Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar 29. nóvember 2024 10:21 Fæst hafa velt því fyrir sér: „Hvenær ætli barnið mitt komist inn í grunnskóla?“, eðlilega ekki. Hið sama ætti að gilda um leikskólana. Þegar fæðingarorlofi lýkur grípa foreldrar of oft í tómt. Nýlega birtust fréttir af því að risa vinnustaður hefur ráðist í að bjóða starfsfólki sínu upp á dagvistun ungra barna. Starfsfólkið er þakklátt, mjög skiljanlega, en um leið er framtakið birtingarmynd vanda sem ríkið hefur hundsað of lengi en ætti að grípa inn í. Lögfestum leikskólastigið Leikskólastigið er ekki ríkinu óviðkomandi, þó sveitarfélögin beri þungann í málaflokknum. Þvert á móti er tími til kominn að ríkið axli ábyrgð á fyrsta skólastiginu og lögfesti leikskólastigið. Með því er átt við að tryggja fjármögnun leikskólanna, m.a. með breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga og tryggja rétt barna til leikskólavistar frá tilteknum aldri. Eyðum óvissunni Fæðingarorlofstaka foreldra hefst iðulega í mikilli óvissu um hvað tekur svo við, því ekki er vitað hvenær barnið fær dagvistun. Þessi ófyrirsjáanleiki er streituvaldur fyrir foreldra og kann að koma niður á samvistum barns og foreldris á þessum dýrmætu fyrstu mánuðum. Þetta leiðir of oft til þess að orlof annars foreldris brennur inni því ákvörðun er tekin um að fresta orlofstöku til lengri tíma til þess að lenda ekki í því sem verra er: Þegar orlof beggja foreldra klárast án þess að dagvistun er í boði og foreldrarnir þurfa að vera í skertu starfshlutfalli eða segja upp starfi. Á hinum Norðurlöndunum er réttur til dagvistunar tryggður þegar orlofi lýkur, eðlilega. Að foreldrar festist til lengri tíma í fæðingarorlofi þegar vilji þeirra stendur til þess að komast aftur í vinnu og að barnið fái dagvistun er auðvitað slæmt fyrir tekjur heimilisins, en líka fyrir atvinnurekanda og hið opinbera. Það sést glögglega á fyrrnefndu framtaki Arion banka sem sér hag sinn af því að reka dagvistun fyrir starfsfólk sitt samhliða sínum hefðbundna rekstri. Að sama skapi ætti ríkið að sjá hag sinn í því að hér sé rekið almennilegt leikskólastig sem er fjármagnað með fullnægjandi hætti, mannað og tryggir fyrirsjáanleika svo að fólk komist aftur í sín launuðu störf og þurfi ekki að teygja greiðslur úr Fæðingarorlofssjóði yfir lengri tíma en þá 12 mánuði sem fæðingarorlofinu er ætlað standa yfir. Þetta er augljóslega hagur allra. Nýtt fæðingarorlofskerfi Samfylkingarinnar Til viðbótar við að ríkið þurfi að axla ábyrgð á fyrsta skólastiginu og lögfesta leikskólastigið til að tryggja rétt barna til leikskólavistar frá tilteknum aldri eins og gert er á hinum Norðurlöndunum, þá boðar Samfylkingin nýtt fæðingarorlofskerfi sem tryggir afkomuöryggi foreldra betur í þá 12 mánuði sem orlof stendur yfir og hugar betur að heilsu móður og barns. Við ætlum að hætta að skerða lægstu tekjurnar, svo að orlofsgreiðslur vegna tekna undir 450 þúsund verða óskertar. Við munum tryggja launað meðgönguorlof fjórum vikum fyrir fæðingardag barns og auka rétt foreldra sem veikjast á meðgöngu. Við ætlum að láta hækkanir orlofsgreiðslna ná til allra sem eru í orlofi á sama tíma og hækka fæðingarstyrk. Við ætlum að færa viðmiðunartímabil orlofsgreiðslna nær fæðingardegi barns og tryggja að orlofsgreiðslur endurspegli tekjur foreldra betur. Við munum bæta rétt fjölburaforeldra og vinna að betra jafnvægi milli atvinnulífs og fjölskyldulífs. Kæri kjósandi, nú styttist í að þú getur sagt þína skoðun með kjörseðlinum og haft áhrif á hvernig við búum um verðandi foreldra og ung börn. Tryggjum breytingar sem bæta kjör ungra foreldra og fjölskyldna. Kjósum Samfylkinguna. Höfundur er lögmaður í 5. sæti á lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi og er í fæðingarorlofi með þriggja mánaða gamalt barn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Fæðingarorlof Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Skoðanagrein – Alþjóðlegi Gigtardaginn: Achieve Your Dreams Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Fæst hafa velt því fyrir sér: „Hvenær ætli barnið mitt komist inn í grunnskóla?“, eðlilega ekki. Hið sama ætti að gilda um leikskólana. Þegar fæðingarorlofi lýkur grípa foreldrar of oft í tómt. Nýlega birtust fréttir af því að risa vinnustaður hefur ráðist í að bjóða starfsfólki sínu upp á dagvistun ungra barna. Starfsfólkið er þakklátt, mjög skiljanlega, en um leið er framtakið birtingarmynd vanda sem ríkið hefur hundsað of lengi en ætti að grípa inn í. Lögfestum leikskólastigið Leikskólastigið er ekki ríkinu óviðkomandi, þó sveitarfélögin beri þungann í málaflokknum. Þvert á móti er tími til kominn að ríkið axli ábyrgð á fyrsta skólastiginu og lögfesti leikskólastigið. Með því er átt við að tryggja fjármögnun leikskólanna, m.a. með breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga og tryggja rétt barna til leikskólavistar frá tilteknum aldri. Eyðum óvissunni Fæðingarorlofstaka foreldra hefst iðulega í mikilli óvissu um hvað tekur svo við, því ekki er vitað hvenær barnið fær dagvistun. Þessi ófyrirsjáanleiki er streituvaldur fyrir foreldra og kann að koma niður á samvistum barns og foreldris á þessum dýrmætu fyrstu mánuðum. Þetta leiðir of oft til þess að orlof annars foreldris brennur inni því ákvörðun er tekin um að fresta orlofstöku til lengri tíma til þess að lenda ekki í því sem verra er: Þegar orlof beggja foreldra klárast án þess að dagvistun er í boði og foreldrarnir þurfa að vera í skertu starfshlutfalli eða segja upp starfi. Á hinum Norðurlöndunum er réttur til dagvistunar tryggður þegar orlofi lýkur, eðlilega. Að foreldrar festist til lengri tíma í fæðingarorlofi þegar vilji þeirra stendur til þess að komast aftur í vinnu og að barnið fái dagvistun er auðvitað slæmt fyrir tekjur heimilisins, en líka fyrir atvinnurekanda og hið opinbera. Það sést glögglega á fyrrnefndu framtaki Arion banka sem sér hag sinn af því að reka dagvistun fyrir starfsfólk sitt samhliða sínum hefðbundna rekstri. Að sama skapi ætti ríkið að sjá hag sinn í því að hér sé rekið almennilegt leikskólastig sem er fjármagnað með fullnægjandi hætti, mannað og tryggir fyrirsjáanleika svo að fólk komist aftur í sín launuðu störf og þurfi ekki að teygja greiðslur úr Fæðingarorlofssjóði yfir lengri tíma en þá 12 mánuði sem fæðingarorlofinu er ætlað standa yfir. Þetta er augljóslega hagur allra. Nýtt fæðingarorlofskerfi Samfylkingarinnar Til viðbótar við að ríkið þurfi að axla ábyrgð á fyrsta skólastiginu og lögfesta leikskólastigið til að tryggja rétt barna til leikskólavistar frá tilteknum aldri eins og gert er á hinum Norðurlöndunum, þá boðar Samfylkingin nýtt fæðingarorlofskerfi sem tryggir afkomuöryggi foreldra betur í þá 12 mánuði sem orlof stendur yfir og hugar betur að heilsu móður og barns. Við ætlum að hætta að skerða lægstu tekjurnar, svo að orlofsgreiðslur vegna tekna undir 450 þúsund verða óskertar. Við munum tryggja launað meðgönguorlof fjórum vikum fyrir fæðingardag barns og auka rétt foreldra sem veikjast á meðgöngu. Við ætlum að láta hækkanir orlofsgreiðslna ná til allra sem eru í orlofi á sama tíma og hækka fæðingarstyrk. Við ætlum að færa viðmiðunartímabil orlofsgreiðslna nær fæðingardegi barns og tryggja að orlofsgreiðslur endurspegli tekjur foreldra betur. Við munum bæta rétt fjölburaforeldra og vinna að betra jafnvægi milli atvinnulífs og fjölskyldulífs. Kæri kjósandi, nú styttist í að þú getur sagt þína skoðun með kjörseðlinum og haft áhrif á hvernig við búum um verðandi foreldra og ung börn. Tryggjum breytingar sem bæta kjör ungra foreldra og fjölskyldna. Kjósum Samfylkinguna. Höfundur er lögmaður í 5. sæti á lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi og er í fæðingarorlofi með þriggja mánaða gamalt barn.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun