Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar 30. nóvember 2024 07:20 Það hefur vakið athygli mína og áhyggjur hversu marga ég hef hitt á þeim stutta tíma síðan ég bauð mig fyrst fram til Alþingis, sem nenna ekki að kjósa lengur því það „breytist hvort eð er aldrei neitt“. Þetta var sérstaklega áberandi fyrir síðustu kosningar en minna nú, enda liggja breytingar í loftinu, hvort sem þær verða raunverulegar þegar á reynir eða ekki. Á sama tíma og ég skil hversu langþreytt fólk er orðið eftir breytingum, enda er ég það sjálf, og tek undir að stjórnmálamenn til áratuga hafi farið illa með völd sín sem veldur þessu vonleysi allt of margra, get ég ekki samþykkt þetta viðhorf. Kosningarétturinn er einn mikilvægasti réttur sem við eigum og það var hart barist fyrir honum. Þó okkur þyki hann sjálfsagður í dag, er ekki þar með sagt að ekki sé hægt að svipta okkur honum eins og hefur verið gert í allt of mörgum löndum í heiminum. Þetta er réttur þar sem við höfum öll sama vægi. Atkvæði forseta Íslands hefur nákvæmlega sömu vigt og atkvæði verkakonunnar, kennarans eða forstjóra stórfyrirtækis. Fjórflokkurinn og alls kyns afleggjarar hans hafa ráðið lögum og lofum á Íslandi frá stofnun lýðveldisins. Þeim hafa aldrei fylgt raunverulegar breytingar fyrir fólkið í landinu og oft hafa þeir unnið fólkinu og hagsmunum þess raunverulegan og mælanlegan skaða. Skemmst er að minnast ríkisstjórnar Samfylkingarinnar og Vinstri grænna eftir hrun þar sem skjaldborgin var reist um fjármálakerfið sem stóð svo á virkisveggjunum og „skaut“ niður heimilin, eitt af öðru, þangað til a.m.k. 15.000 þeirra lágu í valnum og mörg þúsund önnur voru alvarlega særð. Fleiri dæmi eru til, en núna þurfum við raunverulegar breytingar og Flokk sem þorir að standa með Fólkinu gegn fjármálaöflunum í landinu. Staðreyndin er sú að þau sem ekki mæta á kjörstað eru í raun með afstöðuleysi sínu að styðja við öflin sem þau eru reiðust út í og að mínu mati er uppgjöf það eina sem ekki kemur til greina. Ég vil því hvetja alla sem vettlingi geta valdið til að mæta á kjörstað og láta vilja sinn í ljós. „Við“ erum fleiri en þau sem maka krókinn á „kerfunum okkar“ og á kjörstað er það einmitt fjöldinn sem skiptir máli en ekki fjármagnið. Mætum og sýnum samstöðu í verki. Aðeins þannig getum við breytt þjóðfélaginu. Höfundur er oddviti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásthildur Lóa Þórsdóttir Flokkur fólksins Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Það hefur vakið athygli mína og áhyggjur hversu marga ég hef hitt á þeim stutta tíma síðan ég bauð mig fyrst fram til Alþingis, sem nenna ekki að kjósa lengur því það „breytist hvort eð er aldrei neitt“. Þetta var sérstaklega áberandi fyrir síðustu kosningar en minna nú, enda liggja breytingar í loftinu, hvort sem þær verða raunverulegar þegar á reynir eða ekki. Á sama tíma og ég skil hversu langþreytt fólk er orðið eftir breytingum, enda er ég það sjálf, og tek undir að stjórnmálamenn til áratuga hafi farið illa með völd sín sem veldur þessu vonleysi allt of margra, get ég ekki samþykkt þetta viðhorf. Kosningarétturinn er einn mikilvægasti réttur sem við eigum og það var hart barist fyrir honum. Þó okkur þyki hann sjálfsagður í dag, er ekki þar með sagt að ekki sé hægt að svipta okkur honum eins og hefur verið gert í allt of mörgum löndum í heiminum. Þetta er réttur þar sem við höfum öll sama vægi. Atkvæði forseta Íslands hefur nákvæmlega sömu vigt og atkvæði verkakonunnar, kennarans eða forstjóra stórfyrirtækis. Fjórflokkurinn og alls kyns afleggjarar hans hafa ráðið lögum og lofum á Íslandi frá stofnun lýðveldisins. Þeim hafa aldrei fylgt raunverulegar breytingar fyrir fólkið í landinu og oft hafa þeir unnið fólkinu og hagsmunum þess raunverulegan og mælanlegan skaða. Skemmst er að minnast ríkisstjórnar Samfylkingarinnar og Vinstri grænna eftir hrun þar sem skjaldborgin var reist um fjármálakerfið sem stóð svo á virkisveggjunum og „skaut“ niður heimilin, eitt af öðru, þangað til a.m.k. 15.000 þeirra lágu í valnum og mörg þúsund önnur voru alvarlega særð. Fleiri dæmi eru til, en núna þurfum við raunverulegar breytingar og Flokk sem þorir að standa með Fólkinu gegn fjármálaöflunum í landinu. Staðreyndin er sú að þau sem ekki mæta á kjörstað eru í raun með afstöðuleysi sínu að styðja við öflin sem þau eru reiðust út í og að mínu mati er uppgjöf það eina sem ekki kemur til greina. Ég vil því hvetja alla sem vettlingi geta valdið til að mæta á kjörstað og láta vilja sinn í ljós. „Við“ erum fleiri en þau sem maka krókinn á „kerfunum okkar“ og á kjörstað er það einmitt fjöldinn sem skiptir máli en ekki fjármagnið. Mætum og sýnum samstöðu í verki. Aðeins þannig getum við breytt þjóðfélaginu. Höfundur er oddviti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi.
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun