Róum okkar aðeins í auðlindagræðginni Mummi Týr Þórarinsson skrifar 27. nóvember 2024 08:50 Síðustu árin hefur ásókn í auðlindir landsins vaxið geigvænlega. Nú er svo komið að það er varla sá fjörður til fyrir vestan eða austan sem ekki er nýttur eða eru áform um að nýta fyrir sjókvíaeldi, vindorkuvirkjanir eru fyrirhugaðar á öllum mögulegum stöðum um allt land, ásókn í áður ósnortin landsvæði til uppbyggingar nýrra mannvirkja í ferðaþjónustu vex með degi hverjum, mylja á niður heilu fjöllin sunnanlands, selflytja hluta Mýrdalssands til útflutnings og hver bújörðin á fætur annarri er tekin úr matvælaframleiðslu en lögð undir til að mynda plantekru skógrækt, ferðafólk eða frístundabyggð. „Við viljum fransbrauð“ góluðu þeir Karíus og Baktus um árið. „Við viljum meiri græna orku og meira ferskvatn“ glymur núna landshluta á milli, úr börkum innlendra og erlendra fjárfesta sem sjá „viðskiptatækifæri“ í hverjum hver, hverjum huldukletti, hverjum berjamó og hverri lindá landsins. Ekkert heildaryfirlit er til staðar af hálfu stjórnvalda yfir auðlindir landsins né samþætt framtíðarskipulag nýtingar þeirra. Ekkert pláss fyrir villta náttúru nema í frímerkja formi á milli mannvirkja? Við í Pírötum finnst löngu komin tími til að spyrna við fæti og hægja á þessu offorsi áður en fleiri óafturkræf mistök verða gerð. Við höfum rammaáætlun fyrir virkjanaáform en við þurfum líka að skipuleggja alla auðlindanýtingu á láglendi í samhengi þar sem allt er upp á borðum. Framtíð villtrar náttúru og sameiginlegra auðlinda landsins er undir. Þó Ísland sé 103.000 km2 að stærð þá eru nefnilega ekki nema um 43.000 km2 (42%) þess á láglendi (neðan 400 metra hæðar yfir sjó), svæði á stærð við Danmörku. Þar fer meira eða minna öll okkar landnýting fram (utan afréttabeitar, útivistar, vatnsaflsvirkjana og einhverrar efnistöku). Því til viðbótar sýnir gróf greining á fyrirliggjandi gögnum að yfir 85% af kortlagðri landnýtingu á Íslandi (þéttbýli og vegir, uppistöðulón, tún og akrar, framræst votlendi, frístundabyggð, skógrækt) fer fram neðan 200 metra hæðalínunnar; á svæði sem er á landsvísu tæplega 25.000 km2 (24%) af heildarstærð landsins. Það er ríflega 5000 km2 minna landsvæði en Belgía! Höfundur er oddviti Pírata í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Píratar Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Síðustu árin hefur ásókn í auðlindir landsins vaxið geigvænlega. Nú er svo komið að það er varla sá fjörður til fyrir vestan eða austan sem ekki er nýttur eða eru áform um að nýta fyrir sjókvíaeldi, vindorkuvirkjanir eru fyrirhugaðar á öllum mögulegum stöðum um allt land, ásókn í áður ósnortin landsvæði til uppbyggingar nýrra mannvirkja í ferðaþjónustu vex með degi hverjum, mylja á niður heilu fjöllin sunnanlands, selflytja hluta Mýrdalssands til útflutnings og hver bújörðin á fætur annarri er tekin úr matvælaframleiðslu en lögð undir til að mynda plantekru skógrækt, ferðafólk eða frístundabyggð. „Við viljum fransbrauð“ góluðu þeir Karíus og Baktus um árið. „Við viljum meiri græna orku og meira ferskvatn“ glymur núna landshluta á milli, úr börkum innlendra og erlendra fjárfesta sem sjá „viðskiptatækifæri“ í hverjum hver, hverjum huldukletti, hverjum berjamó og hverri lindá landsins. Ekkert heildaryfirlit er til staðar af hálfu stjórnvalda yfir auðlindir landsins né samþætt framtíðarskipulag nýtingar þeirra. Ekkert pláss fyrir villta náttúru nema í frímerkja formi á milli mannvirkja? Við í Pírötum finnst löngu komin tími til að spyrna við fæti og hægja á þessu offorsi áður en fleiri óafturkræf mistök verða gerð. Við höfum rammaáætlun fyrir virkjanaáform en við þurfum líka að skipuleggja alla auðlindanýtingu á láglendi í samhengi þar sem allt er upp á borðum. Framtíð villtrar náttúru og sameiginlegra auðlinda landsins er undir. Þó Ísland sé 103.000 km2 að stærð þá eru nefnilega ekki nema um 43.000 km2 (42%) þess á láglendi (neðan 400 metra hæðar yfir sjó), svæði á stærð við Danmörku. Þar fer meira eða minna öll okkar landnýting fram (utan afréttabeitar, útivistar, vatnsaflsvirkjana og einhverrar efnistöku). Því til viðbótar sýnir gróf greining á fyrirliggjandi gögnum að yfir 85% af kortlagðri landnýtingu á Íslandi (þéttbýli og vegir, uppistöðulón, tún og akrar, framræst votlendi, frístundabyggð, skógrækt) fer fram neðan 200 metra hæðalínunnar; á svæði sem er á landsvísu tæplega 25.000 km2 (24%) af heildarstærð landsins. Það er ríflega 5000 km2 minna landsvæði en Belgía! Höfundur er oddviti Pírata í Suðurkjördæmi.
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar