Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar 30. nóvember 2024 11:03 Frjálsar kosningar eru hornsteinn þess lýðræðissamfélags við búum í og blessunarlega er virk lýðræðisþátttaka er eitt af því sem hefur einkennt íslenskt samfélag. Í dag fara fram afar mikilvægar kosningar og skera um í hvað átt samfélagið okkar þróast á næstu árum. Framsókn samofin farsæld þjóðarinnar í 108 ár Algengt er að fólk stígi sín fyrstu skref í félagsstörfum með þátttöku í starfi stjórnmálaflokka með það að markmiði að hafa uppbyggileg áhrif á samfélagið sitt. Í 108 ár hefur Framsókn, elsti stjórnmálaflokkur á Íslandi, fylgt þjóðinni og verið farvegur fyrir fólk til að vinna að betra samfélagi. Sýn Framsóknar grundvallast á samvinnuhugsjóninni; að fólk geti náð meiri árangri með því að vinna saman. Að eina leiðin til tryggja sanngirni í samfélaginu sé með jöfnum tækifærum; að dreifa valdi, án tillits til auðs, stéttar, kyns eða annarra breyta. Manngildi ofar auðgildi. Samvinna er hugmyndafræði Fyrstu regnhlífar samvinnuhugsjónarinnar, samvinnufélögin, litu dagsins ljós á Bretlandi árið 1844 og bárust hingað til lands á seinni hluta 19. aldar. Grunnstef samvinnuhugsjónarinnar er í eðli sínu mjög einfalt; í stað þess að vinna í sitt hvoru horninu, nýta menn sameiginlega slagkraft sinn til að ná lengra – og leggja sig fram við það. Þetta hugarfar hefur sennilega aldrei verið mikilvægara en nú, í þeim krefjandi samtíma í alþjóðamálum sem við lifum. Til þess að stýra landi þarf raunverulega samvinnu. Í þeim anda hefur Framsókn stýrt sínum ráðuneytum í ríkisstjórn Íslands og lagt sitt af mörkum til þess að brúa bil milli ólíkra sjónarmiða. Mikilvægi samvinnu fyrir hagvöxt: Lærdómur frá nóbelsverðlaunahafa Samvinna gegnir lykilhlutverki í því að skapa sjálfbæran hagvöxt samkvæmt nóbelsverðlaunahafanum Edmund Phelps. Kenningar Phelps ganga út á tengsl nýsköpunar, menningar og efnahagslegs vaxtar. Hann leggur áherslu á að hagvöxtur sé ekki einungis háður fjárfestingu og vinnuafli, heldur einnig samspili hugvits, sköpunargáfu og þátttöku einstaklinga í samfélagslegum verkefnum. Samvinna auðveldar miðlun hugmynda og þróun nýrra lausna á vandamálum, sem er grunnur að nýsköpun. Í markaðshagkerfi, þar sem einstaklingar og fyrirtæki vinna saman, verður til hreyfiafl sem stuðlar að aukinni framleiðni og bættri tækni. Phelps lagði áherslu á mikilvægi þess að skapa menningu sem styður frumkvæði og ábyrgð, en slíkt krefst sterkrar samvinnu milli ólíkra hagsmunaaðila. Einnig sýna kenningar hans að félagslegt traust og sameiginleg markmið auka skilvirkni í framleiðsluferlum. Með samvinnu má nýta auðlindir betur og skapa verðmæti sem gagnast öllum. Þetta er sérstaklega mikilvægt á tímum hraðrar tækniþróunar, þar sem samvinna milli ríkis, fyrirtækja og rannsóknaraðila getur orðið lykill að stöðugum hagvexti. Án samvinnu hættir hagkerfum að staðna, en með henni verður til örvandi umhverfi sem hvetur til nýsköpunar og hagsældar fyrir samfélagið í heild. Er ekki bara áfram best að kjósa Framsókn? Við hjá Framsókn höfum vinnusemi að leiðarljósi, trúum því að verkefni eigi að leysa með ábyrgð, ástríðu og metnað að leiðarljósi fyrir land og þjóð. Við viljum skapa samfélag þar sem hver og einn getur nýtt hæfileika sína til fulls. Mörgum hrýs hugur við að upp úr kjörkössunum í dag komi hrein hægristjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Miðflokks með tilheyrandi sveltistefnu, niðurskurði og vanhugsaðri einkavæðingu ríkiseigna. Nú eða hrein ESB-stjórn Pírata, Viðreisnar og Samfylkingar, sem mun hækka skatta, og leggja gjörvallt stjórnkerfið undir aðlögunarferli að Evrópusambandinu næstu árin með tilheyrandi átökum í þjóðfélaginu. Aðild að ESB mun leiða af sér minni hagvöxt og framsal á fullveldi Íslands, þar með talið í auðlindamálum. Við þurfum ekki fleiri atriði til þess að ala á ósætti og óvissu í samfélaginu. Eini valkosturinn til þess að koma í veg fyrir fyrrnefnd stjórnarmynstur er að kjósa Framsókn, flokkinn á miðjunni, sem hefur einn stjórnmálaflokka fylgt þjóðinni samfellt í meira en heila öld. Það er engin miðja án Framsóknar, og engin framsókn án miðju. Við höfum sýnt með verkum okkar að okkur er treystandi til að ganga í verkin og klára þau í þágu þjóðar. Forgangsmálið framundan er að klára að ná verðbólgu og vöxtum niður og undirbyggja þannig enn frekari lífskjarasókn til framtíðar, sem frjáls og fullvalda þjóð. Því óskum við eftir þínum stuðningi í kosningunum í dag. Setjum X við B. Höfundur er hagfræðingur, menningar- og viðskiptaráðherra og varaformaður Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Dögg Alfreðsdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Framsóknarflokkurinn Mest lesið Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson Skoðun Ekkert réttlætir þjóðarmorð Ísraela í Palestínu Sveinn Þórhallsson Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson Skoðun Slúbbertar í skjóli BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir Skoðun Bæjarstjórinn í Kópavogi hendir fyrir vagninn Gunnar Gylfason Skoðun Mannúðarkrísa af mannavöldum Ingólfur Gíslason Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal Skoðun Að vinda ofan af gullhúðun Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Hvað þýðir það að vera úr sömu sveit? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar Skoðun Sæluríkið Ísland Einar Helgason skrifar Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Stormurinn gegn stóðhryssunni Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson skrifar Skoðun Til varnar Eyjafjöllum - og Íslandi öllu Pétur Jónasson skrifar Skoðun Réttlætið sem refsar Jóni Hjálmar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir skrifar Skoðun Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Bæjarstjórinn í Kópavogi hendir fyrir vagninn Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Ábyrg ferðamennska Hlynur Aðalsteinsson ,Josephine Lilian Roloff skrifar Skoðun Að vinda ofan af gullhúðun Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Hvað þýðir það að vera úr sömu sveit? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Mannúðarkrísa af mannavöldum Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Ekkert réttlætir þjóðarmorð Ísraela í Palestínu Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Slúbbertar í skjóli BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Ég er kominn heim Askur Hrafn Hannesson skrifar Skoðun Þetta með tungumálin eru ekki bara orðin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Kennum innflytjendum íslensku! Kristjana Þórdís Jónsdóttir,Sigrún Eiríksdóttir,Sigrún Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skreytt með stolnum fjöðrum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Er garðurinn þinn alveg grænn? Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Allt að 29% starfsmannavelta – starfsumhverfi drauma þinna? Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Fimm svikasögur úr raunveruleikanum Brynja María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Atlagan að almenna íbúðakerfinu Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Umfang þjáningarinnar á Gasa langt umfram þau úrræði sem hjálparstofnanir hafa yfir að ráða Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ísrael – hundrað augu fyrir eitt auga Halldór Reynisson skrifar Skoðun Laxmenn Landsvirkjunar Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Eru samfélagsmiðlar að gera okkur narsissísk eða bara að sýna hverja við verðlaunum? Zoe Christi Ann Moulder skrifar Sjá meira
Frjálsar kosningar eru hornsteinn þess lýðræðissamfélags við búum í og blessunarlega er virk lýðræðisþátttaka er eitt af því sem hefur einkennt íslenskt samfélag. Í dag fara fram afar mikilvægar kosningar og skera um í hvað átt samfélagið okkar þróast á næstu árum. Framsókn samofin farsæld þjóðarinnar í 108 ár Algengt er að fólk stígi sín fyrstu skref í félagsstörfum með þátttöku í starfi stjórnmálaflokka með það að markmiði að hafa uppbyggileg áhrif á samfélagið sitt. Í 108 ár hefur Framsókn, elsti stjórnmálaflokkur á Íslandi, fylgt þjóðinni og verið farvegur fyrir fólk til að vinna að betra samfélagi. Sýn Framsóknar grundvallast á samvinnuhugsjóninni; að fólk geti náð meiri árangri með því að vinna saman. Að eina leiðin til tryggja sanngirni í samfélaginu sé með jöfnum tækifærum; að dreifa valdi, án tillits til auðs, stéttar, kyns eða annarra breyta. Manngildi ofar auðgildi. Samvinna er hugmyndafræði Fyrstu regnhlífar samvinnuhugsjónarinnar, samvinnufélögin, litu dagsins ljós á Bretlandi árið 1844 og bárust hingað til lands á seinni hluta 19. aldar. Grunnstef samvinnuhugsjónarinnar er í eðli sínu mjög einfalt; í stað þess að vinna í sitt hvoru horninu, nýta menn sameiginlega slagkraft sinn til að ná lengra – og leggja sig fram við það. Þetta hugarfar hefur sennilega aldrei verið mikilvægara en nú, í þeim krefjandi samtíma í alþjóðamálum sem við lifum. Til þess að stýra landi þarf raunverulega samvinnu. Í þeim anda hefur Framsókn stýrt sínum ráðuneytum í ríkisstjórn Íslands og lagt sitt af mörkum til þess að brúa bil milli ólíkra sjónarmiða. Mikilvægi samvinnu fyrir hagvöxt: Lærdómur frá nóbelsverðlaunahafa Samvinna gegnir lykilhlutverki í því að skapa sjálfbæran hagvöxt samkvæmt nóbelsverðlaunahafanum Edmund Phelps. Kenningar Phelps ganga út á tengsl nýsköpunar, menningar og efnahagslegs vaxtar. Hann leggur áherslu á að hagvöxtur sé ekki einungis háður fjárfestingu og vinnuafli, heldur einnig samspili hugvits, sköpunargáfu og þátttöku einstaklinga í samfélagslegum verkefnum. Samvinna auðveldar miðlun hugmynda og þróun nýrra lausna á vandamálum, sem er grunnur að nýsköpun. Í markaðshagkerfi, þar sem einstaklingar og fyrirtæki vinna saman, verður til hreyfiafl sem stuðlar að aukinni framleiðni og bættri tækni. Phelps lagði áherslu á mikilvægi þess að skapa menningu sem styður frumkvæði og ábyrgð, en slíkt krefst sterkrar samvinnu milli ólíkra hagsmunaaðila. Einnig sýna kenningar hans að félagslegt traust og sameiginleg markmið auka skilvirkni í framleiðsluferlum. Með samvinnu má nýta auðlindir betur og skapa verðmæti sem gagnast öllum. Þetta er sérstaklega mikilvægt á tímum hraðrar tækniþróunar, þar sem samvinna milli ríkis, fyrirtækja og rannsóknaraðila getur orðið lykill að stöðugum hagvexti. Án samvinnu hættir hagkerfum að staðna, en með henni verður til örvandi umhverfi sem hvetur til nýsköpunar og hagsældar fyrir samfélagið í heild. Er ekki bara áfram best að kjósa Framsókn? Við hjá Framsókn höfum vinnusemi að leiðarljósi, trúum því að verkefni eigi að leysa með ábyrgð, ástríðu og metnað að leiðarljósi fyrir land og þjóð. Við viljum skapa samfélag þar sem hver og einn getur nýtt hæfileika sína til fulls. Mörgum hrýs hugur við að upp úr kjörkössunum í dag komi hrein hægristjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Miðflokks með tilheyrandi sveltistefnu, niðurskurði og vanhugsaðri einkavæðingu ríkiseigna. Nú eða hrein ESB-stjórn Pírata, Viðreisnar og Samfylkingar, sem mun hækka skatta, og leggja gjörvallt stjórnkerfið undir aðlögunarferli að Evrópusambandinu næstu árin með tilheyrandi átökum í þjóðfélaginu. Aðild að ESB mun leiða af sér minni hagvöxt og framsal á fullveldi Íslands, þar með talið í auðlindamálum. Við þurfum ekki fleiri atriði til þess að ala á ósætti og óvissu í samfélaginu. Eini valkosturinn til þess að koma í veg fyrir fyrrnefnd stjórnarmynstur er að kjósa Framsókn, flokkinn á miðjunni, sem hefur einn stjórnmálaflokka fylgt þjóðinni samfellt í meira en heila öld. Það er engin miðja án Framsóknar, og engin framsókn án miðju. Við höfum sýnt með verkum okkar að okkur er treystandi til að ganga í verkin og klára þau í þágu þjóðar. Forgangsmálið framundan er að klára að ná verðbólgu og vöxtum niður og undirbyggja þannig enn frekari lífskjarasókn til framtíðar, sem frjáls og fullvalda þjóð. Því óskum við eftir þínum stuðningi í kosningunum í dag. Setjum X við B. Höfundur er hagfræðingur, menningar- og viðskiptaráðherra og varaformaður Framsóknar.
Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar
Skoðun Kennum innflytjendum íslensku! Kristjana Þórdís Jónsdóttir,Sigrún Eiríksdóttir,Sigrún Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Allt að 29% starfsmannavelta – starfsumhverfi drauma þinna? Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Umfang þjáningarinnar á Gasa langt umfram þau úrræði sem hjálparstofnanir hafa yfir að ráða Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Eru samfélagsmiðlar að gera okkur narsissísk eða bara að sýna hverja við verðlaunum? Zoe Christi Ann Moulder skrifar