Hagsmunamál okkar allra í stjórnarsáttmálann Trausti Hjálmarsson skrifar 5. desember 2024 10:33 Landbúnaður er undirstöðuatvinnugrein sem gegnir lykilhlutverki í efnahagslegri, félagslegri og umhverfislegri sjálfbærni þjóðarinnar. Hann tryggir fæðuöryggi, byggðafestu og framleiðir vörur sem uppfylla ströngustu gæðakröfur. Í ljósi aukinnar alþjóðlegrar óvissu og krafna um sjálfbærni er brýnt að stjórnvöld setji landbúnað í forgang. Bændasamtök Íslands leggja því áherslu á að málefni landbúnaðarins séu í forgangi í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar enda hagsmunamál okkar allra. Trygg afkoma bænda er forsenda þess að landbúnaður geti blómstrað og gegnt mikilvægu hlutverki sínu. Margir bændur búa við óstöðuga afkomu sem dregur úr hvata til fjárfestingar og nýsköpunar. Nýtum skattkerfið til að örva framleiðslu og fjárfestingar í landbúnaði. Komum á tryggingarkerfi sem dregur úr óvissu og fjárhagslegri áhættu bænda, sérstaklega í ljósi breytilegra markaðsaðstæðna, veðurfars og uppskerubrests. Regluverkið þarf síðan bæði að einfalda og nútímavæða til að auka skilvirkni og draga úr óþarfa skrifræði. Lækka þarf hindranir fyrir heimavinnslu afurða og beinni sölu frá bændum til neytenda til að auka við tekjumöguleikana. Styðjum við nýsköpun og þróun á sviði sjálfbærrar framleiðslu og kynbóta. Til að tryggja framtíð íslensks landbúnaðar þarf að leggja sérstaka áherslu á nýliðun og kynslóðaskipti. Starfandi bændum hefur fækkað á undanförnum árum, og ef ekki verður brugðist við mun sú þróun halda áfram. Stjórnvöld verða að auðvelda nýliðum að hefja búskap og styðja við kynslóðaskipti, t.a.m. með því að fresta eða fella niður niður erfðafjárskatt þegar jarðir eru yfirteknar til áframhaldandi búrekstrar. Auka þarf aðgengi að þolinmóðu fjármagni og veita stuðning við nýliða til að auðvelda upphaf búrekstrar. Samræma þarf byggðastefnu þannig að landbúnaður styðji við byggðafestu í dreifðum byggðum landsins. Mikilvægt er að tryggja að ræktarland sé nýtt til framleiðslu enda er jarðnæði grunnstoð sjálfbærs landbúnaðar. Ógn stafar af uppkaupum spákaupmanna og minnkandi nýtingu jarða til búskapar. Stemma þarf stigu við þeirri þróun með regluverki þannig að seljendur sjái hag sinn í því að selja jarðir sínar til áframhaldandi búrekstrar. Einn liður í því væri að veita skattaívilnanir og undanþágur frá skattlagningu söluhagnaðar í hendi seljenda svo fremiað kaupendur haldi áframbúrekstri á jörðinni. Þá er ekki síður nauðsynlegt að skilgreina og vernda hentugt landbúnaðarland með skipulagsáætlunum. Síðan er það fæðuöryggið sem er ekki aðeins lykilþáttur í daglegri neyslu heldur grundvallaratriði í þjóðaröryggi. Í ljósi áfalla á borð við náttúruhamfarir, Covid-19 og stríðsátök hefur viðkvæmni alþjóðlegra aðfangakeðja berlega komið í ljós. Með vaxandi íbúafjölda og aukinni ferðamennsku á Íslandi er ljóst að innlend matvælaframleiðsla þarf að aukast. Til að mæta þessum áskorunum þarf að bæta sjálfbærni í matvælaframleiðslu með innlendri framleiðslu á áburði og fóðri og styrkja aðfangakeðjur landbúnaðarins með aukinni nýsköpun og tæknivæðingu. Til að mæta aukinni eftirspurn og tryggja fæðuöryggi þá verður einfaldlega að efla innlenda matvælaframleiðslu og til þess þurfum við bændur. Til að tryggja sjálfbærni og jafna samkeppnisstöðu íslenskra landbúnaðarvara við innfluttar er tollvernd nauðsynleg. Án sterkrar tollverndar er hætt við að innfluttar landbúnaðarvörur grafi undan innlendri framleiðslu og þar með fæðuöryggi okkar. Þannig þarf að viðhalda og styrkja tollverndina til að stuðla að sjálfbærri innlendri framleiðslu og þá er ekki síður mikilvægt að tryggja að innfluttar vörur uppfylli sömu kröfur og íslenskar varðandi matvælaöryggi og dýravelferð. Takast þarf á við loftslagsmálin í landbúnaði án þess að draga úr matvælaframleiðslu eða ógna fæðuöryggi. Íslenskir bændur hafa þegar náð eftirtektarverðum árangri í að draga úr losun á hverja framleidda einingu en áfram þarf að vinna að því að samræma loftslagsaðgerðir og matvælaframleiðslu. Mikilvægt er að efla hringrásarhagkerfið í landbúnaði með frekari nýtingu lífrænna ferla og stuðla að aukinni skilvirkni í framleiðslu til að draga úr losun án þess að draga úr framleiðslu. Síðan þarf að styðja við rannsóknir og nýsköpun sem stuðla að enn meiri árangri í loftlagsmálum í landbúnaði. Lykilþáttur í rekstri margra búa er orkan en hækkandi raforkuverð hefur haft veruleg áhrif á afkomu bænda, sérstaklega í greinum þar sem raforka er stór hluti rekstrarkostnaðar, svo sem í ylrækt. Áhrifanna gætir líka hjá neytendum þar sem hækkun framleiðslukostnaðar leiðir til aukins matvælaverðs. Ásókn í raforku hér á landi hefur stóraukist á síðastliðnum árum sem hefur leitt til umtalsverðra verðhækkana á raforku sem sér ekki fyrir endann á. Tryggja þarf aðgengi bænda að raforku á sanngjörnu verði til að viðhalda hagkvæmni í búrekstri og koma þarf á forgangi í raforku fyrir matvælaframleiðslu til að vernda innlendan landbúnað. Þá er ekki síður mikilvægt að styðja við orkusparandi tækni og lausnir til að draga úr kostnaði og hámarka nýtingu raforku í landbúnaði. Styrkur landbúnaðarins er styrkur þjóðarinnar. Landbúnaðurinn gegnir lykilhlutverki í okkar samfélagi og með því að setja landbúnað í forgang í stjórnarsáttmála komandi ríkisstjórnar tryggja stjórnvöld ekki aðeins afkomu bænda heldur einnig fæðuöryggi, byggðafestu og umhverfisvernd – öllum til heilla. Höfundur er formaður Bændasamtaka Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trausti Hjálmarsson Landbúnaður Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Sjá meira
Landbúnaður er undirstöðuatvinnugrein sem gegnir lykilhlutverki í efnahagslegri, félagslegri og umhverfislegri sjálfbærni þjóðarinnar. Hann tryggir fæðuöryggi, byggðafestu og framleiðir vörur sem uppfylla ströngustu gæðakröfur. Í ljósi aukinnar alþjóðlegrar óvissu og krafna um sjálfbærni er brýnt að stjórnvöld setji landbúnað í forgang. Bændasamtök Íslands leggja því áherslu á að málefni landbúnaðarins séu í forgangi í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar enda hagsmunamál okkar allra. Trygg afkoma bænda er forsenda þess að landbúnaður geti blómstrað og gegnt mikilvægu hlutverki sínu. Margir bændur búa við óstöðuga afkomu sem dregur úr hvata til fjárfestingar og nýsköpunar. Nýtum skattkerfið til að örva framleiðslu og fjárfestingar í landbúnaði. Komum á tryggingarkerfi sem dregur úr óvissu og fjárhagslegri áhættu bænda, sérstaklega í ljósi breytilegra markaðsaðstæðna, veðurfars og uppskerubrests. Regluverkið þarf síðan bæði að einfalda og nútímavæða til að auka skilvirkni og draga úr óþarfa skrifræði. Lækka þarf hindranir fyrir heimavinnslu afurða og beinni sölu frá bændum til neytenda til að auka við tekjumöguleikana. Styðjum við nýsköpun og þróun á sviði sjálfbærrar framleiðslu og kynbóta. Til að tryggja framtíð íslensks landbúnaðar þarf að leggja sérstaka áherslu á nýliðun og kynslóðaskipti. Starfandi bændum hefur fækkað á undanförnum árum, og ef ekki verður brugðist við mun sú þróun halda áfram. Stjórnvöld verða að auðvelda nýliðum að hefja búskap og styðja við kynslóðaskipti, t.a.m. með því að fresta eða fella niður niður erfðafjárskatt þegar jarðir eru yfirteknar til áframhaldandi búrekstrar. Auka þarf aðgengi að þolinmóðu fjármagni og veita stuðning við nýliða til að auðvelda upphaf búrekstrar. Samræma þarf byggðastefnu þannig að landbúnaður styðji við byggðafestu í dreifðum byggðum landsins. Mikilvægt er að tryggja að ræktarland sé nýtt til framleiðslu enda er jarðnæði grunnstoð sjálfbærs landbúnaðar. Ógn stafar af uppkaupum spákaupmanna og minnkandi nýtingu jarða til búskapar. Stemma þarf stigu við þeirri þróun með regluverki þannig að seljendur sjái hag sinn í því að selja jarðir sínar til áframhaldandi búrekstrar. Einn liður í því væri að veita skattaívilnanir og undanþágur frá skattlagningu söluhagnaðar í hendi seljenda svo fremiað kaupendur haldi áframbúrekstri á jörðinni. Þá er ekki síður nauðsynlegt að skilgreina og vernda hentugt landbúnaðarland með skipulagsáætlunum. Síðan er það fæðuöryggið sem er ekki aðeins lykilþáttur í daglegri neyslu heldur grundvallaratriði í þjóðaröryggi. Í ljósi áfalla á borð við náttúruhamfarir, Covid-19 og stríðsátök hefur viðkvæmni alþjóðlegra aðfangakeðja berlega komið í ljós. Með vaxandi íbúafjölda og aukinni ferðamennsku á Íslandi er ljóst að innlend matvælaframleiðsla þarf að aukast. Til að mæta þessum áskorunum þarf að bæta sjálfbærni í matvælaframleiðslu með innlendri framleiðslu á áburði og fóðri og styrkja aðfangakeðjur landbúnaðarins með aukinni nýsköpun og tæknivæðingu. Til að mæta aukinni eftirspurn og tryggja fæðuöryggi þá verður einfaldlega að efla innlenda matvælaframleiðslu og til þess þurfum við bændur. Til að tryggja sjálfbærni og jafna samkeppnisstöðu íslenskra landbúnaðarvara við innfluttar er tollvernd nauðsynleg. Án sterkrar tollverndar er hætt við að innfluttar landbúnaðarvörur grafi undan innlendri framleiðslu og þar með fæðuöryggi okkar. Þannig þarf að viðhalda og styrkja tollverndina til að stuðla að sjálfbærri innlendri framleiðslu og þá er ekki síður mikilvægt að tryggja að innfluttar vörur uppfylli sömu kröfur og íslenskar varðandi matvælaöryggi og dýravelferð. Takast þarf á við loftslagsmálin í landbúnaði án þess að draga úr matvælaframleiðslu eða ógna fæðuöryggi. Íslenskir bændur hafa þegar náð eftirtektarverðum árangri í að draga úr losun á hverja framleidda einingu en áfram þarf að vinna að því að samræma loftslagsaðgerðir og matvælaframleiðslu. Mikilvægt er að efla hringrásarhagkerfið í landbúnaði með frekari nýtingu lífrænna ferla og stuðla að aukinni skilvirkni í framleiðslu til að draga úr losun án þess að draga úr framleiðslu. Síðan þarf að styðja við rannsóknir og nýsköpun sem stuðla að enn meiri árangri í loftlagsmálum í landbúnaði. Lykilþáttur í rekstri margra búa er orkan en hækkandi raforkuverð hefur haft veruleg áhrif á afkomu bænda, sérstaklega í greinum þar sem raforka er stór hluti rekstrarkostnaðar, svo sem í ylrækt. Áhrifanna gætir líka hjá neytendum þar sem hækkun framleiðslukostnaðar leiðir til aukins matvælaverðs. Ásókn í raforku hér á landi hefur stóraukist á síðastliðnum árum sem hefur leitt til umtalsverðra verðhækkana á raforku sem sér ekki fyrir endann á. Tryggja þarf aðgengi bænda að raforku á sanngjörnu verði til að viðhalda hagkvæmni í búrekstri og koma þarf á forgangi í raforku fyrir matvælaframleiðslu til að vernda innlendan landbúnað. Þá er ekki síður mikilvægt að styðja við orkusparandi tækni og lausnir til að draga úr kostnaði og hámarka nýtingu raforku í landbúnaði. Styrkur landbúnaðarins er styrkur þjóðarinnar. Landbúnaðurinn gegnir lykilhlutverki í okkar samfélagi og með því að setja landbúnað í forgang í stjórnarsáttmála komandi ríkisstjórnar tryggja stjórnvöld ekki aðeins afkomu bænda heldur einnig fæðuöryggi, byggðafestu og umhverfisvernd – öllum til heilla. Höfundur er formaður Bændasamtaka Íslands
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun