Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar 29. nóvember 2024 12:22 Sjálfstæðisflokkurinn hefur á síðustu árum tekið skýra forystu í málefnum eldri borgara með aðgerðum sem hafa bætt lífskjör þeirra og aukið fjárhagslegt öryggi. Sjálfstæðisflokkurinn vill þó ganga enn lengra í að tryggja að eldri borgarar njóti þess sem þeir hafa unnið fyrir, með skattalækkunum, auknum frítekjumörkum og kerfisumbótum sem miða að því að bæta hag þeirra sem verst standa. Framfarir í þjónustu og lægri skattar Sjálfstæðisflokkurinn hefur stýrt mikilvægu átaki í uppbyggingu hjúkrunarheimila og þjónustu við eldra fólk. Fjöldi hjúkrunarrýma hefur aukist um 881 frá 2017, þar af 622 ný rými, og aðstaða í 259 eldri rýmum hefur verið stórbætt. Með því að aðskilja byggingu og rekstur húsnæðis frá þjónustunni sjálfri hefur verið tryggt að eldri borgarar fái þjónustu sem byggir á faglegum forsendum, sem flýtt hefur fyrir uppbyggingu og aukið rekstrarhagkvæmni. Sjálfstæðisflokkurinn hefur sett fram skýrar áherslur um að auka ráðstöfunartekjur eldri borgara með því að lækka skatta og rýmka frítekjumörk: Sjálfstæðisflokkurinn vill að frítekjumark atvinnutekna hækki í 350 þúsund krónur á mánuði. Þetta eykur frelsi eldri borgara til að afla tekna án þess að lenda í tekjuskerðingum frá almannatryggingum. Þá vill flokkurinn hækka frítekjumark fjármagnstekna í 500 þúsund krónur og gefa eldri borgurum tækifæri til að njóta ávöxtunar á sparnaði sínum án þess að greiða skatt af verðbólgu. Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema helming erfðafjárskatts og fjórfalda frítekjumarkið í 20 milljónir króna, sem gerir fjölskyldum kleift að varðveita fjármuni fyrir komandi kynslóðir. Þessar breytingar tryggja að fjárhagslegt öryggi eldri borgara verði aukið verulega. Róttækar umbætur á lífeyriskerfinu Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið leiðandi í umbótum á almannatryggingakerfinu. Frá 2017 hefur grunnlífeyrir hækkað um rúmlega 45%, og sérstakt frítekjumark atvinnutekna var tekið upp árið 2018. Þrátt fyrir þessar framfarir er ljóst að betur má gera. Grunnlífeyrir almannatrygginga stendur í dag í um 330 þúsund krónum á mánuði, á meðan lágmarkslaun Starfsgreinasambandsins eru 425 þúsund krónur. Flokkurinn mun beita sér fyrir því að brú á milli þessara fjárhæða verði brúuð. Að sama skapi leggur flokkurinn áherslu á að afnema þær 45% skerðingar sem nú eiga sér stað fyrir hverja krónu sem aflað er umfram grunnlífeyri. Sjálfstæðisflokkurinn hefur innleitt stefnumótandi áætlunina „Gott að eldast“, sem tryggir að þjónusta við eldri borgara verði veitt á réttum tíma, á réttum stað og á forsendum þeirra sjálfra. Áhersla er lögð á að samþætta heimaþjónustu sveitarfélaga og heilbrigðisþjónustu, þannig að enginn falli milli kerfa. Skýr valkostur fyrir öruggt ævikvöld Sjálfstæðisflokkurinn stendur með eldri borgurum og boðar aðgerðir sem miða að bættum lífskjörum þeirra. Þetta er skýr andstæða við vinstriflokkana, sem leggja áherslu á skattahækkanir og aukin útgjöld. Til að breytingarnar komist í gegn þarf Sjálfstæðisflokkurinn að fá sterka kosningu í komandi kosningum. Með áframhaldandi forystu flokksins verður tryggt að eldri borgarar njóti þeirrar virðingar, frelsis og réttinda sem þeir eiga skilið. Valið er einfalt: Auka frelsi og kjör eldri borgara – eða láta skattahækkanir tefja framfarirnar. Sjálfstæðisflokkurinn stendur með eldri borgurum. Höfundur er frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynjar Níelsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Eldri borgarar Mest lesið Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn hefur á síðustu árum tekið skýra forystu í málefnum eldri borgara með aðgerðum sem hafa bætt lífskjör þeirra og aukið fjárhagslegt öryggi. Sjálfstæðisflokkurinn vill þó ganga enn lengra í að tryggja að eldri borgarar njóti þess sem þeir hafa unnið fyrir, með skattalækkunum, auknum frítekjumörkum og kerfisumbótum sem miða að því að bæta hag þeirra sem verst standa. Framfarir í þjónustu og lægri skattar Sjálfstæðisflokkurinn hefur stýrt mikilvægu átaki í uppbyggingu hjúkrunarheimila og þjónustu við eldra fólk. Fjöldi hjúkrunarrýma hefur aukist um 881 frá 2017, þar af 622 ný rými, og aðstaða í 259 eldri rýmum hefur verið stórbætt. Með því að aðskilja byggingu og rekstur húsnæðis frá þjónustunni sjálfri hefur verið tryggt að eldri borgarar fái þjónustu sem byggir á faglegum forsendum, sem flýtt hefur fyrir uppbyggingu og aukið rekstrarhagkvæmni. Sjálfstæðisflokkurinn hefur sett fram skýrar áherslur um að auka ráðstöfunartekjur eldri borgara með því að lækka skatta og rýmka frítekjumörk: Sjálfstæðisflokkurinn vill að frítekjumark atvinnutekna hækki í 350 þúsund krónur á mánuði. Þetta eykur frelsi eldri borgara til að afla tekna án þess að lenda í tekjuskerðingum frá almannatryggingum. Þá vill flokkurinn hækka frítekjumark fjármagnstekna í 500 þúsund krónur og gefa eldri borgurum tækifæri til að njóta ávöxtunar á sparnaði sínum án þess að greiða skatt af verðbólgu. Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema helming erfðafjárskatts og fjórfalda frítekjumarkið í 20 milljónir króna, sem gerir fjölskyldum kleift að varðveita fjármuni fyrir komandi kynslóðir. Þessar breytingar tryggja að fjárhagslegt öryggi eldri borgara verði aukið verulega. Róttækar umbætur á lífeyriskerfinu Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið leiðandi í umbótum á almannatryggingakerfinu. Frá 2017 hefur grunnlífeyrir hækkað um rúmlega 45%, og sérstakt frítekjumark atvinnutekna var tekið upp árið 2018. Þrátt fyrir þessar framfarir er ljóst að betur má gera. Grunnlífeyrir almannatrygginga stendur í dag í um 330 þúsund krónum á mánuði, á meðan lágmarkslaun Starfsgreinasambandsins eru 425 þúsund krónur. Flokkurinn mun beita sér fyrir því að brú á milli þessara fjárhæða verði brúuð. Að sama skapi leggur flokkurinn áherslu á að afnema þær 45% skerðingar sem nú eiga sér stað fyrir hverja krónu sem aflað er umfram grunnlífeyri. Sjálfstæðisflokkurinn hefur innleitt stefnumótandi áætlunina „Gott að eldast“, sem tryggir að þjónusta við eldri borgara verði veitt á réttum tíma, á réttum stað og á forsendum þeirra sjálfra. Áhersla er lögð á að samþætta heimaþjónustu sveitarfélaga og heilbrigðisþjónustu, þannig að enginn falli milli kerfa. Skýr valkostur fyrir öruggt ævikvöld Sjálfstæðisflokkurinn stendur með eldri borgurum og boðar aðgerðir sem miða að bættum lífskjörum þeirra. Þetta er skýr andstæða við vinstriflokkana, sem leggja áherslu á skattahækkanir og aukin útgjöld. Til að breytingarnar komist í gegn þarf Sjálfstæðisflokkurinn að fá sterka kosningu í komandi kosningum. Með áframhaldandi forystu flokksins verður tryggt að eldri borgarar njóti þeirrar virðingar, frelsis og réttinda sem þeir eiga skilið. Valið er einfalt: Auka frelsi og kjör eldri borgara – eða láta skattahækkanir tefja framfarirnar. Sjálfstæðisflokkurinn stendur með eldri borgurum. Höfundur er frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar