Róum okkar aðeins í auðlindagræðginni Mummi Týr Þórarinsson skrifar 27. nóvember 2024 08:50 Síðustu árin hefur ásókn í auðlindir landsins vaxið geigvænlega. Nú er svo komið að það er varla sá fjörður til fyrir vestan eða austan sem ekki er nýttur eða eru áform um að nýta fyrir sjókvíaeldi, vindorkuvirkjanir eru fyrirhugaðar á öllum mögulegum stöðum um allt land, ásókn í áður ósnortin landsvæði til uppbyggingar nýrra mannvirkja í ferðaþjónustu vex með degi hverjum, mylja á niður heilu fjöllin sunnanlands, selflytja hluta Mýrdalssands til útflutnings og hver bújörðin á fætur annarri er tekin úr matvælaframleiðslu en lögð undir til að mynda plantekru skógrækt, ferðafólk eða frístundabyggð. „Við viljum fransbrauð“ góluðu þeir Karíus og Baktus um árið. „Við viljum meiri græna orku og meira ferskvatn“ glymur núna landshluta á milli, úr börkum innlendra og erlendra fjárfesta sem sjá „viðskiptatækifæri“ í hverjum hver, hverjum huldukletti, hverjum berjamó og hverri lindá landsins. Ekkert heildaryfirlit er til staðar af hálfu stjórnvalda yfir auðlindir landsins né samþætt framtíðarskipulag nýtingar þeirra. Ekkert pláss fyrir villta náttúru nema í frímerkja formi á milli mannvirkja? Við í Pírötum finnst löngu komin tími til að spyrna við fæti og hægja á þessu offorsi áður en fleiri óafturkræf mistök verða gerð. Við höfum rammaáætlun fyrir virkjanaáform en við þurfum líka að skipuleggja alla auðlindanýtingu á láglendi í samhengi þar sem allt er upp á borðum. Framtíð villtrar náttúru og sameiginlegra auðlinda landsins er undir. Þó Ísland sé 103.000 km2 að stærð þá eru nefnilega ekki nema um 43.000 km2 (42%) þess á láglendi (neðan 400 metra hæðar yfir sjó), svæði á stærð við Danmörku. Þar fer meira eða minna öll okkar landnýting fram (utan afréttabeitar, útivistar, vatnsaflsvirkjana og einhverrar efnistöku). Því til viðbótar sýnir gróf greining á fyrirliggjandi gögnum að yfir 85% af kortlagðri landnýtingu á Íslandi (þéttbýli og vegir, uppistöðulón, tún og akrar, framræst votlendi, frístundabyggð, skógrækt) fer fram neðan 200 metra hæðalínunnar; á svæði sem er á landsvísu tæplega 25.000 km2 (24%) af heildarstærð landsins. Það er ríflega 5000 km2 minna landsvæði en Belgía! Höfundur er oddviti Pírata í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Píratar Mest lesið Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Síðustu árin hefur ásókn í auðlindir landsins vaxið geigvænlega. Nú er svo komið að það er varla sá fjörður til fyrir vestan eða austan sem ekki er nýttur eða eru áform um að nýta fyrir sjókvíaeldi, vindorkuvirkjanir eru fyrirhugaðar á öllum mögulegum stöðum um allt land, ásókn í áður ósnortin landsvæði til uppbyggingar nýrra mannvirkja í ferðaþjónustu vex með degi hverjum, mylja á niður heilu fjöllin sunnanlands, selflytja hluta Mýrdalssands til útflutnings og hver bújörðin á fætur annarri er tekin úr matvælaframleiðslu en lögð undir til að mynda plantekru skógrækt, ferðafólk eða frístundabyggð. „Við viljum fransbrauð“ góluðu þeir Karíus og Baktus um árið. „Við viljum meiri græna orku og meira ferskvatn“ glymur núna landshluta á milli, úr börkum innlendra og erlendra fjárfesta sem sjá „viðskiptatækifæri“ í hverjum hver, hverjum huldukletti, hverjum berjamó og hverri lindá landsins. Ekkert heildaryfirlit er til staðar af hálfu stjórnvalda yfir auðlindir landsins né samþætt framtíðarskipulag nýtingar þeirra. Ekkert pláss fyrir villta náttúru nema í frímerkja formi á milli mannvirkja? Við í Pírötum finnst löngu komin tími til að spyrna við fæti og hægja á þessu offorsi áður en fleiri óafturkræf mistök verða gerð. Við höfum rammaáætlun fyrir virkjanaáform en við þurfum líka að skipuleggja alla auðlindanýtingu á láglendi í samhengi þar sem allt er upp á borðum. Framtíð villtrar náttúru og sameiginlegra auðlinda landsins er undir. Þó Ísland sé 103.000 km2 að stærð þá eru nefnilega ekki nema um 43.000 km2 (42%) þess á láglendi (neðan 400 metra hæðar yfir sjó), svæði á stærð við Danmörku. Þar fer meira eða minna öll okkar landnýting fram (utan afréttabeitar, útivistar, vatnsaflsvirkjana og einhverrar efnistöku). Því til viðbótar sýnir gróf greining á fyrirliggjandi gögnum að yfir 85% af kortlagðri landnýtingu á Íslandi (þéttbýli og vegir, uppistöðulón, tún og akrar, framræst votlendi, frístundabyggð, skógrækt) fer fram neðan 200 metra hæðalínunnar; á svæði sem er á landsvísu tæplega 25.000 km2 (24%) af heildarstærð landsins. Það er ríflega 5000 km2 minna landsvæði en Belgía! Höfundur er oddviti Pírata í Suðurkjördæmi.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar