Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar 29. nóvember 2024 16:33 Nú hefur því ítrekað verið spáð að Vinstihreyfingin – grænt framboð muni falla út af þingi. Ef marka má kosningaspár er ekki víst að nein vinstrihreyfing verði á Alþingi Íslendinga næsta kjörtímabil. Ég hitti þessa dagana fólk sem segir að það sé ekki til neins að kjósa VG, atkvæðið fari þá til spillis. Landsliðið í körfubolta vann frækinn sigur á Ítölum fyrir fáum dögum síðan – í útileik, eftir að hafa tapað fyrir þeim í heimaleik og Ítalir unnið alla sína leiki í riðlinum. Allir spáðu sigri Ítala – en það fór á annan veg. Landsliðsmenn hefðu getað látið þær spár slá sig út af laginu og gefist upp – en það gerðu þeir ekki. Öðru nær! Nú ætla ég að spá því að VG fái fimm þingmenn! Sú spá gæti vel gengið eftir, því útkoma kosninga er oft í litlu samræmi við kosningaspár.Það má velta fyrir sér af hverju það þykir ekki fréttnæmt að hátt í 50% kjósenda er enn óákveðinn. Óskir rætast, og tími kraftaverkanna er ekki liðinn! Vinstri græn eiga brýnt erindi á þing, hvort heldur í stjórn eða stjórnarandstöðu. Við höfum til þessa staðið okkur afburða vel í báðum þeim hlutverkum. Steingrímur J. Sigfússon var árum saman ræðukóngur Alþingis meðan hreyfingin var í stjórnarandstöðu. Katrín Jakobsdóttir á Íslandsmet í því að leiða sundrað lið, sem reynt hafði árangurslaust að berja saman stjórn. Okkar kona myndaði ríkisstjórn og stýrði henni gegnum þykkt og þunnt vel á sjöunda ár. Þrír flokkar og tveir þeirra yst á hvorum kanti! Þrír öflugir ráðherrar komu áfram ótrúlega mörgum stefnumálum vinstrimanna, náttúruverndara og jafnréttissina – þrátt fyrir Íhaldið! Þrátt fyrir að vera á jaðri stjórnmálanna hefur Vinstrihreyfingin – grænt framboð verið sameinandi afl. Hefur haldið saman afar ólíkum stjórnmálaöflum og í stefnu sinni í aldarfjórðung tengt saman kjarnamálefni eins og jöfnuð, jafnrétti, umhverfis- og loftslagsvernd og friðarmál. Í sundrung og ófriðarblikum um heim allan nú er brýn þörf fyrir slíkt stjórnmálaafl – einmitt nú. Kæru vinir vors og blóma! Gefumst ekki upp – látum ekki glepjast – kjósum rétt! Höfundur er eftirlaunamaður, búsettur í Vogum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þing í þágu kvenna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Nú hefur því ítrekað verið spáð að Vinstihreyfingin – grænt framboð muni falla út af þingi. Ef marka má kosningaspár er ekki víst að nein vinstrihreyfing verði á Alþingi Íslendinga næsta kjörtímabil. Ég hitti þessa dagana fólk sem segir að það sé ekki til neins að kjósa VG, atkvæðið fari þá til spillis. Landsliðið í körfubolta vann frækinn sigur á Ítölum fyrir fáum dögum síðan – í útileik, eftir að hafa tapað fyrir þeim í heimaleik og Ítalir unnið alla sína leiki í riðlinum. Allir spáðu sigri Ítala – en það fór á annan veg. Landsliðsmenn hefðu getað látið þær spár slá sig út af laginu og gefist upp – en það gerðu þeir ekki. Öðru nær! Nú ætla ég að spá því að VG fái fimm þingmenn! Sú spá gæti vel gengið eftir, því útkoma kosninga er oft í litlu samræmi við kosningaspár.Það má velta fyrir sér af hverju það þykir ekki fréttnæmt að hátt í 50% kjósenda er enn óákveðinn. Óskir rætast, og tími kraftaverkanna er ekki liðinn! Vinstri græn eiga brýnt erindi á þing, hvort heldur í stjórn eða stjórnarandstöðu. Við höfum til þessa staðið okkur afburða vel í báðum þeim hlutverkum. Steingrímur J. Sigfússon var árum saman ræðukóngur Alþingis meðan hreyfingin var í stjórnarandstöðu. Katrín Jakobsdóttir á Íslandsmet í því að leiða sundrað lið, sem reynt hafði árangurslaust að berja saman stjórn. Okkar kona myndaði ríkisstjórn og stýrði henni gegnum þykkt og þunnt vel á sjöunda ár. Þrír flokkar og tveir þeirra yst á hvorum kanti! Þrír öflugir ráðherrar komu áfram ótrúlega mörgum stefnumálum vinstrimanna, náttúruverndara og jafnréttissina – þrátt fyrir Íhaldið! Þrátt fyrir að vera á jaðri stjórnmálanna hefur Vinstrihreyfingin – grænt framboð verið sameinandi afl. Hefur haldið saman afar ólíkum stjórnmálaöflum og í stefnu sinni í aldarfjórðung tengt saman kjarnamálefni eins og jöfnuð, jafnrétti, umhverfis- og loftslagsvernd og friðarmál. Í sundrung og ófriðarblikum um heim allan nú er brýn þörf fyrir slíkt stjórnmálaafl – einmitt nú. Kæru vinir vors og blóma! Gefumst ekki upp – látum ekki glepjast – kjósum rétt! Höfundur er eftirlaunamaður, búsettur í Vogum.
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar