðla að betra samfélagi. Mikilvægt framlag sjálfboðaliða hefur gert Rauða krossinum kleift að sinna fjölbreyttum verkefnum bæði hér á landi og víða um heim. Á tímamótum sem þessum gefst okkur tækifæri til að líta yfir farinn veg, velta fyrir okkur mikilvægi sjálfboðastarfa og fjalla um þau fjölmörgu tækifæri sem sjálfboðastörf skapa fyrir samfélagið og einstaklinginn sjálfan. 100 ár af mannúð Saga Rauða krossins á Íslandi byggir á fjölmörgum verkefnum sem hafa snert líf fólks. Hér á landi hafa sjálfboðaliðar Rauði krossins meðal annars verið í farabroddi við útbreiðslu skyndihjálpar, stuðlað að bættri þekkingu um heilbrigðismál, tekið á móti og stutt við fólk sem neyðist til að flýja heimaland sitt, veitt sálrænan stuðning og athvarf til fólks í neyð og sinnt hjálparstarfi í kjölfar hamfara. Verkefni félagsins eru fjölbreytt og taka stöðugt mið af þörfum samfélagsins. Hvort sem um er að ræða fólk sem býr við einmanaleika, jaðarsetningu eða útlokun af einhverju tagi, leika sjálfboðaliðar lykilhlutverk í því að mæta þörfum fólks og samfélaga í neyð. Saga Rauða krossins er vitnisburður þess að sýna samkennd í verki. Samfélag án sjálfboðaliða? Það er erfitt að ímynda sér hvernig samfélag okkar væri án sjálfboðaliða. Sjálfboðastarf fyllir oft í þau skörð sem opinber velferðarþjónusta ræður ekki við, hvort sem það snýr að félagslegum stuðningi, geðheilbrigðisþjónustu eða aðstoð við fólk í neyð. Án sjálfboðaliða veikist félagsleg aðstoð og þjónusta til muna. Á Íslandi hafa sjálfboðaliðar Rauða krossins skilið eftir sig varanleg áhrif á íslenskt samfélag og unnið að þróun og uppbyggingu á þjónustu sem við teljum sjálfsagða í dag. Þar ber helst að nefna menntun hjúkrunarfræðinga, athvörf fyrir fólk sem glímir við heimilisleysi, félagsleg úrræði fyrir eldri borgara, akstur sjúkrabifreiða og skaðaminnkandi heilbrigðisþjónustu fyrir þau sem nota vímuefni. Með ómetanlegu framlagi þeirra hafa stjórnvöld og sveitarfélög getað veitt betri þjónustu og sinnt stærri hópi fólks. Sjálfboðaliðar auka þannig skilvirkni kerfisins og styrkja félagsauð samfélagsins. Hlutverk þeirra er ekki aðeins aðstoð í núinu heldur einnig þáttur í að byggja sjálfbært og samhent samfélag fyrir öll. Sjálfboðastörf: Ávinningur fyrir einstaklinginn Þátttaka í sjálfboðastarfi hefur ekki eingöngu jákvæð áhrif á samfélagið heldur einnig á einstaklinginn sjálfan. Sjálfboðaliðar upplifa oft aukið sjálfstraust, valdeflingu og aukna vellíðan. Verkefnin gefa fólki tækifæri til að efla tengslanetið sitt, víkka sjóndeildarhringinn og bæta við sig færni sem getur komið að góðum notum í atvinnuleit. Sjálfboðastarf getur einnig verið leið til að finna nýjar áherslur í lífi og starfi, eða jafnvel uppgötva nýjan starfsferil. Rannsóknir sýna að það að sinna sjálfboðastarfi getur haft jákvæð áhrif á bæði andlega og líkamlega heilsu, dregur úr streitu og eykur almenna ánægju með lífið. Hagur fyrir öll Sjálfboðastarf er eitt af fáum þáttum í lífinu sem öll græða á. Samfélagið verður sterkara, þjónustan betri og einstaklingurinn sjálfur öðlast persónulegan þroska og bætt lífsgæði. Það er ómetanlegt að vita að framlag þitt hefur áhrif – að þú sért hluti af einhverju stærra sem er hreyfiafl jákvæðra breytinga í heiminum. Á tímamótum sem þessum er vert að líta fram á veginn. Sjálfboðaliðar verða áfram máttarstólpar í verkefnum Rauða krossins sem og öðrum samfélagslegum umbótum. Það er okkar von að yfirferð þessi hvetji sem flest til að stíga fram og taka þátt. Það er hagur okkar allra. Höfundur er sérfræðingur í sjálfboðaliðastjórnun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Góðverk Félagasamtök Mest lesið Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Sjá meira
Í ár fögnum við 100 ára afmæli Rauða krossins á Íslandi. Í heila öld hefur félagið unnið að því að bæta líf fólks og stuðla að betra samfélagi. Mikilvægt framlag sjálfboðaliða hefur gert Rauða krossinum kleift að sinna fjölbreyttum verkefnum bæði hér á landi og víða um heim. Á tímamótum sem þessum gefst okkur tækifæri til að líta yfir farinn veg, velta fyrir okkur mikilvægi sjálfboðastarfa og fjalla um þau fjölmörgu tækifæri sem sjálfboðastörf skapa fyrir samfélagið og einstaklinginn sjálfan. 100 ár af mannúð Saga Rauða krossins á Íslandi byggir á fjölmörgum verkefnum sem hafa snert líf fólks. Hér á landi hafa sjálfboðaliðar Rauði krossins meðal annars verið í farabroddi við útbreiðslu skyndihjálpar, stuðlað að bættri þekkingu um heilbrigðismál, tekið á móti og stutt við fólk sem neyðist til að flýja heimaland sitt, veitt sálrænan stuðning og athvarf til fólks í neyð og sinnt hjálparstarfi í kjölfar hamfara. Verkefni félagsins eru fjölbreytt og taka stöðugt mið af þörfum samfélagsins. Hvort sem um er að ræða fólk sem býr við einmanaleika, jaðarsetningu eða útlokun af einhverju tagi, leika sjálfboðaliðar lykilhlutverk í því að mæta þörfum fólks og samfélaga í neyð. Saga Rauða krossins er vitnisburður þess að sýna samkennd í verki. Samfélag án sjálfboðaliða? Það er erfitt að ímynda sér hvernig samfélag okkar væri án sjálfboðaliða. Sjálfboðastarf fyllir oft í þau skörð sem opinber velferðarþjónusta ræður ekki við, hvort sem það snýr að félagslegum stuðningi, geðheilbrigðisþjónustu eða aðstoð við fólk í neyð. Án sjálfboðaliða veikist félagsleg aðstoð og þjónusta til muna. Á Íslandi hafa sjálfboðaliðar Rauða krossins skilið eftir sig varanleg áhrif á íslenskt samfélag og unnið að þróun og uppbyggingu á þjónustu sem við teljum sjálfsagða í dag. Þar ber helst að nefna menntun hjúkrunarfræðinga, athvörf fyrir fólk sem glímir við heimilisleysi, félagsleg úrræði fyrir eldri borgara, akstur sjúkrabifreiða og skaðaminnkandi heilbrigðisþjónustu fyrir þau sem nota vímuefni. Með ómetanlegu framlagi þeirra hafa stjórnvöld og sveitarfélög getað veitt betri þjónustu og sinnt stærri hópi fólks. Sjálfboðaliðar auka þannig skilvirkni kerfisins og styrkja félagsauð samfélagsins. Hlutverk þeirra er ekki aðeins aðstoð í núinu heldur einnig þáttur í að byggja sjálfbært og samhent samfélag fyrir öll. Sjálfboðastörf: Ávinningur fyrir einstaklinginn Þátttaka í sjálfboðastarfi hefur ekki eingöngu jákvæð áhrif á samfélagið heldur einnig á einstaklinginn sjálfan. Sjálfboðaliðar upplifa oft aukið sjálfstraust, valdeflingu og aukna vellíðan. Verkefnin gefa fólki tækifæri til að efla tengslanetið sitt, víkka sjóndeildarhringinn og bæta við sig færni sem getur komið að góðum notum í atvinnuleit. Sjálfboðastarf getur einnig verið leið til að finna nýjar áherslur í lífi og starfi, eða jafnvel uppgötva nýjan starfsferil. Rannsóknir sýna að það að sinna sjálfboðastarfi getur haft jákvæð áhrif á bæði andlega og líkamlega heilsu, dregur úr streitu og eykur almenna ánægju með lífið. Hagur fyrir öll Sjálfboðastarf er eitt af fáum þáttum í lífinu sem öll græða á. Samfélagið verður sterkara, þjónustan betri og einstaklingurinn sjálfur öðlast persónulegan þroska og bætt lífsgæði. Það er ómetanlegt að vita að framlag þitt hefur áhrif – að þú sért hluti af einhverju stærra sem er hreyfiafl jákvæðra breytinga í heiminum. Á tímamótum sem þessum er vert að líta fram á veginn. Sjálfboðaliðar verða áfram máttarstólpar í verkefnum Rauða krossins sem og öðrum samfélagslegum umbótum. Það er okkar von að yfirferð þessi hvetji sem flest til að stíga fram og taka þátt. Það er hagur okkar allra. Höfundur er sérfræðingur í sjálfboðaliðastjórnun.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun