Af hverju VG? Sveinn Rúnar Hauksson skrifar 29. nóvember 2024 09:31 Ég hef verið félagi í VG frá stofnfundinum í Rúgbrauðsgerðinni fyrir aldarfjórðungi. Það var mamma sem dróg mig með sér, einkennilegt þar sem ég hafði verið á vinstri kantinum alla tíð, en hún lengst af með djúpar rætur í Sjálfstæðisflokknum. Við ólumst upp við það að þurfa ekki að ganga í Flokkinn, við ættum hann, hefðum búið hann til. Þessi goðsögn tengdist minningu um móðurafa minn, leiðandi hlutverk hans í stofnun flokksins, sem hann svo dó frá 38 ára gamall í umferðarslysi 1931. Mamma átti ekki lengur samleið með íhaldinu, stóru málin hjá henni voru náttúran, sveitin í Borgarfirði, jafnrétti milli landshluta, andstaða við stóriðju og ESB, sjálfstæði þjóðarinnar. Henni auðnaðist að lifa þá stund að Bandaríkjaher yrði á burt, það var kl. 17 þann 30. september 2006. Mamma dó kl. 19 sama dag. Ég hef aldrei verið duglegur flokksmaður. Ég hef varið minni orku í samtök sem freista þess að sameina fólk um málefni, þvert á flokka. Ég kom róttækur heim frá Bandaríkjunum eftir skiptinemadvöl á vegum kirkjunnar. Þar var umræða um arðrán, aðskilnaðarstefnu og stríð efst á baugi. Ég var snarlega stimplaður kommúnisti á mínu heimili, þegar ég vogaði mér að spyrja hvort þessi her í Keflavík væri ekki sá sami og í Víetnam. Félagsmálabröltið byrjaði með Samtökum skiptinema haustið 1965 og TENGLAR komu svo 1966, sjálfboðastarf á Kleppi og víðar til að rjúfa félagslega einangrun fólks með geðraskanir og stuðla að mannúð og mannréttindum. Geðhjálp kom til sögunnar 1979 og alla þessa öld hef ég starfað þar, lengi sem varaformaður. Friðarbarátta hefur verið í öndvegi hjá mér, Samtök herstöðvaandstæðinga, Víetnamnefndin á Íslandi, Grikklandshreyfingin og síðan en ekki síst Félagið Ísland-Palestína þar sem ég var formaður í aldarfjórðung. Ég valdist til forystu vinstri manna í Háskóla Íslands 1968 og Verðandi (forveri Röskvu) var stofnað í mars 1969. Verðandi vann allar kosningar í HÍ í að minnsta kosti áratug, en grunnhugsunin í okkar stúdentapólitík var að sameinast um halda Sjálfstæðisflokknum frá völdum. Það var líka hugsunin með Reykjavíkurlistanum og tókst vel til. Áhugi minn á pólitík sem slíkri hefur fyrst og fremst beinst að því að halda þeim flokki út í horni sem löngum hefur stuðlað að arðráni, aðskilnaðarstefnu og stríði. Þess vegna var ég meðal þeirra sem stóðu gegn stjórnaraðild VG með Sjálfstæðisflokknum fyrir sjö árum. En nú þýðir ekki að sýta liðna tíð. Við þurfum að safna liði. Við skulum efla þann flokk sem byggir á vinstri stefnu og grænum gildum, kvenfrelsi og friði. Við þurfum svo sannarlega að geta kosið flokk sem tekur skýlausa afstöðu gegn hernaðarbandalaginu NATO og aðild Íslands að hverskyns hernaðarbrölti Bandaríkjanna, þar með talið útrýmingarstríð Ísraels gegn Palestínu. Ég gleðst líka yfir því að geta kosið flokk sem hefur baráttufólk í umhverfis- og loftlagsmálum í oddvitasætum. X-V Höfundur er heimilislæknir í 4. sæti fyrir VG í Reykjavík norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Vinstri græn Mest lesið RS veiran – blikur á lofti Valtýr Stefánsson Thors Skoðun Upplýsingaóreiða í boði ASÍ Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hvað getum við lært af sögunni um litlu gulu hænuna? Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir,Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir Skoðun Þrælar jólahefðana - Opið bréf til skóla og frístundasviða á Höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir Skoðun Hugleiðing um listamannalaun II Þórhallur Guðmundsson Skoðun Lyfsalar og heilbrigðisráðuneyti - í bergmálshelli? Már Egilsson Skoðun Matvælaöryggi og matvælaöryggismenning Hanna Lóa Skúladóttir,Guðrún Adolfsdóttir Skoðun Hryggjarstykki jólanna Árni Stefán Árnason Skoðun Hinsegin réttindi til framtíðar Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kristmundur Pétursson,Vera Illugadóttir,Jóhannes Þór Skúlason,Hannes Sasi Pálsson,Hrönn Svansdóttir,Sveinn Kjartansson Skoðun Eru háskólar á dagskrá? Magnús Karl Magnússon,Þórarinn Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Kórtónleikar í desember Ásdís Björg Gestsdóttir skrifar Skoðun Þrælar jólahefðana - Opið bréf til skóla og frístundasviða á Höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir skrifar Skoðun Eru háskólar á dagskrá? Magnús Karl Magnússon,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Hinsegin réttindi til framtíðar Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kristmundur Pétursson,Vera Illugadóttir,Jóhannes Þór Skúlason,Hannes Sasi Pálsson,Hrönn Svansdóttir,Sveinn Kjartansson skrifar Skoðun Jólaóskalisti Viðskiptaráðs Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hryggjarstykki jólanna Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Lyfsalar og heilbrigðisráðuneyti - í bergmálshelli? Már Egilsson skrifar Skoðun RS veiran – blikur á lofti Valtýr Stefánsson Thors skrifar Skoðun Matvælaöryggi og matvælaöryggismenning Hanna Lóa Skúladóttir,Guðrún Adolfsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða í boði ASÍ Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af sögunni um litlu gulu hænuna? Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir,Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun II Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Forvarnir og fyrirmyndir er á ábyrgð okkar allra Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal skrifar Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir skrifar Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Sjá meira
Ég hef verið félagi í VG frá stofnfundinum í Rúgbrauðsgerðinni fyrir aldarfjórðungi. Það var mamma sem dróg mig með sér, einkennilegt þar sem ég hafði verið á vinstri kantinum alla tíð, en hún lengst af með djúpar rætur í Sjálfstæðisflokknum. Við ólumst upp við það að þurfa ekki að ganga í Flokkinn, við ættum hann, hefðum búið hann til. Þessi goðsögn tengdist minningu um móðurafa minn, leiðandi hlutverk hans í stofnun flokksins, sem hann svo dó frá 38 ára gamall í umferðarslysi 1931. Mamma átti ekki lengur samleið með íhaldinu, stóru málin hjá henni voru náttúran, sveitin í Borgarfirði, jafnrétti milli landshluta, andstaða við stóriðju og ESB, sjálfstæði þjóðarinnar. Henni auðnaðist að lifa þá stund að Bandaríkjaher yrði á burt, það var kl. 17 þann 30. september 2006. Mamma dó kl. 19 sama dag. Ég hef aldrei verið duglegur flokksmaður. Ég hef varið minni orku í samtök sem freista þess að sameina fólk um málefni, þvert á flokka. Ég kom róttækur heim frá Bandaríkjunum eftir skiptinemadvöl á vegum kirkjunnar. Þar var umræða um arðrán, aðskilnaðarstefnu og stríð efst á baugi. Ég var snarlega stimplaður kommúnisti á mínu heimili, þegar ég vogaði mér að spyrja hvort þessi her í Keflavík væri ekki sá sami og í Víetnam. Félagsmálabröltið byrjaði með Samtökum skiptinema haustið 1965 og TENGLAR komu svo 1966, sjálfboðastarf á Kleppi og víðar til að rjúfa félagslega einangrun fólks með geðraskanir og stuðla að mannúð og mannréttindum. Geðhjálp kom til sögunnar 1979 og alla þessa öld hef ég starfað þar, lengi sem varaformaður. Friðarbarátta hefur verið í öndvegi hjá mér, Samtök herstöðvaandstæðinga, Víetnamnefndin á Íslandi, Grikklandshreyfingin og síðan en ekki síst Félagið Ísland-Palestína þar sem ég var formaður í aldarfjórðung. Ég valdist til forystu vinstri manna í Háskóla Íslands 1968 og Verðandi (forveri Röskvu) var stofnað í mars 1969. Verðandi vann allar kosningar í HÍ í að minnsta kosti áratug, en grunnhugsunin í okkar stúdentapólitík var að sameinast um halda Sjálfstæðisflokknum frá völdum. Það var líka hugsunin með Reykjavíkurlistanum og tókst vel til. Áhugi minn á pólitík sem slíkri hefur fyrst og fremst beinst að því að halda þeim flokki út í horni sem löngum hefur stuðlað að arðráni, aðskilnaðarstefnu og stríði. Þess vegna var ég meðal þeirra sem stóðu gegn stjórnaraðild VG með Sjálfstæðisflokknum fyrir sjö árum. En nú þýðir ekki að sýta liðna tíð. Við þurfum að safna liði. Við skulum efla þann flokk sem byggir á vinstri stefnu og grænum gildum, kvenfrelsi og friði. Við þurfum svo sannarlega að geta kosið flokk sem tekur skýlausa afstöðu gegn hernaðarbandalaginu NATO og aðild Íslands að hverskyns hernaðarbrölti Bandaríkjanna, þar með talið útrýmingarstríð Ísraels gegn Palestínu. Ég gleðst líka yfir því að geta kosið flokk sem hefur baráttufólk í umhverfis- og loftlagsmálum í oddvitasætum. X-V Höfundur er heimilislæknir í 4. sæti fyrir VG í Reykjavík norður.
Hvað getum við lært af sögunni um litlu gulu hænuna? Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir,Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir Skoðun
Þrælar jólahefðana - Opið bréf til skóla og frístundasviða á Höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir Skoðun
Hinsegin réttindi til framtíðar Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kristmundur Pétursson,Vera Illugadóttir,Jóhannes Þór Skúlason,Hannes Sasi Pálsson,Hrönn Svansdóttir,Sveinn Kjartansson Skoðun
Skoðun Þrælar jólahefðana - Opið bréf til skóla og frístundasviða á Höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir skrifar
Skoðun Hinsegin réttindi til framtíðar Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kristmundur Pétursson,Vera Illugadóttir,Jóhannes Þór Skúlason,Hannes Sasi Pálsson,Hrönn Svansdóttir,Sveinn Kjartansson skrifar
Skoðun Hvað getum við lært af sögunni um litlu gulu hænuna? Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir,Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Hvað getum við lært af sögunni um litlu gulu hænuna? Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir,Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir Skoðun
Þrælar jólahefðana - Opið bréf til skóla og frístundasviða á Höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir Skoðun
Hinsegin réttindi til framtíðar Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kristmundur Pétursson,Vera Illugadóttir,Jóhannes Þór Skúlason,Hannes Sasi Pálsson,Hrönn Svansdóttir,Sveinn Kjartansson Skoðun