Ný kynslóð – sama ofbeldið Linda Dröfn Gunnarsdóttir skrifar 6. desember 2024 09:04 Alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi er þetta árið helgað baráttu gegn kvennamorðum, en það er hugtak sem hefur ekki verið mikið notað í íslenskri umræðu. Kvennamorð hafa þó sannarlega verið til staðar í íslenskri ofbeldissögu sem hrottalegasta birtingarmynd kynbundis ofbeldis, en slíkt ofbeldi er faraldur sem enn fær að geysa í íslensku samfélagi. Aukin fræðsla og vitundarvakning um birtingarmyndir ofbeldis í nánum samböndum hafa skilað okkur því að þolendur og aðstandendur þekkja betur mynstur ofbeldis í nánum samböndum. Komutölur í viðtalsþjónustu Kvennaathvarfsins segja okkur að konur og kvár leita sér oftar og jafnvel fyrr aðstoðar og stuðnings en áður. Það sem að slík vitundavakning virðist þó ekki skila er minna ofbeldi eða færri þolendur. Gerendum þeirra sem leita til Kvennaathvarfsins fækkar ekki, þeir eru enn á öllum aldri og úr öllum þjóðfélagsstigum íslensks samfélags. Bakslag í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi er í hæstu hæðum og kristallaðist ágætlega í niðurstöðum nýlegrar könnunar frá Finnlandi sem sýndi að fjórðungur finnskra karlmanna undir 35 ára aldri telur að konur gætu átt skilið að verða fyrir ofbeldi vegna þess hvernig þær hegða sér eða klæða sig. Orsakir slíks bakslags eru flóknar, en eitt þeirra vandamála sem við glímum við í baráttunni við kynbundið ofbeldi er úrræðaleysi réttarkerfisins, þar sem verkfæri til að tryggja öryggi þolenda eru máttlaus og andlegt ofbeldi ekki tekið nægilega alvarlega. Til þess að undirstrika alvarleika andlegs ofbeldis í nánum samböndum þá hafa rannsóknir í Ástralíu sýnt að rúm 40% kvenna sem voru þolendur nauðungarstjórnunnar höfðu ekki orðið fyrir líkamlegu ofbeldi og að morð er oft fyrsta líkamlega ofbeldið í slíku ofbeldissambandi. Annað vandamál er að ofbeldi í nánum samböndum virðist ekki fá sömu athygli og annað ofbeldi, sem gefur til kynna að við séum enn að eiga við þá gömlu mýtu að það sem gerist innan veggja heimilisins sé ekki endilega eitthvað sem við eigum að vera að skipta okkur af. Íhuga má hvort þetta sé ástæðan fyrir því að ekki sé hefð fyrir notkun á hugtakinu kvennamorð í íslenskri tungu og í raun ekki langt síðan að vísað var til slíkra tilfella sem „fjölskylduharmleiks“. Þessi tilgáta fær heldur betur byr undir báða vængi í nýlegri breskri samantekt sem sýnir að þar í landi eru refsingar við morði innan veggja heimilisins vægari en þegar konur eru drepnar á götum úti. Allt þetta sendir skýr skilaboð um að ofbeldi í nánum samböndum sé ekki eins alvarlegt og annað ofbeldi. Slík skilaboð búa til ómöguleika þegar unnið er að því að breyta afstöðu samfélagsins til kynbundis ofbeldis og gerir allt forvarnarstarf máttlaust. Það er ljóst að það þarf meira til en stöku vitundarvakningu til þess að ráða niðurlögum ofbeldis í nánum samböndum. Nýleg skýrsla á vegum WAVE (Women Against Violence Europe) mælir með því að beitt sé svokallaðri marglaga nálgun, sem sett er af stað samtímis á eins breiðum vettvangi og hægt er. Þetta þýðir að á sama tíma þarf að vinna að úrbótum í stofnanakerfi og lagaumhverfi, virkja stjórnmálaumræðu, auka virkni og meðvitund innan ólíkra samfélagshópa; og tryggja fræðslu á öllum stigum skólakerfisins – svo eitthvað sé nefnt. Skref í rétta átt eru sett fram í kröfugerð sem gefin hefur verið út í tilefni Kvennaárs 2025, en þessar kröfur setja tón sem fylgja þarf eftir með fleiri samhliða aðgerðum og samtali sem vinnur að því að rækta samkennd, tilfinningalega meðvitund og virðingu fyrir náunganum. Einungis slíkur samtakamáttur getur stuðlað að því að við komumst hjá því að horfa uppá nýja kynslóð eiga við sama ofbeldið. Höfundur er framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins. Greinin er birt í tengslum við alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Kynferðisofbeldi Mest lesið Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Sjá meira
Alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi er þetta árið helgað baráttu gegn kvennamorðum, en það er hugtak sem hefur ekki verið mikið notað í íslenskri umræðu. Kvennamorð hafa þó sannarlega verið til staðar í íslenskri ofbeldissögu sem hrottalegasta birtingarmynd kynbundis ofbeldis, en slíkt ofbeldi er faraldur sem enn fær að geysa í íslensku samfélagi. Aukin fræðsla og vitundarvakning um birtingarmyndir ofbeldis í nánum samböndum hafa skilað okkur því að þolendur og aðstandendur þekkja betur mynstur ofbeldis í nánum samböndum. Komutölur í viðtalsþjónustu Kvennaathvarfsins segja okkur að konur og kvár leita sér oftar og jafnvel fyrr aðstoðar og stuðnings en áður. Það sem að slík vitundavakning virðist þó ekki skila er minna ofbeldi eða færri þolendur. Gerendum þeirra sem leita til Kvennaathvarfsins fækkar ekki, þeir eru enn á öllum aldri og úr öllum þjóðfélagsstigum íslensks samfélags. Bakslag í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi er í hæstu hæðum og kristallaðist ágætlega í niðurstöðum nýlegrar könnunar frá Finnlandi sem sýndi að fjórðungur finnskra karlmanna undir 35 ára aldri telur að konur gætu átt skilið að verða fyrir ofbeldi vegna þess hvernig þær hegða sér eða klæða sig. Orsakir slíks bakslags eru flóknar, en eitt þeirra vandamála sem við glímum við í baráttunni við kynbundið ofbeldi er úrræðaleysi réttarkerfisins, þar sem verkfæri til að tryggja öryggi þolenda eru máttlaus og andlegt ofbeldi ekki tekið nægilega alvarlega. Til þess að undirstrika alvarleika andlegs ofbeldis í nánum samböndum þá hafa rannsóknir í Ástralíu sýnt að rúm 40% kvenna sem voru þolendur nauðungarstjórnunnar höfðu ekki orðið fyrir líkamlegu ofbeldi og að morð er oft fyrsta líkamlega ofbeldið í slíku ofbeldissambandi. Annað vandamál er að ofbeldi í nánum samböndum virðist ekki fá sömu athygli og annað ofbeldi, sem gefur til kynna að við séum enn að eiga við þá gömlu mýtu að það sem gerist innan veggja heimilisins sé ekki endilega eitthvað sem við eigum að vera að skipta okkur af. Íhuga má hvort þetta sé ástæðan fyrir því að ekki sé hefð fyrir notkun á hugtakinu kvennamorð í íslenskri tungu og í raun ekki langt síðan að vísað var til slíkra tilfella sem „fjölskylduharmleiks“. Þessi tilgáta fær heldur betur byr undir báða vængi í nýlegri breskri samantekt sem sýnir að þar í landi eru refsingar við morði innan veggja heimilisins vægari en þegar konur eru drepnar á götum úti. Allt þetta sendir skýr skilaboð um að ofbeldi í nánum samböndum sé ekki eins alvarlegt og annað ofbeldi. Slík skilaboð búa til ómöguleika þegar unnið er að því að breyta afstöðu samfélagsins til kynbundis ofbeldis og gerir allt forvarnarstarf máttlaust. Það er ljóst að það þarf meira til en stöku vitundarvakningu til þess að ráða niðurlögum ofbeldis í nánum samböndum. Nýleg skýrsla á vegum WAVE (Women Against Violence Europe) mælir með því að beitt sé svokallaðri marglaga nálgun, sem sett er af stað samtímis á eins breiðum vettvangi og hægt er. Þetta þýðir að á sama tíma þarf að vinna að úrbótum í stofnanakerfi og lagaumhverfi, virkja stjórnmálaumræðu, auka virkni og meðvitund innan ólíkra samfélagshópa; og tryggja fræðslu á öllum stigum skólakerfisins – svo eitthvað sé nefnt. Skref í rétta átt eru sett fram í kröfugerð sem gefin hefur verið út í tilefni Kvennaárs 2025, en þessar kröfur setja tón sem fylgja þarf eftir með fleiri samhliða aðgerðum og samtali sem vinnur að því að rækta samkennd, tilfinningalega meðvitund og virðingu fyrir náunganum. Einungis slíkur samtakamáttur getur stuðlað að því að við komumst hjá því að horfa uppá nýja kynslóð eiga við sama ofbeldið. Höfundur er framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins. Greinin er birt í tengslum við alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar