Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar 26. nóvember 2024 17:42 Ofbeldisfaraldur gegn konum geisar á Íslandi og víðar í heiminum eins og fjallað hefur verið um. Bretar og Þjóðverjar hafa lýst yfir neyðarástandi og rannsóknir sýna að við stefnum hraðbyri á sama stað ef við erum þar ekki nú þegar því staðreyndir tala sínu máli. Ofbeldisfaraldur er þungt orð en staðreyndin er sú að rannsóknir sýna að 40% kvenna á Íslandi hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi á lífsleiðinni og að konur og kvár eru líklegri til að verða fyrir kynferðisofbeldi en önnur. 15% stúlkna í 10. bekk og 6% drengja hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi af hendi annars unglings og 58% stúlkna og 35% drengja hefur orðið fyrir stafrænu kynferðisofbeldi. Aukning klámneyslu barna og ungmenna er sláandi og hatursorðræða og fordómar þrífast of vel hér á landi. Hvers lags samfélagi búum við í? Sættum við okkur við þessar staðreyndir? Ofangreint sýnir svo ekki verður um villst að við búum við rótgróna ofbeldismenningu og höfum verið samdauna henni of lengi, nú er mál að vakna. Meðvitund í samfélaginu hefur aukist síðustu ár enda hafa hópar stigið fram og greint frá kynferðisofbeldi, samfélagið allt orðið vitni að hatrammri ofbeldisorðræðu gegn konum, kvárum og transfólki og niðurstöður rannsókna tala sínu máli. Kvennaár 2025 hefur sent frá sér kröfur um aðgerðir vegna þessa faraldurs sem snúast m.a. að kynferðisofbeldi. Kröfurnar eru verkfæri fyrir stjórnvöld um hvað þurfi að gera svo bæta megi samfélagið, jafnréttisparadísina Ísland. Krafa Kvennaárs er sú að stjórnvöld breyti lögum og grípi til aðgerða fyrir 24. október 2025 þegar 50 ár verða frá fyrsta kvennaverkfallinu. Skólakerfið í heild gegnir lykilhlutverki Menntakerfið leikur stórt hlutverk en ekki einleik þegar kemur að ofbeldisvörnum og fræðslu. Kvennaár 2025 krefst þess að kynjafræði, hinseginfræði og menntun um birtingarmyndir kynbundins ofbeldis og samskiptafærni verði færð inn í námskrá grunn- og framhaldsskóla. Krafan rímar vel við samþykkt frá 8. þingi Kennarasambands Íslands sem haldið var 2022 hvar jafnréttisnefnd KÍ skoraði á stjórnendur allra skólastiga „að vinna markvisst og kerfisbundið að vandaðri kynfræðslu og ofbeldisvörnum og að slík fræðsla verði í höndum kennara og þannig sjálfbær í skólum.“ Markviss alhliða kynfræðsla og ofbeldisvarnir eru afar mikilvæg kennslugreinar á hverju skólastigi frá leikskóla og upp í framhaldsskóla enda auðvelt að ná þannig til þeirra kynslóða sem erfa munu landið og verða virkir samfélagsþegnar – ogverða jafnréttisnæmir[1] þjóðfélagsþegnar. Námsefni sem hentar aldri nemenda verður að vera til, kennsla verður að fara fram reglulega yfir skólaárið og lykilatriði er að kennarar sinni þessari kennslu. Þannig getur skólakerfið orðið það jöfnunartæki sem það á að vera og gengt lykilhlutverki í að breyta því samfélagi sem við búum í. Skólakerfið er vissulega sterkur vettvangur því þar er unnið með viðhorf barna og ungmenna alla daga en þetta er risaverkefni á ábyrgð samfélagsins alls. Huga þarf að kennurum Tryggja verður að kennaranemar hljóti viðeigandi þjálfun í kennslu alhliða kynfræðslu og ofbeldisvarna. Eina leiðin er að gera slíkan áfanga að skyldu í kennaranámi allra þeirra háskóla sem útskrifa kennara. Óþjálfaðir kennarar veigra sér við að kenna börnum og ungmennum alhliða kynfræðslu og ofbeldisvarnir þar sem það fag er sérstaklega viðkvæmt. Að sama skapi þarf að sinna endurmenntun og starfsþróun starfandi kennara því mikilvægt er að allir kennarar hafi það jafnréttisnæmi sem þarf til að fræða um jafnrétti, birtingarmyndir kynferðisofbeldis og skaðsemi þess. Enn fremur þarf að vekja jafnréttisnæmi allra kennara enda ótækt að einn grafi undan því sem annar kennari hefur byggt upp. Með því að tryggja kennaranemum þjálfun, útbúa námsefni sem hæfir hverju aldursstigi og kenna alhliða kynfræðslu á öllum skólastigum getum við aukið meðvitund um þá skaðlegu ofbeldismenningu sem við búum við og um leið jafnréttisvætt og bætt lífsgæði komandi kynslóða. Einnig verður að tryggja verðandi þjálfurum, íþrótta- og heilsufræðingum og tómstunda- og félagsmálafræðingum jafnréttis- og kynjafræðslu í sínu námi því ljóst er að kynferðisofbeldi þrífst of víða og þekkingin verður að vera til staðar hjá þeim sem starfa með börnum og ungmennum. Og hvað nú? Fyrir síðustu alþingiskosningar í september 2021 var töluverð jafnréttisumræða meðal flestra flokka sem í framboði voru. Í síðustu kappræðum oddvita flokka á RÚV fyrir þær kosningar voru flestir frambjóðendur sammála því að kenna ætti alhliða kynfræðslu á öllum skólastigum og ætti það að vera skyldufag. Niðurstaðan vakti von. Sú von hefur að engu orðið fyrir þessar kosningar þar sem jafnréttisumræða er lítil sem engin. Hvernig stendur á því? Hefur ekki nóg gerst undanfarin ár til að vekja hugsandi fólk til meðvitundar? Hvernig getur pólitíkin, og verðandi ráðamenn þjóðarinnar, horft fram hjá ofangreindum staðreyndum? Viljum við ekki bæta lífsgæði allra? Jafnrétti er kosningamál! Höfundur er sérfræðingur í vinnuumhverfis- og jafnréttismálum hjá Kennarasambandi Íslands. [1] Jafnréttisnæmi er í raun angi gagnrýninnar hugsunar og um leið sú meðvitund sem við þurfum til að bera kennsl á hvers kyns misrétti, kynja eða kynþátta svo dæmi séu tekin og þá forréttindablindu sem hefur viðgengist of lengi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kynferðisofbeldi Skóla- og menntamál Mest lesið Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Ofbeldisfaraldur gegn konum geisar á Íslandi og víðar í heiminum eins og fjallað hefur verið um. Bretar og Þjóðverjar hafa lýst yfir neyðarástandi og rannsóknir sýna að við stefnum hraðbyri á sama stað ef við erum þar ekki nú þegar því staðreyndir tala sínu máli. Ofbeldisfaraldur er þungt orð en staðreyndin er sú að rannsóknir sýna að 40% kvenna á Íslandi hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi á lífsleiðinni og að konur og kvár eru líklegri til að verða fyrir kynferðisofbeldi en önnur. 15% stúlkna í 10. bekk og 6% drengja hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi af hendi annars unglings og 58% stúlkna og 35% drengja hefur orðið fyrir stafrænu kynferðisofbeldi. Aukning klámneyslu barna og ungmenna er sláandi og hatursorðræða og fordómar þrífast of vel hér á landi. Hvers lags samfélagi búum við í? Sættum við okkur við þessar staðreyndir? Ofangreint sýnir svo ekki verður um villst að við búum við rótgróna ofbeldismenningu og höfum verið samdauna henni of lengi, nú er mál að vakna. Meðvitund í samfélaginu hefur aukist síðustu ár enda hafa hópar stigið fram og greint frá kynferðisofbeldi, samfélagið allt orðið vitni að hatrammri ofbeldisorðræðu gegn konum, kvárum og transfólki og niðurstöður rannsókna tala sínu máli. Kvennaár 2025 hefur sent frá sér kröfur um aðgerðir vegna þessa faraldurs sem snúast m.a. að kynferðisofbeldi. Kröfurnar eru verkfæri fyrir stjórnvöld um hvað þurfi að gera svo bæta megi samfélagið, jafnréttisparadísina Ísland. Krafa Kvennaárs er sú að stjórnvöld breyti lögum og grípi til aðgerða fyrir 24. október 2025 þegar 50 ár verða frá fyrsta kvennaverkfallinu. Skólakerfið í heild gegnir lykilhlutverki Menntakerfið leikur stórt hlutverk en ekki einleik þegar kemur að ofbeldisvörnum og fræðslu. Kvennaár 2025 krefst þess að kynjafræði, hinseginfræði og menntun um birtingarmyndir kynbundins ofbeldis og samskiptafærni verði færð inn í námskrá grunn- og framhaldsskóla. Krafan rímar vel við samþykkt frá 8. þingi Kennarasambands Íslands sem haldið var 2022 hvar jafnréttisnefnd KÍ skoraði á stjórnendur allra skólastiga „að vinna markvisst og kerfisbundið að vandaðri kynfræðslu og ofbeldisvörnum og að slík fræðsla verði í höndum kennara og þannig sjálfbær í skólum.“ Markviss alhliða kynfræðsla og ofbeldisvarnir eru afar mikilvæg kennslugreinar á hverju skólastigi frá leikskóla og upp í framhaldsskóla enda auðvelt að ná þannig til þeirra kynslóða sem erfa munu landið og verða virkir samfélagsþegnar – ogverða jafnréttisnæmir[1] þjóðfélagsþegnar. Námsefni sem hentar aldri nemenda verður að vera til, kennsla verður að fara fram reglulega yfir skólaárið og lykilatriði er að kennarar sinni þessari kennslu. Þannig getur skólakerfið orðið það jöfnunartæki sem það á að vera og gengt lykilhlutverki í að breyta því samfélagi sem við búum í. Skólakerfið er vissulega sterkur vettvangur því þar er unnið með viðhorf barna og ungmenna alla daga en þetta er risaverkefni á ábyrgð samfélagsins alls. Huga þarf að kennurum Tryggja verður að kennaranemar hljóti viðeigandi þjálfun í kennslu alhliða kynfræðslu og ofbeldisvarna. Eina leiðin er að gera slíkan áfanga að skyldu í kennaranámi allra þeirra háskóla sem útskrifa kennara. Óþjálfaðir kennarar veigra sér við að kenna börnum og ungmennum alhliða kynfræðslu og ofbeldisvarnir þar sem það fag er sérstaklega viðkvæmt. Að sama skapi þarf að sinna endurmenntun og starfsþróun starfandi kennara því mikilvægt er að allir kennarar hafi það jafnréttisnæmi sem þarf til að fræða um jafnrétti, birtingarmyndir kynferðisofbeldis og skaðsemi þess. Enn fremur þarf að vekja jafnréttisnæmi allra kennara enda ótækt að einn grafi undan því sem annar kennari hefur byggt upp. Með því að tryggja kennaranemum þjálfun, útbúa námsefni sem hæfir hverju aldursstigi og kenna alhliða kynfræðslu á öllum skólastigum getum við aukið meðvitund um þá skaðlegu ofbeldismenningu sem við búum við og um leið jafnréttisvætt og bætt lífsgæði komandi kynslóða. Einnig verður að tryggja verðandi þjálfurum, íþrótta- og heilsufræðingum og tómstunda- og félagsmálafræðingum jafnréttis- og kynjafræðslu í sínu námi því ljóst er að kynferðisofbeldi þrífst of víða og þekkingin verður að vera til staðar hjá þeim sem starfa með börnum og ungmennum. Og hvað nú? Fyrir síðustu alþingiskosningar í september 2021 var töluverð jafnréttisumræða meðal flestra flokka sem í framboði voru. Í síðustu kappræðum oddvita flokka á RÚV fyrir þær kosningar voru flestir frambjóðendur sammála því að kenna ætti alhliða kynfræðslu á öllum skólastigum og ætti það að vera skyldufag. Niðurstaðan vakti von. Sú von hefur að engu orðið fyrir þessar kosningar þar sem jafnréttisumræða er lítil sem engin. Hvernig stendur á því? Hefur ekki nóg gerst undanfarin ár til að vekja hugsandi fólk til meðvitundar? Hvernig getur pólitíkin, og verðandi ráðamenn þjóðarinnar, horft fram hjá ofangreindum staðreyndum? Viljum við ekki bæta lífsgæði allra? Jafnrétti er kosningamál! Höfundur er sérfræðingur í vinnuumhverfis- og jafnréttismálum hjá Kennarasambandi Íslands. [1] Jafnréttisnæmi er í raun angi gagnrýninnar hugsunar og um leið sú meðvitund sem við þurfum til að bera kennsl á hvers kyns misrétti, kynja eða kynþátta svo dæmi séu tekin og þá forréttindablindu sem hefur viðgengist of lengi
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar